Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 6
SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Við erum vægast sagt orðin lang- þreytt á þessu ástandi. Ofaníburður í veginum er mjög lélegur og verður ein steypudrulla ef hann er heflaður í bleytu eins og gert var. Í þessu ástandi er vegurinn beinlínis hættu- legur og ógnar öryggi íbúanna,“ segir Margrét Jónsdóttir á Syðra-Velli í Flóahreppi um ástand malarvega í sveitinni. Nefnir hún þar helst Ham- arsveg og Vorsabæjarveg en hún seg- ist hafa verið búin að fá nóg og vakið athygli á þessu á Facebook-síðu sinni, þar sem meðfylgjandi myndir voru birtar. „Hamarsvegurinn var heflaður í þarsíðustu viku og var aðeins skárri á eftir. Síðan var hann aftur heflaður fyrir helgina og þá í rigningu. Eftir það varð hann nánast óökufær. Hann hefur aðeins þornað núna en er ennþá mjög holóttur. Holurnar eru það þétt- ar að það er ekki smuga að sneiða framhjá þeim,“ segir hún. Hún segir þetta ekki endilega spurningu um að fá bundið slitlag eða malbik heldur aðallega að skipta um ofaníburð. Bendir hún á að engar hol- ur hafi komið á vegaköflum kringum ræsi sem sett voru upp við Gerðalæk og Hamarsflóð. „Fljúgum ekki yfir vegina“ „Þetta er í rauninni ekki fólki bjóð- andi. Byggðin við þessa vegi hefur verið að þéttast, hér er skólaakstur allan veturinn og umferð mjólkurbíla og vinnuvéla, fyrir utan umferð fólks- bíla og jeppa en fólk þarf að sjálf- sögðu að komast til sinnar vinnu,“ segir hún en margir íbúar vinna m.a. á Selfossi og þurfa jafnvel oft á dag að fara um vegina, t.d. hjúkrunarkona sem þarf að sækja vinnu á Selfossi og stundum á bakvöktum. „Og þegar þeir koma og hefla þá er stundum heilu köflunum sleppt. Ekki fljúgum við yfir þá kafla,“ segir Mar- grét. Hún á sæti í sveitarstjórn Flóa- hrepps og hún segir ástand veganna verða tekið þar fyrir. Hreppsnefndin þurfi að halda áfram að beita Vega- gerðina og stjórnmálamenn þrýstingi um að fá aukið fjármagn og bæta veg- ina. Fá kvartanir reglulega Svanur G. Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi, segir mikla rigningatíð í sumar hafa farið illa með malarvegi í umdæminu, ekki bara í Flóahreppi heldur víðast hvar. Hann segist hafa fullan skilning á umkvörtunum íbúa á þessu svæði. Svanur segir Vegagerðina hafa vissu fjármagni úr að spila í viðhald vega og reynt sé að gera þetta eins vel og mögulegt er. Vegagerðin fái reglulega kvartanir yfir þessum veg- um, hvort sem er bleyta eða þurrkur. „Vegagerðin er með einn veghefil til taks en annars köllum við til verktaka til að hjálpa okkur. Við segjum til um það hvenær á að hefla,“ segir hann. Að sögn Svans myndi það kosta á bilinu 20-30 milljónir króna að skipta um efni í Hamarsvegi. Sækja þyrfti nýtt efni um langan veg, að öllum lík- indum alla leiðina í Ingólfsfjall. „Við höfum þessa fjármuni ekki á lausu, og það yrði enn dýrara að leggja þarna bundið slitlag eða mal- bik.“ Svanur bendir á að enn sé tölu- vert af malarvegum í sveitum á Suð- urlandi. Búið sé að byggja upp nokkra vegi en almennt sé lítið um að þessir vegir komist á samgönguáætl- un hjá stjórnvöldum, aðallega séu það stofnbrautir. Svanur segir Vegagerðina geta sótt í sjóð sem ætlað er að fjármagna lagfæringar á tengivegum með ódýr- um hætti. Hins vegar falli t.d. Ham- arsvegur ekki undir þá flokkun og þyrfti fyrst að ráðast í nokkrar fram- kvæmdir við færslu á skurðum og girðingum. „Þetta er í raun ekki fólki bjóðandi“  Íbúar í Flóahreppi langþreyttir á ástandi malarvega í sveitinni  Holóttir og drullublautir vegir  Ógnar öryggi íbúanna  Vegagerðin hefur fullan skilning á kvörtunum íbúa  Fjármagn skortir Ljósmynd/Margrét Jónsdóttir Steypa Hamarsvegur var ein steypudrulla eftir síðustu heflun. Ljósmynd/Margrét Jónsdóttir Bleyta Vorsabæjarvegur er æði holóttur eins og sjá má eftir rigningatíðina. Margrét Jónsdóttir Svanur G. Bjarnason 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Miklu meira, en bara ódýrt frá 795 Hjólkoppar 12” 13” 14” 15” 16” Sonax vörur í úrvali á frábæru verði 12V fjöltengi m/USB Straumbreytar 12V í 230V, margar gerðir 4.995 Bílabónvél Hjólastandur fyrir bíl frá 4.995 8.995 Loftdæla 12V 35L Avo mælar frá 1.695 Viðgerðarkollur, hækkanlegur 7.999 Tjaldstæðatengi 1.995 Jeppa/fólksbíla tjakkur 2,25T lyftihæð 52 cm 19.995 Farangurs- teygjur mikið úrval Yfirbreiðslur m/kósum yfir 20 gerðir frá 2x3M til 15x20M frá 595 Strekkibönd frá 495 Ljósabretti á kerrur 6.995 Hleðslutæki fyrir Iphone 5 + flesta hina 985 Verðmætaskápar frá 6.895 Vatnsbrúsar 10L/20L Vasaljós og luktir í stórkostlegu úrvali frá 295 Hið óstýriláta veðurfar sem einkennt hefur suðvesturhorn landsins síðustu vikur hefur haft áhrif á hvalveiðarnar að mati veiðimanna. Gunnlaugur F. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Hvalstöðvarinnar í Hvalfirði, segir að leiðindatíð hafi ríkt í sumar en þar hafa 58 langreyðar komið á land. Að sögn Þorsteins Óla Þorbergs- sonar, skipstjóra hjá IP dreifingu sem gerir út frá Hafnarfirði, hafa hrefnu- veiðar gengið sæmilega. „Veiðin hef- ur gengið þokkalega og við erum komnir með 19 dýr það sem af er sumri.“ Hann segir að veðrið setji strik í reikning hrefnuveiðimanna. „Það ræðst mikið af veðrinu hvern- ig veiðin gengur. Það koma dagar þar sem veðrið er að hrjá okkur og núna er til að mynda ekki útlit fyrir að við getum veitt fyrr en á föstudaginn,“ segir Þorsteinn. Aðspurður hvernig veiðin sé í sam- anburði við síðustu ár segir Þorsteinn að nú hafi heldur færri dýr verið veidd en vanalega. „Veiðiheimildir gera ráð fyrir 216 dýrum en því væri aldrei náð nema fleiri bátar væru gerðir út. Við erum að veiða í kringum 30 til 50 dýr á hverju ári. Til að svara eftirspurn þyrftum við hins vegar að veiða rúm- lega 70 dýr á ári,“ segir Þorsteinn. Hann segir nokkra vinnu vera að hafa við hrefnuveiðarnar. „Við erum fjórir sem stundum veiðarnar og svo eru í kringum tíu manns í kjötvinnsl- unni. Það fækkar þó alltaf eftir versl- unarmannahelgi því þá fer grilltíminn að verða búinn.“ Kjötið eins ferskt og hægt er Aðspurður segir Þorsteinn að hrefnukjötið sé eins ferskt og það get- ur orðið þegar það kemur í hillur verslana. „Við höfum komið að morgni með vel kælt kjöt og það er svo komið í matvöruverslanir eftir há- degi.“ sh@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Veðrið hefur áhrif á hvalveiðarnar  Færri hrefnur veiddar en í fyrra Margrét Jónsdóttir bendir á að fyrir um 12 árum hafi efni verið borið í Hamarsveginn sem þoli ekki mikla bleytu. Um sé að ræða einhvers konar blöndu af möl, muldu móbergi og mold. „Þegar vegurinn er heflaður í bleytu þá verður hann bara fljótandi,“ segir Margrét og telur ástand Vorsabæjarvegar vera litlu skárra. Sömuleiðis séu fleiri vegir holóttir og leiðinlegir, eins og Súluholtsvegur, Ölvisholtsvegur og Kolsholtsvegur. Svanur G. Bjarnason hjá Vegagerðinni á Selfossi segir mistök hafa ver- ið gerð í síðustu viku með að hefla í þetta mikilli bleytu. Efnið í Hamars- veginum sé viðkvæmt og þoli illa svo mikla vætu sem verið hefur. Vegagerðin viðurkennir mistök HAMARSVEGUR VIÐKVÆMUR OG ÞOLIR ILLA BLEYTU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.