Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 30. júlí telst stofn- dagur Íslenskrar mál- nefndar en þann dag fyrir 50 árum undirrit- aði menntamálaráð- herra, Gylfi Þ. Gísla- son, eftirfarandi bréf: „Með vísun til bréfs orðabókarnefndar Há- skólans, dags. 17. marz 1962, er nefndinni hér með tjáð, að ráðuneytið hefur ákveðið að setja á stofn mál- nefnd.“ Orðabókarnefndin var í raun yfir- stjórn Orðabókar Háskólans sem sett var á laggirnar 1946. Henni var með fé á fjárlögum falið að sjá um út- gáfu nýyrða 1952. Talsvert verk var að halda utan um nýyrðastarfið og útgáfu nýyrðasafna og þar kom að ný nefnd varð til 1962, svokölluð Ný- yrðanefnd. Fyrir nefndinni fór Hall- dór Halldórsson prófessor. Mikið var leitað til nefndarinnar um val á nýj- um orðum og myndun þeirra en ekki síður um almennar leiðbeiningar um vandað íslenskt mál. Nýyrðanefndin sendi mennta- málaráðuneytinu bréf 17. mars 1962 sem það vitnar í hér að framan. Í því komu fram tillögur að stofnun Ís- lenskrar málnefndar og að þeim verkefnum sem nefndin skyldi ann- ast. Af svari ráðuneytisins sést að það féllst á tillögurnar og Íslensk málnefnd var stofnuð. 1. janúar 1985 tóku gildi lög um Ís- lenska málnefnd. Þar kom m.a. fram að sett yrði á laggirnar Íslensk mál- stöð sem rekin skyldi af Íslenskri málnefnd og Háskóla Íslands í sam- einingu. Reglugerð um Íslenska mál- nefnd og Íslenska málstöð var sett í menntamálaráðuneytinu í mars 1987. Þar kom fram að Málstöðin væri skrifstofa Íslenskrar málnefndar en hún gat einnig fengist við hagnýtar rann- sóknir í samvinnu við aðra. Hún átti m.a. að kynna sér þróun íðorða- banka erlendis og und- irbúa slíkan banka hér- lendis og annast fræðslustarf fyrir hönd Íslenskrar málnefndar. Sá orðabanki er nú í höndum málrækt- arsviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslensk- um fræðum. Prófessorarnir Halldór Hall- dórsson og Baldur Jónsson tóku saman afmælisrit þegar Málnefndin varð 25 ára og kom það út 1993 undir heitinu „Íslensk málnefnd 1964- 1989“. Áhugasömum er bent á ritið sem lýsir mun ýtarlegar því sem hér var rétt hægt að drepa á. Árið 1989 var lögum um Íslenska málnefnd breytt og öðluðust ný lög gildi 1. janúar 1990. Meginbreytingin fólst í því að fulltrúum í nefndinni var fjölgað í fimmtán og skipaði mennta- málaráðherra í nefndina. Níu þeirra voru tilnefndir af tilgreindum skól- um, stofnunum og félagasamtökum sem tengjast ræktun og meðferð ís- lensks máls og þrír til viðbótar sem ráðherra skyldi velja frá öðrum stofnunum, og átti að minnsta kosti einn þeirra að vera úr hópi íð- orðafólks. Háskólaráð, heim- spekideild Háskóla Íslands og Orða- bók Háskólans skipuðu hver sinn fulltrúa og ráðherra skipaði formann og varaformann úr þeirra hópi. Þess- ir þrír fulltrúar skyldu eiga sæti í stjórn Íslenskrar málnefndar og tveir til viðbótar valdir af Málnefnd- inni sjálfri. Íslensk málstöð var eftir sem áður skrifstofa Íslenskrar mál- nefndar. Árið 2006 varð mikil breyting á Ís- lenskri málnefnd og Íslenskri mál- stöð. Málstöðin var sameinuð fjórum öðrum stofnunum sem tengdust ís- lenskum fræðum og fékk hin nýja stofnun heitið Stofnun Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum. Íslensk málnefnd féll þá undir lög um hina nýju stofnun, en meginþorri verk- efna Íslenskrar málstöðvar fluttist yfir á málræktarsvið hinnar nýju stofnunar. Verkefni Íslenskrar mál- nefndar breyttust umtalsvert. Hin nýju verkefni fólust í því að veita stjórnvöldum ráðgjöf um málefni ís- lenskrar tungu og gera tillögur til menntamálaráðherra um málstefnu, auk þess sem henni var ætlað að álykta árlega um stöðu íslenskrar tungu. Tekið var fram að nefndin gæti átt frumkvæði að ábendingum um það sem vel er gert og það sem betur mætti fara við meðferð ís- lenskrar tungu á opinberum vett- vangi. Að lokum skyldi Málnefndin semja íslenskar ritreglur sem gilda eiga meðal annars um stafsetning- arkennslu í skólum. Málnefndin tók þegar að vinna að þeim verkefnum sem henni voru falin í nýjum lögum. Vinna við að semja tillögur að íslenskri málstefnu hófst fljótlega og fór nokkur tími í að velja þau svið þjóðlífsins sem mest ástæða væri til að kanna. Þau urðu að lokum ellefu. Gögnum var safnað og ellefu málþing voru haldin til þess að hvert svið fengi verðuga umfjöllun. Vel þótti takast til og voru tillögurnar af- hentar menntamálaráðherra og kynntar á degi íslenskrar tungu 2008. Alþingi fjallaði um tillögurnar og 12. mars 2009 samþykkti það op- inbera íslenska málstefnu. Mennta- málaráðuneyti var falið að sjá um að málstefnunni yrði framfylgt og vinn- ur það að því í samvinnu við Íslenska málnefnd. Fjölmargar tillögur um bætta stöðu íslenskrar tungu er að finna í bæklingnum „Íslenska til alls“ þar sem málstefnan er kynnt. Í tengslum við árlegt málræktar- þing Málnefndarinnar hefur ályktun um stöðu íslenskrar tungu verið kynnt. Í hvert sinn hefur það svið verið til umfjöllunar sem Málnefnd- inni hefur þótt mikilvægt að beina augum almennings að. Að mörgu er enn að hyggja en markmið íslenskrar málstefnu er „að tryggja að íslenska verði notuð á öllum sviðum íslensks samfélags“. Íslensk málnefnd 50 ára Eftir Guðrúnu Kvaran » Fjölmargar tillögur um bætta stöðu ís- lenskrar tungu er að finna í bæklingnum „Ís- lenska til alls“ þar sem málstefnan er kynnt. Guðrún Kvaran Höfundur er formaður Íslenskrar málnefndar. - með morgunkaffinu Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift ÁLÞAKRENNUR Viðhaldslitlar Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki, ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar. Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki. Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is HAGBLIKK ehf. Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Margar gerðir af innihurðum Hjá Parka færðu gullfallegar inni- hurðir frá Grauthoff. Mikið úrval, sjón er sögu ríkari! Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.