Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 11
Ljósmynd/SEEDS
Hvalstöð Um aldamótin 1900 reistu Norðmenn hvalveiðistöð á Suðureyri í Tálknafirði. Það var því góður hvalreki
fyrir Tálknfirðinga þegar sjálfboðaliðar SEEDS tóku saman höndum og unnu að endurbyggingu hvalstöðvarinnar.
liðarnir þátt í verkefnum í tengslum
við nokkrar hátíðir. Þær hátíðir sem
sjálfboðaliðarnir tóku þátt í voru til
dæmis Fiskidagurinn mikli, Írskir
dagar og Eistnaflug í Neskaupstað.
Á sviði félagsmála hafa sjálf-
boðaliðar SEEDS meðal annars að-
stoðað Rauða krossinn við fjáröflun á
aðventunni. Þá tóku hópar frá
SEEDS þátt í hreinsunarstarfi eftir
eldgosið í Eyjafjallajökli. SEEDS
hafa einnig unnið í ýmsum umhverf-
isverkefnum, t.d. í samstarfi við
Skógræktarfélag Íslands og Um-
hverfisstofnun en einnig við smærri
stofnanir og samtök.
Gestgjafinn sér um hópinn
Þegar sjálfboðaliðar á vegum
SEEDS eru fengnir í verkefni er
málum háttað á þann veg að sam-
starfsaðilinn, eða gestgjafinn eins og
hann er einnig kallaður, útvegar fæði,
húsnæði og einhverja afþreyingu fyr-
ir sjálfboðaliðana yfir þann tíma sem
verkefnið tekur. Hópurinn annast yf-
irleitt sjálfur matreiðslu og svefn-
aðstaðan er oftast svefnpokapláss að
sögn Oscars.
„Sjálfboðaliðarnir vinna sex til
átta klukkustundir á dag, fimm daga
vikunnar, og fyrir hópnum fer ávallt
hópstjóri frá SEEDS,“ segir Oscar.
Hann segir verkefnin eiga að
fela í sér eitthvert fræðslu- eða
menntunargildi til að tryggja
að sjálfboðaliðarnir öðlist
nýja reynslu og þekkingu.
„Verkefnin skulu vera til
framdráttar fyrir sam-
félagið og að sjálf-
boðaliðunum séu ekki
falin störf sem alla
jafna væri greitt fyr-
ir,“ segir Oscar.
SEEDS sjá um
alla umsýslu, trygg-
ingar og koma sjálf-
boðaliðunum alla
jafna til og frá
áfangastað.
Ljósmynd/SEEDS
Vöfflubakstur Sjálfboðaliðar á vegum SEEDS buðu gestum og gangandi á
Menningarnótt í miðbæ Reykjavíkurborgar upp á ókeypis vöfflur.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014
Fjölskyldan verður í fyrirrúmi á
útihátíðinni á Úlfljótsvatni um versl-
unarmannahelgina. Á hátíðarhöld-
unum verður ævintýralegur útivist-
arbragur og í boði verður meðal
annars bogfimi, bátar, klifurturn,
vatnasafarí, hoppkastalar, folf
(frisbígolf), varðeldar og skáta-
smiðjur af ýmsu tagi. Hægt verður
að festa kaup á sérstökum dagskrár-
armböndum sem gilda alla helgina.
Þau kosta 2.000 kr. fyrir alla helgina
en einnig er hægt að kaupa sig inn á
einstaka dagskrárliði.
Bananaleikur fyrir þau yngstu
Á tjaldsvæðinu verður alveg sér-
stakur leikur fyrir þau yngstu, svo-
kallaður bananaleikur. Þar verða
krakkarnir hvattir til að leysa hin
ýmsu verkefni eins og til dæmis að
teikna mynd af Úlfljótsvatni, búa til
blómvönd, spreyta sig í þrautabraut
eða hjálpa til við kvöldmatinn. Þegar
þau hafa lokið 12 af 16 mögulegum
verkefnum fá þau litla gjöf og ban-
ana í sérstöku bananahúsi.
Fjölskyldutjaldsvæði
„Við viljum taka það sérstaklega
fram að Úlfljótsvatn er fjöl-
skyldutjaldsvæði hugsað fyrir fjöl-
skyldufólk og hér er kyrrð á svæðinu
frá miðnætti,“ segir Guðmundur
Finnbogason hjá Útilífsmiðstöð
skáta. Rétt er að geta þess að ölvun
er ekki leyfð á svæðinu en sjálfsagt
þykir að fólk fái sér vínglas eða öl-
kollu með kvöldmatnum.
Eins og fram kemur í tilkynningu
frá Útilífsmiðstöð skátanna hefur
aðstaðan á Úlfljótsvatni byggst upp
á undanförnum árum, bæði afþrey-
ingarsvæðin sem og hreinlæt-
isaðstaða. Tjaldsvæðið er öllum opið
og allir velkomnir.
Ókeypis er fyrir 16 ára og yngri í
fylgd með fullorðnum.
Dagskráin um helgina
Dagskráin á Úlfljótsvatni um versl-
unarmannahelgina verður sem hér
segir:
Fimmtudagur
16-21 Frítt kaffi í þjónustuhúsinu á
meðan fólk er að koma sér fyrir
Föstudagur
16-17 Myndapóstaleikur um svæð-
ið
16-23:30 Frítt kaffi í þjónustuhús-
inu á meðan fólk er að koma sér fyr-
ir
Laugardagur
10-12 Hoppkastalar
11-12 Myndapóstaleikur
11-12 Bogfimi
13-15 Bátaleiga
14-15 Folf-kennsla
15-16 Barnavarðeldur
16-18 Skátasmiðja (efniskostn-
aður ekki innifalinn í dagskrárgjaldi)
16-17 Poppað á opnum eldi
17-18 Þrautabraut
17-18 Turn
14-17 Vöfflusala í Gilwell-skálanum
21-22 Varðeldur að skátasið
Sunnudagur
10-12 Hoppkastalar
10-12 Hnútakennsla
13-15 Bátaleiga
14-17 Vöfflusala í Gilwell-skálanum
14-16 Skátasmiðja (efniskostn-
aður ekki innifalinn í dagskrárgjaldi)
15-16 Vatnasafarí
16-18 Turn
21-22 Varðeldur að skátasið
Mánudagur
10-12 Hoppkastalar
10-12 Bogfimi
13-15 Bátaleiga
Verði fyrir gistingu á tjaldsvæði er
stillt í hóf og gista börn 16 ára og
yngri ókeypis. Auk þess er ókeypis
fyrir þau í barnaleikinn yfir versl-
unarmannahelgina. Fullorðnir greiða
1.200 kr. fyrir gistingu fyrstu nóttina
á tjaldsvæðinu, önnur nótt kostar
1.000 kr. og allar nætur eftir það
900 kr., ef allt er greitt í einu við
komu á svæðið. Mögulegt er að fá
tengingu við rafmagn og kostar það
1.000 kr. hver nótt.
Fjölskylduhelgi á Úlfljótsvatni um verslunarmannahelgina
Mark! Bogfimi nýtur alla jafna mikilla vinsælda á meðal þeirra sem heim-
sækja Úlfljótsvatn. Gestir helgarinnar geta spreytt sig á sportinu.
Bogfimi, bátar og bananaleikur
Útivera Boðið verður upp á sigl-
ingar á Úlfljótsvatni um helgina.
Á heimasíðu SEEDS, www.seeds.is, má finna fjölda bréfa frá ein-
staklingum sem hafa tekið þátt í sjálfboðaverkefnum á vegum samtak-
anna. Fólk frá ýmsum löndum fer þar hlýjum orðum um reynslu sína af
sjálfboðaliðastarfinu. Hér fyrir neðan má finna eitt þeirra og eru flest
bréfin í þessum dúr.
Kæra SEEDS.
Þegar ég skrifa þetta átta ég mig á því hvað orðið SEEDS felur í sér. Af
minni reynslu og eftir að hafa talað við aðra sjálfboðaliða lítur út fyrir
að þú hafir komið einhverju sérstöku fyrir innra með okkur öllum!
Ég veit ekki hvernig ég á að koma því í orð, heillandi kannski, for-
vitni, töfrar … takk kærlega fyrir að veita mér tækifæri til að vera
partur af þessu mikla ævintýri, fyrir fólkið sem ég hitti og á margar
frábærar minningar um.
Haltu áfram að veita öðrum innblástur.
Daniel frá Þýskalandi.
„Takk kærlega fyrir tækifærið“
FJÖLDI BRÉFA HEFUR BORIST SEEDS FRÁ SJÁLFBOÐALIÐUM
Oscar
Uscategui