Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 3 0. J Ú L Í 2 0 1 4 Stofnað 1913  177. tölublað  102. árgangur  HALDA STÓRTÓN- LEIKA Í HÖRPU Á AFMÆLINU UPPLIFUN SEM FÆST EKKI KEYPT LEIKNISMENN NÁLGAST ÓÐUM EFSTU DEILDINA ERLENDIR SJÁLFBOÐALIÐAR 10 NÚ EÐA ALDREI ÍÞRÓTTIRHJÁLMAR TÍU ÁRA 30 Morgunblaðið/Golli Drón Tæki svipuð þessu hafa verið á sveimi á Þingvöllum í sumar.  Heimsóknum ferðamanna í þjóð- garðinn í Þingvöllum hefur fjölgað um 25% í sumar og stefnir í að yfir 600 þúsund ferðamenn komi í þjóð- garðinn. Með öllum þeim sem aka í gegn fer fjöldinn vel yfir milljón. Þjóðgarðsvörður glímir ekki aðeins við fjölgun ferðamanna heldur hef- ur einnig borið á kvörtunum yfir umferð flygilda um svæðið, eða svo- nefndra dróna sem ferðamenn setja á loft með fjarstýringu. Eru jafnvel dæmi um að drón hafi verið sett á loft þegar þjóðhöfðingi kom að Lögbergi. Öryggisvörðum í fylgd- arliði hans hafi ekki staðið á sama. „Allt í einu stökk ferðamaður til og hóf drón á loft sem flaug yfir hausa- mótunum á okkar gestum. Það fór skjálfti um menn,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður um þetta atvik. bjb@mbl.is »4 Drón á flugi yfir þjóðhöfðingjum á Þingvöllum Afgangur í fyrra » Atvinnuleysistryggingasjóð- ur var rekinn með tæplega 2,8 milljarða króna halla árið 2012. » Sjóðurinn var rekinn með milljarðs kr. afgangi í fyrra, þá dró um 23% úr bótagreiðslum. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Atvinnuleysistryggingasjóður greiddi í fyrra út um 23% lægri bæt- ur en á árinu 2012 og nam tekju- afgangur af rekstri sjóðsins 1.055 milljónum króna, samkvæmt upplýs- ingum frá Vinnumálastofnun. Sjóðurinn var rekinn með 2.765 milljóna króna halla á árinu 2012. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra segir að ásetningur stjórn- valda standi til lækkunar trygginga- gjalds, en í ár lækkar framlag félaga innan SA um 0,1%, árið 2015 um 0,1% og sömuleiðis um 0,1% árið 2016. Bjarni segir að árið 2016 hafi tryggingagjaldið þannig verið lækk- að um fjóra milljarða króna. Skoðað verði hvort mun lægri greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði í fyrra gefi tilefni til enn frekari lækkunar á tryggingagjaldinu. „Það er gleðiefni að það dragi úr atvinnuleysisbóta- greiðslum vegna minna atvinnuleys- is,“ segir Bjarni. Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri SA, kveðst telja að SA eigi inni 1,5% lækkun á almenna tryggingagjaldinu, auk hugsanlegs svigrúms til lækkunar á atvinnuleys- istryggingagjaldinu. »12 Milljarður í afgang í fyrra  Tryggingagjald á að lækka um 4 milljarða á árunum 2014 til 2016  Samtök atvinnulífsins telja enn frekara svigrúm vera til staðar til lækkunar á gjaldinu Teikning/Út Inni arkitektar Mikil breyting Svona mun nýtt fjölbýlishús á Frakkastíg 8 líta út, skv. hönnun sem er í vinnslu. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Stefnt er að því að hefja uppbyggingu á svo- nefndum Frakkastígsreit í miðborg Reykjavíkur í haust. Félagið Blómaþing stendur að fram- kvæmdinni og herma heimildir Morgunblaðsins að kostnaðurinn sé 3-4 milljarðar króna. Að sögn Baldurs Ó. Svavarssonar, arkitekts hjá Út Inni arkitektum, sem hannar allar byggingar á reitnum, er gert ráð fyrir 65-66 íbúðum á reitnum. Bílakjallari verður undir hluta lóðarinnar. Nokkrar byggingar munu víkja vegna fram- kvæmdanna, m.a. Hverfisgata 58 og Frakkastígur 8. Síðarnefnda byggingin er áberandi í miðborg- inni, en þar er m.a. krá og skemmtistaður. Þar mun rísa fjölbýlishús með tugum íbúða. Nýtt hús verður byggt sem mun hafa húsnúm- erið Laugavegur 41. Þá kemur nýtt hús á horni Laugavegs og Frakkastígs. Á baklóð fyrirhugaðs fjölbýlishúss á Frakkastíg 8 verður byggt 8 íbúða fjölbýlishús. Nýju húsin munu vera í stíl við eldri byggð á svæðinu. Uppbyggingin skiptist í þrjá áfanga og stendur yfir 2014-2017. Sá fyrsti hefst í haust. Byggðar verða 23 íbúðir í fyrsta áfanga og er áformað að þær fari í sölu um haustið 2015. Listaháskóli átti að rísa Skipulagið á Frakkastígsreitnum hefur breyst mikið frá því að efnt var til hönnunarsamkeppni um nýjar höfuðstöðvar Listaháskóla Íslands. Þar átti að rísa stórhýsi og voru vonir bundnar við að nýr skóli yrði opnaður 2011. »14-15 Uppbygging við Frakkastíg hefst  Áformað að hefja framkvæmdir í haust  65-66 íbúðir byggðar á reitnum Þessir ungu piltar höfðu klætt sig upp á og þrömmuðu eins og herforingjar um götur borg- arinnar í gær, líklega í leit að ævintýrum. Sólargeislarnir sem léku við höfuðborgarbúa í gær drógu marga út úr húsum og mikið mannlíf var í bænum. Hiti í Reykjavík náði 15 gráðum. Glampandi sól og galdrakarlar á ferðinni Morgunblaðið/Styrmir Kári Harry Potter og Gandálfur ásamt vini á röltinu í borginni  Sannkölluð Miðjarðarhafs- stemning hefur verið á Húsavík í júlímánuði. Ís- lenskir ferða- menn hafa sótt þangað í sólina og mannlífið er eftir því. Veit- ingamenn hafa dregið borð og stóla út á stéttir og palla. Meðalhit- inn í júlí, að deginum, er rúm 15 stig en hitinn hefur farið tíu sinnum yfir 20 stig. »9 Sólarlandastemning á Húsavík í sumar Húsavík Ferða- menn fjölmenna.  Fjárfestinga- félagið Eyrir In- vest tapaði um 19,2 milljónum evra, jafnvirði 2,97 milljarða króna, á síðasta ári. Tap Eyris á síðustu tveimur árum nemur sam- tals ríflega fimm milljörðum. Lykileignir Eyris eru 29,3% hlut- ur í Marel og 17% eignarhlutur í hollensku fyrirtækjunum Fokker Technologies og Stork Technical Services. »16 Fjárfestingafélagið Eyrir tapaði 3 millj- örðum á árinu 2013 Þórður Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.