Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 ndir vopnum kvikmyndagerð. Fyrsta plata Over- kill, Feel the Fire, kom út 1985 en það voru Under the Influence, 1988, og sérstaklega The Years of Decay, 1989, sem komu sveitinni fyrst al- mennilega á kortið. Overkill hefur starfað ötullega allar götur síðan og aldrei meira en þrjú ár liðið milli platna. Manna- breytingar hafa verið tíðar og list- inn yfir fyrrverandi bandingja er einskonar vasaútgáfa af síma- skránni. Þar má meðal annarra finna Dan Spitz, sem lengi var gít- arleikari í Anthrax, en fæst nú við úrsmíði; Bobby Gustafson, gítarleik- ara sem vísað var úr bandinu vegna listræns ágreinings 1990; trymbil- inn Sid Falck og gítarleikara sem einfaldlega kallaði sig Joe. Mögu- lega Jói á bolnum? Auk stofnmeðlimanna Blitz og Verni eiga í dag aðild að Overkill gítarleikararnir Dave Linsk og De- rek „The Skull“ Tailer og trymbill- inn Ron Lipnicki. Hvort White Devil Armory eigi eftir að skipa sér á bekk með bestu plötum Overkill mun tíminn leiða í ljós en Blitz er alltént sáttur: „Nýja platan er blanda af því sem við höfum verið að gera und- anfarin fimm ár,“ segir hann í sam- tali við tímaritið Steppin’ Out. „Þetta er kraftmeiri og dýpri þungarokksplata en sú síðasta. Hvar mun hún enda í fæðukeðjunni? Það veit ég ekki. Eigi að síður hef ég á tilfinningunni að hér sé á ferð- inni safn eftirminnilegra augna- blika.“ » Þegar ég sá svip-inn á DD gerði ég mér grein fyrir því að ég væri í djúpum skít. Overkill 2014 Bobby „Blitz“ Ellsworth og félagar í Overkill hafa starfað í 34 ár. Og eru hvergi nærri hættir. svona reynsluboltar úr öllum átt- um,“ segir Þorkell. Hringdans og graðhestarokk Í tilkynningu frá sveitinni má meðal annars lesa að hún spili hring- dans og graðhestarokk. Þorkell hlær við þegar blaðamaður minnist á það. „Þetta er nú oft mjög fjölbreytt flóra af fólki sem við erum að spila fyrir. Við spilum því einhverja af gömlu dönsunum en svo reynum við bara að spila fjörmikla dansmúsík,“ segir Þorkell en hann kveður alltaf mikið af fólki á Ströndum um versl- unarmannahelgina. „Þarna eru líka alltaf erlendir túr- istar, svo er margt fólk þarna í hús- bílum. Þeim sem eru að fara á Horn- strandirnar er líka siglt þangað frá Norðurfirði, þetta er heilmikil um- ferð. Kvöldið áður er síðan við- burður í Kaffi Norðurfirði sem kall- ast Skrall fyrir ball en þar verður meðal annars trúbador, upplestur og jafnvel einhver myndlistarsýning,“ segir Þorkell og segir um leið að staðurinn sé frábær auk þess sem varðeldur verði tendraður á sunnu- deginum. „Maður er einhvernveginn kom- inn út úr öllu þarna. Þarna er alveg dásamlegt að vera,“ segir hann að lokum. Hljómsveit Sveitin kemur til með að spila í Trékyllisvík um verslunar- mannahelgina í fimmta skiptið en allir eru þeir reyndir tónlistarmenn. „Í Sólstöðulandinu er ég með fleiri ljóð um börn en áður hafa verið í bókum mínum og ástæðan er sennilega sú að barnabörnin mín eru mér mjög náin og hafa áhrif á hugsunina. Ég hef alltaf lært af börnum enda verið umkringd þeim í vinnu hálfa ævina, ef ekki alla,“ segir Ágústína Jónsdóttir, ljóð- skáld og kennari. Nýlega kom út eftir hana bókin Sólstöðuland en um er að ræða hennar sjöundu ljóðabók. Yrkisefni Ágústínu eru fjölbreytt. Má þar nefna ýmis um- hverfis- og náttúrufyrirbæri, til- finningalíf, ástina og mannleg samskipti, auk sólsetursins, sem hún segir draga sig að sér og hreiðra um sig í ljóðunum. Sum ljóðanna geyma einnig hugleið- ingar Ágústínu um tilveruna, sál- ar- og tilfinningalífið. „Tilfinninga- lífið er margslungið en margir gera lítið úr tilfinningum annarra og virða þær ekki sem skyldi. Þeir setjast í dómarasæti og benda ásakandi á alla aðra en sjálfa sig af dómhörku. Jafnvel í sárustu sorg verða til slíkir sjálfskipaðir „dómarar“, tilbúnir að ákveða fyr- ir hinn sorgmædda hvernig honum á að líða eða líður þá stundina. Ég yrki bæði trega- og saknaðarljóð í Sólstöðulandinu. Það er mannlegt að sakna og syrgja,“ segir Ágúst- ína og bætir því við að hún treysti ljóðaunnendum til að lesa á milli línanna í ljóðum sínum. „Ljóðið væri ekki ljóð án hughrifa og sterkra kennda. Ég á þá við allan tilfinningaskalann en ástin fær mikið rými. Ástin er kjarninn í líf- inu.“ Útgefandi Sólstöðulands er Vor- flauta en bókinni verður dreift í verslanir á næstu dögum. gith@mbl.is „Ástin er kjarninn í lífinu“ Skáld Ágústína Jónsdóttir. Miðvikudagstilboð – á völdum einnota og margnota borðbúnaði Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Verslun RV er opin virka daga kl. 8 – 18 og laugardaga kl. 10 – 14 Komdu í verslun RVog sjáðu glæsilegtúrval af einnota ogmargnota borðbúnaði íflottum sumarlitum Di sk ar Se rv íe ttu r G lö s Hn ífa pö r Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar "Ég hló svo mikið að ég skammaðist mín”!" -Guardian ÍSL. TAL "Þú sérð ekki fyndnari mynd í sumar!" -T.V., Biovefurinn.is L L 12 12 14 14 NIKULÁS LITLI Sýnd kl. 3:55 - 5:50 - 8 HERCULES Sýnd kl. 8 - 10:10 (P) SEX TAPE Sýnd kl. 8 - 10:10 PLANET OF THE APES 3D Sýnd kl. 10:10 22 JUMP STREET Sýnd kl. 5 AÐ TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 5 Þau gerðu myndband sem þau vilja alls ekki að þú sjáir CAMERON DIAZ JASON SEGEL DWAYNE JOHNSON A BRETT RATNER FILM DISCOVER THE TRUTH BEHIND THE LEGEND POWERSÝNINGKL. 10:10 í 3D -New York Daily News ★ ★ ★ ★ ★

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.