Morgunblaðið - 30.07.2014, Síða 21

Morgunblaðið - 30.07.2014, Síða 21
Það er með söknuði og sorg í hjarta en þó um- fram allt með hlýju og þakklæti sem við kveðjum góðan vin, Jón Há- kon Magnússon. Það var um svipað leyti sem við hófum störf hjá fyrirtæki Jóns fyrir fáeinum árum. Við vorum full eftirvæntingar enda vissum við bæði að Jón hafði öðrum frem- ur mótað atvinnugrein sína á Íslandi og hafði yfir að búa víð- tækri reynslu af ólíkum sviðum samfélagsins. Það var lær- dómsríkt að vinna með Jóni. Vinnuumhverfið einkenndist af hlýju en líka aga. Jóni var verulega annt um starfsfólkið sitt, hann hafði mikið að gefa og frá mörgu að segja. Við minnumst fjölmargra líflegra samtala á milli okkar sam- starfsmannanna þar sem jafn- an var tekist á um ýmis þjóð- félagsmál. Jón hafði ævinlega fram að færa skýra greiningu á málefnum og kunni að setja þau jafnt í hugmyndafræðilegt og sögulegt samhengi. Hann hafði sterkar skoðanir en var þó ávallt opinn fyrir nýjum sjónarmiðum og gat í hugsun brúað bil kynslóða. Jón var hreinskiptinn maður og hafði sterka réttlætiskennd, sem mótaði það hvernig hann nálg- aðist verkefni í leik og starfi. Hann bar ómælda umhyggju fyrir samfélagi sínu og hafði mikinn metnað fyrir landi og Jón Hákon Magnússon ✝ Jón HákonMagnússon fæddist 12. sept- ember 1941. Hann lést 18. júlí 2014. Útför hans fór fram 29. júlí 2014. þjóð. Það fór ekki fram hjá okkur hvílíks trausts og virðingar hann naut. Fjöldi fólks úr ólíkum áttum leitaði reglulega ráða hjá honum. Hann var ævinlega fús til þess að setj- ast niður, hlusta og veita sína bestu ráðgjöf. Jón var trúr vinur, bæði hreinskilinn og umhyggjusamur. Allir þeir sem þekktu hann og leituðu til hans vissu að frá honum mátti vænta heilinda og vísdómsráða. Það var okkur mikil gæfa að fá að kynnast Jóni. Þau kynni og lærdómur munu reynast okkur dýrmæt á lífsleiðinni. Við kveðjum góðan vin með þakk- læti og trega. Fjölskyldu Jóns Hákonar og aðstandendum vottum við samúð okkar. Sirrý Hallgrímsdóttir og Páll Rafnar Þorsteinsson. Hann kom sem mildur vors- ins vindur með sína ungu, fal- legu eiginkonu til búsetu í okk- ar vaxandi bæjarfélagi. Að eðlisfari var hann einstaklega félagslyndur, hlýr og glaðlynd- ur, með hvassan skilning á vandamálum mannlífsins, en fyrst og fremst, framar öllu, með hjartað sanna og góða. Fyrr en varði var hann orð- inn forystumaður á mörgum sviðum bæjarlífsins. Máttar- stólpum í samtökum okkar sjálfstæðismanna, forseti bæj- arstjórnar um skeið, forystu- maður í Rótarýklúbbi Seltjarn- arness og þungavigtarmaður í málefnum kirkju og kristni í okkar bæjarfélagi. Það var hugljúft að eiga slíkan dreng sem náinn félaga. Nú hefur ljós hans slokknað. Sá Guð sem hann trúði á, kall- aði hann „meira að starfa Guðs um geim“. Við gamlingjarnir sem fengum unnið með honum við uppbyggingu okkar fallega bæjar drúpum höfði og þökkum fyrir að hafa átt hann að vini. „Merkið stendur þótt maðurinn falli.“ Vegsummerki Jóns Hákonar munu ekki afmást. Megi okkar góða vini verða hvíldin kær. Magnús Erlendsson og Sigurgeir Sigurðsson. Mig langar að segja nokkur orð um vin minn og mann sem mér var afskaplega hlýtt til. Jón Hákon er sá einstaklingur sem reyndist manni afskaplega vel og var manni til halds og trausts ef eitthvað bjátaði á. Ég gat alltaf hringt í hann eða heimsótt hann og alltaf var hann til staðar og gaf sér tíma til þess að tala við mann og gat ráðlagt manni. Jón Hákon var þessi yndislegi og góði maður sem ég mun sakna alveg gíf- urlega. Það var gífurlega mikið áfall að heyra það þegar hann hugðist ljúka störfum að hann hafi greinst með krabbamein og að ekkert hafi verið hægt að gera til þess að lækna hann, að- eins til að draga úr. En þessi frábæri maður var ekki þannig gerður að hann legði árar í bát, það var ekki hans stíll og ekki hans aðferð. Jón Hákon barðist eins og ljón og hefur alla tíð gert það. Það var einn af hans styrkleikum og hann gafst aldr- ei upp. Það er nokkuð sem ég mun tileinka mér og ég fara ná- kvæmlega eftir því sem Jón gerði fyrir mig. Ég var tíður gestur á Látraströnd 6, enda er ég æskuvinur sonar hans, Harðar Hákonar. Minningarnar um allar þessar heimsóknir, góðar og hlýjar móttökur verða ávallt í fyrirrúmi. Kæri vinur, ég mun aldrei gleyma þér, ég á þér svo margt að þakka. Minningarnar munu ávallt lifa og þannig lifirðu í mínu hjarta. Kæra Áslaug, Áslaug Svava og Höddi, megi góður Guð styrkja ykkur um komandi framtíð svo þið komist í gegn- um þessa sorg. Guðmundur Árni. Jón Hákon var fjölskyldu- vinur frá því ég man eftir mér og mikill félagi föður míns, hvort sem var í stangveiðinni eða á öðrum vettvangi. Jón lærði blaðamennsku í Amer- íku og var m.a. blaðamaður á Tímanum undir stjórn föður míns. Þar gekk stundum mik- ið á. „Hann rak mig fimm sinnum á dag,“ sagði Jón einu sinni við mig um þeirra sam- skipti, „en réð mig jafnharðan aftur“. Jón Hákon, faðir minn og nokkrir fleiri hófu veiðar í Laugardalsá við Ísafjarðardjúp upp úr 1970 og eins og faðir minn hefur lýst í smásögunni „Morgunn á brúnni“ þá þurfti í upphafi að fara um Ísafjörð. Á þeim tíma sá Jón Hákon ekki út yfir vinsældir sínar sem sjónvarpsstjarna, fréttamaður og fréttaþulur. Og smám saman komust á fastar hefðir í þessum túrum, framsóknarmennirnir í hópnum keyptu bara bensín á Essó meðan sjálfstæðismenn- irnir tönkuðu hjá Shell. Mín fyrsta ferð var 1982. Sá túr var reyndar eftirminnilegur þegar farið var á ball hjá hesta- mannafélaginu Kinnskæ í Króksfjarðarnesi. Þegar ég kom inn í hollið í Laugardalsánni í byrjun níunda áratugarins þá var það oftast skipað Jóni Hákoni, Stefáni Friðfinnssyni, Brynjólfi Bjarnasyni og Víglundi Þor- steinssyni auk okkar feðga. Þetta var skemmtilegur fé- lagsskapur og margt brallað. Jón Hákon var hrókur alls fagnaðar og stríðnin aldrei langt undan. Uppáhaldsstaður Jóns í Laugardalsánni var örugglega Blámýrin. Þar tekur laxinn fluguna í streng sem rennur út í meðalstórt lón og þá er best að hlaupa upp á stein rétt fyrir ofan og standa þar með stöngina reista og átakið beint niður á fiskinn þannig að hann þvæli ekki lín- unni um steina eða sef. Laxinn tók yfirleitt strikið beint yfir lónið og lagðist þar við bakk- ann á móti. Jón Hákon kunni þetta allt og ég man eftir ein- um morgni þegar við feðgar vorum svona að ferja okkur um og lítið að gerast að Jón Hákon stóð þar löngum á steininum góða enda fiskur á í hverju kasti. Pólitíkin var aldrei fjarri í þessum veiðitúrum og stundum gekk svo mikið á í þjóðfélaginu að menn óttuðust hreinlega haustin og efnahagslegar koll- steypur enda miklir verðbólgu- og umbrotatímar. Og einhvern tímann jaðraði við stjórnarslit. Fróðlegt var fyrir ungan vinstrimanninn að fá innsýn í þetta allt. Jóni Hákoni leist reyndar ekkert á mína vinstri- mennsku og spurði á hverju ári hvort ekki færi að styttast í það að ég „kæmi yfir“ (í Sjálfstæð- isflokkinn). Vinstrimennskan var helst talin orsakast af ein- hvers konar truflun á líkams- starfseminni. Jón átti reyndar bágt með að fyrirgefa mér eitt eins og hann orðaði það „jafn skynsamur strákur og þú að geta ekki fylgt pabba þínum að málum í pólitíkinni“. Ég átti fá svör við slíku en allt er þetta gleymt og grafið í hinni góðu minningu. Ég hafði ekki mikil sam- skipti við Jón hin síðustu ár. Frétti þó alltaf af honum og nú síðast haustið 2012 þegar hann átti þátt í því að sérstök dag- skrá var haldin um föður minn í Bókasafni Seltjarnarness. Ég vil að lokum votta Áslaugu og börnum samúð mína, góður maður er genginn og eftir- minnilegur. Þorsteinn G. Indriðason. Það var okkur nýjum eig- endum KOM mikill heiður að fá að kaupa fyrirtækið af Jóni Há- koni í lok síðasta árs. Þá vorum við búnir að skoða það í nokk- urn tíma og meðvitaðir um að við vorum að taka við „barni“ Jóns. Fyrir okkur er KOM og Jón Hákon Magnússon nefni- lega órjúfanleg heild og svo verður ávallt. Sú staðreynd er okkur sérstök hvatning til að gera vel, því við vitum að vinir Jóns og vandamenn munu horfa til okkar og hvernig fyrirtækinu gengur. Þegar við tókum við ætlaði Jón að starfa með okkur fyrstu mánuðina. Við höfðum samið um að hann yrði áfram stjórnarformaður KOM og við vildum ákaft njóta þekkingar hans og reynslu. En svo fór ekki. Þremur dögum eftir að hann skýrði starfsfólki KOM frá kaupum okkar greindist hann með þann illvíga sjúkdóm sem að lokum sigraði. Það er eftirsjá að því að hafa ekki fengið að njóta leiðsagnar Jóns og kynnast honum betur. Jón var stórmerkilegur maður, forystumaður á sviði almanna- tengsla á Íslandi og lét sig varnarmál og samvinnu vest- rænna ríkja miklu máli skipta. Það er okkur mikilvægt að framtíð KOM beri vitni um að undirstöður rekstursins og orð- spor fyrirtækisins, sem Jón Hákon Magnússon byggði upp, haldi nafni hans á lofti um ókomna tíð. Hugur okkar er hjá Áslaugu og börnum þeirra Jóns á þess- um erfiðu tímum. Björgvin Guðmundsson, Friðjón R. Friðjónsson og Magnús Ragnarsson. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 ✝ Ólafía Salvars-dóttir, hús- freyja og bóndi í Vatnsfirði við Ísa- fjarðardjúp, fyrr Reykjarfjarð- arhrepp, fæddist 12. ágúst 1931 í Reykjarfirði s.s. Hún lést 21. júlí 2014. Foreldrar henn- ar voru Salvar Ólafsson, b. í Reykjarfirði, f. 4. júlí 1888 í Lágadal, Naut- eyrarhr., d. 3. sept. 1979 og Ragnheiður Hákonardóttir, handavinnukennari og matráðs- kona í Héraðsskólanum í Reykjanesi, f. 16. ág. 1901 á Reykhólum, d. 19. maí 1977. Foreldrar Salvars voru Ólafur Jónsson b. í Lágadal og Reykj- arfirði, f. 12. júlí 1847 í Lága- dal, d. 28. október 1942 og Ev- lalía Sigríður Kristjánsdóttir, f. 1. apríl 1857, d. 17. júní 1940. Foreldrar Ragnheiðar voru Há- kon Magnússon b. á Reykhól- um, f. 1. september 1864, d. 6. ágúst 1938 og Arndís Bjarna- dóttir, f. 27. október 1862, d. 6. júní 1926, Þórðarsonar. Systk- ini Ólafíu voru: Gróa, f. 7. ágúst 1922, d. 27. október 2007, síðast ritari á Veðurstofunni; Hákon, Hann á fjögur börn; c) Kristján Heiðar, f. 3. júní 1979. Hann á tvær dætur.; d) Ragnar Karl, f. 14. júní 1982. Hann á eina dótt- ur. Börn Ólafíu og Baldurs eru: 2) Hallfríður, bókasafnsfr., f. 25. september 1957 í Reykjavík; 3) Ragnheiður, f. 6. okt. 1958 í Vatnsfirði, bóndi þar, áður póstmeistari á Ísafirði. Maður hennar er Kristján Bj. Sig- mundsson, f. 28. febr. 1956, frá Látrum í Mjóafirði. Þeirra börn a) Ólafía, f. 9. júlí 1985, b) Bald- ur, f. 15. nóv. 1988. Hann einn son; 4) Þorvaldur, f. 5. nóv. 1959 í Vatnsfirði; 5) Stefán Oddur, f. 5. apr. 1966 í Reykja- vík; 6) Guðbrandur, f. 2. maí 1968 í Vatnsfirði. Hann á einn son, Stefán, f. 3. ág. 1992. Á æskuárum vann Ólafía við bústörf í Reykjarfirði. Síðan fór hún í nám í Húsmæðraskól- anum á Löngumýri. Vann í eld- húsinu á Reykjalundi og var um tíma ráðskona við Héraðs- skólann í Reykjanesi. Eftir að hún settist að í Vatnsfirði tóku við umsvif sem fylgdu prests- setrinu ásamt búskap. Hún gegndi ótal trúnaðarstörfum fyrir hrepp og kirkju, ung- menna- og búnaðarfélag o.fl. Var formaður kjörstjórnar lengi og endurskoðandi reikn- inga ýmissa félaga, og gjald- keri kvenfélagsins Sunnu og reikninga Vatnsfjarðarkirkju áratugum saman. Útför Ólafíu fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 30. júlí 2014, og hefst athöfnin kl. 13. f. 14. júní 1923, b. og hreppstjóri í Reykjarfirði, d. 20. jan. 2005; Sigríður, f. 17. maí 1925, d. 1. mars 2013, húsfr. og bóndi í Vigur; Arnheiður, f. 5. maí 1927, d. 5. júlí 1927; Arndís, f. 14. maí 1929, ljós- móðir og fv. bóndi að Norðurhjáleigu í Álftaveri. Ólafía giftist, 6. október 1957 Baldri Vilhelms- syni, fv. prófasti í Vatnsfirði, f. 22. júlí 1929. Foreldrar hans voru Vilhelm Erlendsson, póst- og símstöðvarstjóri á Blöndu- ósi, áður Hofsósi, f. 13. mars 1891 á Sauðárkróki, d. 3. maí 1972, og Hallfríður, f. 25. sept. 1891 á Höfða, Hofshr., Skag., d. 27. febr. 1977 í Reykjavík, Pálmadóttir Þóroddssonar pr. á Hofsósi. Ólafía eignaðist 1) Ev- lalíu S. Kristjánsdóttur, f. 1. júní 1951 í Reykjarfirði, með Kristjáni L. Jónssyni, b. á Helgafelli, f. 5. júní 1933. Mað- ur Evlalíu er Jóhann Hallur Jónsson húsgagnasm., f. 16. sept. 1952. Hún á fjóra syni. Þeir eru a) Salvar Ólafur, f. 13. febr. 1973, hann á tvö börn; b) Jón Svanur, f. 11. júlí 1974. Þessir síðustu dagar hafa lið- ið hjá, lognhægir og blíðir og gróður jarðar fagnað hlýju og rekju. Á björtum sumarmorgni er gott að litast um af Vatns- fjarðarhlaði. Horfa yfir fjörð- inn, Borgarey, Sveinhúsavatn, yfir Djúpið blátt með lágum hæðum Langadalsstrandar í átt að Kaldalóni og Drangajökli, utar Snæfjallaströnd í mildri blárri móðu. Þessi var sýn Ólaf- íu Salvarsdóttur prestskonu og húsmóður en er ekki lengur. Hún lést 21. júlí sl. Sú seinasta er gegndi þeirri stöðu. Vatns- fjörður er ekki lengur prestset- ur. Lóa fæddist og ólst upp í Reykjarfirði á mannmörgu heimili og rausnargarði. Skóla- vist í Reykjanesi og á kvenna- skólanum á Löngumýri í Skaga- firði. Hún var heimakær og unni sinni heimabyggð. Ævi- starf hennar sem húsmóðir og prestskona í Vatnsfirði var æði umsvifamikið, þar komu sér vel þolgæði og þrautseigja. Í út- varpsviðtali við séra Ágúst Sig- urðsson lýsti Lóa vel frumbýl- ingsárunum i Vatnsfirði og öllu því umstangi er fylgdi störfum prestkonunnar. Sem barn las ég söguna um Mörtu og Maríu. Mér þótti þá og raunar enn afstaða frelsar- ans ósanngjörn. Marta stóð í ströngu við að taka á móti gest- unum og vinna þeim beina en María sat hjá þeim og naut nærveru þeirra og fræðslu. Ég gat hæglega séð Lóu fyrir mér í hlutverki Mörtu að því undan- skildu að hún hefði aldrei kvart- að við gesti. Það var ekki henn- ar háttur en við erum margar Mörturnar. Kynni okkar Lóu hófust við samstarf kvenfélaganna við Djúp, þegar þau um árabil stóðu fyrir hátíðarhöldum á 17. júní í Reykjanesi. Þar var hún í stjórn kvenfélagsins Sunnu í Reykjafjarðarhreppi. Hún var ekki orðmörg en tillögugóð og jákvæð, ávallt fús til aðstoðar og starfa og hún bauð til láns forkunnarfagran skautbúning með öllu tilheyrandi til að þær konur sem fóru með hlutverk fjallkonu hverju sinni væru við- eigandi uppáfærðar. Eftir að börnin komust upp fylgdi hún manni sínum, sr. Baldri Vilhelmssyni, til messu- ferða hér yfir að Melgraseyri. Nærvera hennar, alltaf hlý og notaleg og hún var fróð og skemmtileg í tali en alltaf hóg- vær og barst ekki á. Vinátta hennar var mér mikils virði. Nú er stórt skarð höggvið í fá- menna byggð. Ég sendi öllum aðstandend- um hlýjar samúðarkveðjur frá mér og mínu fólki, við þökkum samfylgd liðinna ára. Ása Ketilsdóttir. Það er komið að kveðju- stund, kæra frænka. Kallið kom snöggt og óvænt. Ein- hvern veginn er það sárt og þó ekki umflúið. Minningarbrot frá bernsku til þessa dags rað- ast upp, samverustundir taka til sín birtu liðinna tíma, lát- bragð þitt og rödd verður greinileg, hlátur þinn og húmor gefur minningunni djúpa vídd og væntumþykju. Lóa frænka í Vatnsfirði, föðursystir og vin- ur, stóð fyrir stóru heimili. Börnin mörg, gestkvæmt, sóknarkirkja sveitarinnar, bú- störf og annað sem fylgdi störfum prestmaddömu. Sólar- hringurinn hefur á stundum mátt vera lengri. Vinátta tókst með okkur Lóu og barnanna frá Vatnsfirði og fjölskyldunnar í Reykjarfirði. Vinátta sem hefur sterkan streng og hefur fylgt mér alla tíð. Lóa var heilsteypt mann- eskja og ótrúlega sterk og kom það fram í hennar lífsgöngu, sem oft á tíðum var ekki auð- veld og mörg erfið úrlausnar- efni sem bönkuðu á dyr. Þegar horft er til baka bregður fyrir andliti þínu brosandi, kímni í augunum og stutt í hláturinn. Stund í Reykjarfirði, systurnar, þ.e. föðursystur mínar allar fjórar, Lóa í Vatnsfirði, Sigga í Vigur, Gróa á Dalatanga, Dísa frá Norðurhjáleigu, rifja upp minningar og sögur með bróður sínum Hákoni. Það er glatt á hjalla og mikið hlegið, en stund- ir sem þessi verða fátíðari með árunum. Við börnin og aðrir hrifumst með og tókum þátt í gleðinni. Og innlit minninganna hjá unglingnum þar sem Lóa er lærifaðir og rætt er um hvers- konar bókmenntir, sögu, minjar og aðra menningu og jafnvel bókfærslu og reikning. Alltaf útskýrt eða fært í búning með kímni og hnitmiðuðum setning- um. Lóa frænka, skírnarvottur hjá mínu fyrsta barni. Hlýleiki og væntumþykja einkenndi öll okkar samskipi og falleg vinátta milli móður minnar Steinunnar í Reykjarfirði og Lóu í Vatns- firði, sem voru nágrannar í rúm sextíu ár er eftirminnileg og þakkarverð. Nú í vor gerðum við okkur ferð saman ásamt tveimur dætra Lóu í heimsókn til Dísu í Norðurhjáleigu, sem nú dvelur á hjúkrunarheimilinu að Kirkju- bæjarklaustri. Sú ferð var ánægjuleg og eftirminnileg. Auk þess að eiga dýrmæta stund með Dísu og fjölskyldu hennar, var tíminn notaður til að rifja upp liðna tíð og spjalla um líðandi stund. Dísa lifir nú ein, systkini sín og er missir hennar mikill. Nú á sumardög- um hittumst við Lóa ásamt nokkrum fleirum á fundi um tækifæri byggða, verkefni sem nú er unnið að fyrir Vestfirði. Áhugi fyrir velferð byggðar og mannlífs við okkar kæra Djúp var ávallt til staðar og í sam- starfi við sínar kæru samferða- konur og sveitunga og alla fé- laga í kvenfélaginu Sunnu hefur þátttaka í verkefnum til velferð- ar öðrum alltaf verið í farar- broddi. Elskulega frænka mín, þín verður sárt saknað, við töldum okkur eiga inni tíma en ráðum ekki för. Eftirlifandi eiginmaður Lóu er síra Baldur Vilhelmsson, sem nú dvelur á hjúkrunar- heimilinu Grund í Reykjavík. Kæru frændsystkin; Evlalía, Hallfríður, Þorvaldur, Ragn- heiður,Guðbrandur og Stefán, og fjölskyldur, færi ykkur sam- úðarkveðjur við móðurmissi og þér, kæra Dísa mín, hugheilar samúðarkveður við fráfall þinn- ar elskulegrar systur. Ragnheiður Hákonardóttir. Ólafía Salvarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.