Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það eru mikil sannindi í því fólgin að illt sé að leggja ást á þá sem enga kann á móti. Nýttu þennan kraft til þess að bæta einkalíf þitt. 20. apríl - 20. maí  Naut Láttu ekki ummæli annarra í þinn garð skemma fyrir þér daginn. Hlutir sem eru spennandi núna, þarfnast eftirfylgni og mik- illar vinnu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það eru oft einföldustu hlutirnir sem veita manni mesta gleði. Gefðu þér líka tíma til að vera með fjölskyldunni og rifja upp gamlar minningar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er ástæðulaust að liggja á skoð- unum sínum, þótt einhverjir hafi uppi efa- semdir um málflutning ykkar. Vilji fólk að þú vitir eitthvað mun það sjá um það sjálft. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú munt líklega heyra frá gömlum kær- asta/gamalli kærustu eða fyrrverandi maka á næstu vikum. Gríptu tækifærið, taktu mál- ið í þínar hendur og fylgdu því fram til sig- urs. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vinnan þín er ánægjuleg því þú nálg- ast hana á mjög yfirvegaðan, léttan og kæru- leysislegan máta. Innibyrgðar tilfinningar eiga til að leita út með slæmum hætti, þegar síst varir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú léttir á þínum eigin áhyggjum ef þú gefur þér tíma til að hjálpa öðrum í neyð. Mundu að það eiga allar fjölskyldur sínar erf- iðu stundir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Af einhverjum ástæðum verður þér lítið úr verki þessa dagana. Fyrsta skrefið er að skipuleggja tíma þinn betur og læra að segja nei. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er ástæða til þess að fagna í dag því þú hefur þrátt fyrir allt komið vel undan vetri. Reyndu að gera ekki of miklar væntingar til annarra. 22. des. - 19. janúar Steingeit Samræður við maka og nána vini eru einstaklega tvísýnar í dag. Gættu að því að láta metnaðinn ekki hlaupa með þig í gönur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Því miður er ekki nóg að gera skyldu sína til að öðlast ást og aðdáun ann- arra. Reyndu bara að orða hlutina þannig að allir skilji þig og hafi gaman að. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er nauðsynlegt að huga að hverju smáatriði ef heildarútkoman á að vera rétt. Hvað sem gerist, gerir þú það besta úr því. Ég rakst á „Söngbók stúdenta,nýja útgáfu,“ þegar ég renndi augunum yfir bókaskápinn. Hún kom út 1934 og fól Stúdentafélag Reykjavíkur Guðmundi Finn- bogasyni að undirbúa útgáfuna, en jafnframt var kosin þriggja manna nefnd honum til fulltingis: Einar Ásmundsson stud. jur., Guðni Jóns- son magister og Tómas Guðmunds- son skáld, svo að vel var vandað til verksins! Þar er að sjálfsögðu Rammi- slagur Stephans G. Stephanssonar, 12 erindi undir hringhendum hætti og verður ekki betur kveðið. Hér eru þrjú fyrstu erindin: Grána kampar græði á gjálpir hampa skörum titra glampar til og frá, tifur skvampa í fjörum Ögra læt mér ægis-lið upp úr sæti malar. Ránardætur dansa við deigum fæti kjalar. Undir bliku beitum þá bát og strikið tökum. Stígum vikivakann á völtum kviku-bökum. Og síðsta erindið: Leggðu barminn alvot að aftanbjarma gljáa. Strjúktu harm úr hjarta-stað hrönn in arma-bláa. Þessi staka Vatnsenda-Rósu hreyfir við öllum Íslendingum: Augun mín og augun þín, ó, þá fögru steina, mitt er þitt og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina. Og þar er Andrés Björnsson. Hann varð úti aðeins 33 ára gam- all, las íslensk fræði við Hafnarhá- skóla, var þingskrifari, blaðamað- ur og ritstjóri í Reykjavík. Fékkst allmikið við leiklist og átti þátt í að semja revíur. – „Andrés kvað aðallega ferskeytlur, sem margar lifa á vörum þjóðarinnar,“ stendur í Íslensku skáldatali Menning- arsjóðs: Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta barnaglingur en verður seinna í höndum hans hvöss sem byssustingur. Gísli Ólafsson á þar eina stöku, sem flestir kunna: Margir forðum ortu óð, yngdu með því geðið. Þá voru kysst, og föðmuð fljóð, fengið staup og kveðið. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Stökur úr Söngbók stúdenta Í klípu „ÉG ER BUNDINN MJÖG VÍÐTÆKUM TRÚNAÐI EFTIR SÍÐASTA STARF.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EF ÞÚ PANTAR CHILI-RÉTTINN ÞARF ÉG AÐ FÁ NAFN OG SÍMANÚMER HJÁ NÁNASTA ÆTTINGJA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... fjölskyldan. MUN VINNA FYRIR MAT. BÍÍÍP BÍÍÍP BÍÍÍP BÍÍÍP BÍÍÍP BÍÍÍP VIÐ GÆTUM SENNILEGA STOKKIÐ YFIR ÞETTA... ... EF VIÐ SNÚUM VIÐ OG TÖKUM LANGT TILHLAUP! ÞAÐ ER EKKI Í BOÐI AÐ SNÚA VIÐ! NÚ ER ALLT Á UPPLEIÐ. ÍMYNDIÐ YKKUR HVAÐ ÁSTANDIÐ VAR SLÆMT FYRIR.Verðskyn Víkverja er greinilegaekki beysið. Hann áttar sig ekki á hvað er dýrt og hvað er ódýrt. Vík- verji gekk fram hjá þremur sjúsk- uðum Bandaríkjamönnum á Skóla- vörðustígnum um helgina og einn þeirra hljóðaði upp fyrir sig þegar hann sá glingur í glugga á 70 dollara. Víkverji bar ekkert skynbragð á verðmæti glingursins, en hugsaði með sér að verðskyn Bandaríkja- mannsins væri með sársaukamörk- um, hann fyndi til þegar honum ofbyði. x x x Víkverji hefur ekkert á móti því aðeyða peningum í mat, drykk, söfn og skemmtanir þegar hann er á ferðalögum, en finnst kostnaður við gistingu full stór útgjaldaliður miðað við annað. x x x Vissulega er unaðslegt að vera ágóðu hóteli, en Víkverji sefur reyndar mestan þann tíma, sem hann dvelur á hótelum þannig að dá- semdirnar fara mikið til fram hjá honum. Á meðan hann er vakandi vill hann skoða sig um á nýjum slóð- um. Ef hann vildi vera inni væri hann heima hjá sér þar sem er rýmra en á flestum hótelher- bergjum. x x x Víkverji veit ekki hvenær gistinger dýr og hvenær ódýr. Hann hefur nú í tvígang heyrt talað um að 12 til 15 þúsund krónur sé gjafverð fyrir gistingu, jafnvel þótt gist sé í gámi. Víkverji þarf greinilega að stilla verðvitundina upp á nýtt. x x x En það er ekki bara dýrt að gista áhótelum. Víkverji heyrði af manni, sem hafði keypt sér fellihýsi dýrum dómum. Svo kom á daginn að hann hafði aldrei tíma til að nota fellihýsið. Hann hafði átt fellihýsið um nokkurt skeið og notað það svo sjaldan að gistinóttin kostaði hann hundrað þúsund krónur. Þá er hag- stæðara að liggja í gámi fyrir 12 þús- und krónur og vera laus við að vera með hann í eftirdragi þegar skipt er um náttstað. víkverji@mbl.is Víkverji Hversu dýrmæt er miskunn þín, ó Guð, mannanna börn leita hælis í skugga vængja þinna. (Sálmarnir 36:8) www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is Bindi og pökkunarlausnir Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna fyrir allan iðnað STÁLBORÐAR Ísfell er með margar gerðir bindivéla fyrir stál- og plastborða. Handbindivélar, hálfsjálvirkar og alsjálfvirkar einnig brettavafningsvélar fyrir plastfilmur. HÁLFSJÁLFVIRK BINDIVÉL SJÁLFVIRK BINDIVÉL HANDBINDIVÉLAR BRETTAVAFNINGS- VÉLAR POLYESTER OG PLAST BORÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.