Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 Hörður Ægisson hordur@mbl.is Fjárfestingafélagið Eyrir Invest tap- aði um 19,2 milljónum evra, jafnvirði 2,97 milljarða króna, á síðasta ári og jókst tap félagsins um tæplega fimm milljónir evra frá fyrra ári. Tap Eyris á síðustu tveimur árum nemur því samtals ríflega fimm milljörðum króna. Þetta kemur fram í uppgjöri Eyris fyrir árið 2013. Þrátt fyrir tapreksturinn er eigin- fjárhlutfall félagsins 51% og nemur eigið fé 168,9 milljónum evra. Kjölfestueignir Eyris eru 29,3% hlutur í Marel og 17% eignarhlutur í hollensku fyrirtækjunum Fokker Technologies og Stork Technical Services. Að auki fjárfestir Eyrir í sprotafyrirtækjum og styður þá til vaxtar í gegnum fjárfestingafélagið Eyrir sprotar. Tap Eyris á síðasta ári má einkum rekja til þess að virðismat félagsins London Acquisition Luxco, eignar- haldsfélag sem heldur utan um hluti Eyris í Fokker og Stork, var fært nið- ur um 19,1 milljón evra. Var það var- úðarráðstöfun þar sem afkoma Stork á fyrstu sex mánuðum ársins var und- ir áætlunum. Rekstur Fokker gekk hins vegar betur á árinu 2013. Hagn- aður nam 10,9 milljónum evra og jókst um 6%. Tekjur stóðu aftur á móti í stað. Verðbréfaeignir Eyris námu 327 milljónum evra í árslok 2013 og lækk- uðu um 38 milljónir evra á síðasta ári. Á árinu seldi Eyrir 3,8% hlut í Marel. Eignarhlutur Eyris í Marel er verð- mætasta eign félagsins – bókfærð á 180 milljónir evra í lok síðasta árs – en hlutabréf fyrirtækisins hafa lækkað mikið í verði síðustu misseri. Það sem af er þessu ári hefur gengi bréfa Mar- el lækkað um ríflega 20%. Stærstu hluthafar Eyris eru Landsbankinn (23,2%), Þórður Magnússon (20%), Árni Oddur Þórð- arson (17,3%) og Lífeyrissjóður versl- unarmanna (10%). Breytingar urðu á yfirstjórn félagsins sl. vetur þegar Árni Oddur settist í forstjórastól Marel og hætti sem forstjóri Eyris. Stjórnarformaður Eyris er Þórður, faðir Árna Odds, sem stofnaði með honum félagið árið 2000. Þann 14. mars sl. tilkynnti Eyrir að félagið hefði náð samkomulagi um endurfjármögnun við innlenda fjár- málastofnun. Með samkomulaginu tókst Eyri að tryggja sér fulla fjár- mögnun á öllum fjárhagslegum skuldbindingum næstu misseri. Eyrir Invest tapar 3 milljörðum króna  Verðbréfaeignir lækkuðu um 38 milljónir evra á árinu 2013 Eyrir Invest Lykileignir félagsins eru 29% hlutur í Marel og 17% eignar- hlutur í Fokker Technologies og Stork Technical Services. Fjárfestingafélag » Tap á starfsemi Eyris In- vest á síðasta ári nam 19,2 milljónum evra. » Félagið er meðal annars stærsti einstaki hluthafi Marels með 29,3% hlut. » Stærstu hluthafar Eyris Invest eru Landsbankinn, feðgarnir Árni Oddur Þórð- arson og Þórður Magnússon og Lífeyrissjóður versl- unarmanna. Neytendastofa telur að fram- setning saman- burðarauglýs- inga Gagnaveitu Reykjavíkur á Ljósleiðara fyrirtækisins og Ljósneti Símans ásamt tilboði til neytenda, um hæga tengingu með Ljósneti Símans, hafi verið „ósanngjörn,“ haft áhrif á viðskipti og „kastað rýrð“ á vörumerki Sím- ans. Því séu auglýsingarnar brot á lögum um eftirlit með viðskiptahátt- um og markaðssetningu. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir: „Ákvörðun Neytendastofu er í sam- ræmi við væntingar okkar enda fannst okkur blasa við að auglýsing- arnar væru ólöglegar þegar þær birtust. Það eru mikil vonbrigði að fyrirtæki í opinberri eigu ástundi slík vinnubrögð.“ Síminn kvartaði yfir auglýsingum sem Gagnaveitan, dótturfélag OR, birti og sýndi samanburð á Ljósneti Símans og Ljósleiðarapakka Voda- fone en síðarnefnda varan nýtir ljós- leiðara Gagnaveitunnar. Taldi Sím- inn auglýsingarnar hafa með „vísvitandi“ og „ófyrirleitnum hætti“ kastað rýrð á þjónustu Sím- ans. „Þannig séu með myndrænum hætti birtar myndir af bíldruslu í tengslum við vöruheitið Ljósnet en glæsibifreið í tengslum við vöruheit- ið Ljósleiðarann. Jafnframt sé birt mynd af fasteign með skeifulaga munnsvip þegar Ljósnet Símans eigi í hlut en brosandi þegar Ljósleið- arinn eigi hlut, augljóslega til að skapa hughrif hjá neytandanum.“ Gagna- veitan braut lög  Síminn kvartaði yfir auglýsingum Síminn í Ármúla. Finnur Reyr Stefánsson, annar af eigendum fjárfestingafélagsins Siglu ehf., er nýr stjórnarformaður Straums fjárfestingabanka. Kosin var ný stjórn Straums á hluthafa- fundi bankans sem fór fram sl. föstu- dag í kjölfar þess að tilkynnt var þann 22. júlí að hópur fjárfesta hefði gengið frá kaupum á hlut eignaum- sýslufélagsins ALMC í Straumi. Morgunblaðið hafði áður greint frá áformum fjárfestahópsins að eignast meirihluta í bankanum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Finnur Reyr tekur sæti í stjórn Straums en hann var einnig í stjórn bankans á árunum 2011 til 2013. Aðrir sem voru kosnir í stjórn Straums eru Ármann Fr. Ármanns- son, Gunnar Þór Gíslason, Grímur Alfreð Garðarsson og Kristín Guð- mundsdóttir. Eftir kaupin eru um 35,3% af hlutafé bankans í eigu starfsmanna Straums, þar af 9,5% hlutur í eigu Jakobs Ásmundssonar, forstjóra bankans, og 64,7% í eigu fjögurra fé- laga sem fara öll með 16,175% eign- arhlut hvert. Þau eru Sigla ehf., Ingimundur hf., Varða Capital ehf. og Eignarhaldsfélagið Mata hf. Þeir fjárfestar sem eru í forsvari fyrir félögin eru viðskiptafélagarnir Tómas Kristjánsson og Finnur Reyr Stefánsson fyrir Siglu, feðgarnir Ár- mann Ármannsson og Ármann Fr. Ármannsson fyrir Ingimund og Grímur Garðarsson og Jónas Hagan fyrir Varða Capital. Guðný, Eggert, Halldór og Gunnar Gíslabörn standa á bak við eignarhaldsfélagið Mata. Á árinu 2013 var hagnaður af reglulegri starfsemi Straums 415 milljónir króna, sem samsvarar arð- semi eigin fjár upp á 35%. Eigið fé bankans var tæplega tveir milljarðar í árslok 2013 og eiginfjárhlutfall bankans 35%. hordur@mbl.is Finnur stjórnar- formaður Straums  Ný stjórn eftir kaup á hlut ALMC Straumur Finnur Reyr var kosinn stjórnarformaður á hluthafafundi. ● Hagnaður Deutsche Bank dróst sam- an um 29% á öðrum ársfjórðungi mið- að við sama tímabil í fyrra. Hagnaður bankans nam 237 milljónum evra (37 milljörðum króna) og var langt undir væntingum markaðsaðila. Matsfyrir- tækið Moody’s lækkaði lánshæfis- einkunn bankans úr A2 í A3 og sagði að „mótstraumur í tekjum og gjöldum“ myndi verða dragbítur á afkomu Deutsche Bank fram eftir árinu 2015. Moody’s lækkar eink- unn Deutsche Bank ● Bandarísk dag- blöð fækkuðu stöðugildum um 1.300 á síðasta ári, en síðasta áratug- inn hefur verið stöðug fækkun í stéttinni. Í dag vinna 36.700 manns í fullu starfi á 1.400 dagblöðum vestanhafs. Þetta kemur fram í könnun sem sam- tök ritstjóra og stofnun um félags- fræðirannsóknir gerði. Blaðamenn voru flestir í Bandaríkj- unum árið 1990, eða 56.900 talsins. Ár- ið 2000 voru þeir 56.400, en síðan hefur leiðin legið niður á við. Frá 2007 hefur blaðamönnum fækkað á hverju ári. Blaðamönnum fækkar Bandarísk dagblöð fækka starfsfólki. Stuttar fréttir…                                     ! "!! "!# $ !$!$  % #" ! %$ &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 %!# %# " "!%# $%"% !  !  # $ # % % "!# ""# $%$ !$  "!  !$ !# %#$ "!!! Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á duxiana.com Hryggjarstykkið í góðum nætursvefni D U X® ,D U XI A N A® an d Pa sc al ® ar e re gi st er ed tr ad em ar ks ow ne d by D U X D es ig n A B 20 12 . Stuðningur við hrygginn er grundvallaratriði fyrir góðum nætursvefni. DUX rúmið með sýnu einstaka fjaðrakerfi styður hann svo sannarlega. DUXIANA Reykjavik, Ármuli 10, 568 9950 SUMARTILBOÐ 12 -17% Afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.