Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 211. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Of snemmt að gefa út dánarvottorð 2. Bilun talin orsök slyssins 3. Andlát: Símon Hallsson 4. Blæs á fréttaflutning DV »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Blúsveisla verður á Café Rosen- berg við Klapparstíg í Reykjavík föstudagskvöldið 1. ágúst. Flytjandi kvöldsins verður hljómsveit sem ber hið frumlega nafn Gorelick en hún leikur blús- og fönktónlist. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Hjörtur Stephensen gítarleikari, Bergþór Smári, sem syngur og leikur á gítar, Helge Haahr trommuleikari og Valdimar Olgeirs- son bassaleikari. Á efnisskrá eru blússtandardar í bland við eigið efni hljómsveitarinnar en fjörið hefst kl. 22. Blús í byrjun versl- unarmannahelgar  Myndlistarsýning Joris Rademaker verður opnuð í myndlistarsal SÍM, Hafnarstræti 16, föstudaginn 1. ágúst kl. 16-18. Joris er hollenskur en hefur verið búsettur hérlendis í 20 ár. Á sýn- ingunni eru mestmegnis þrívíddarverk unnin á síðasta áratug en Joris safnar ýmsum efnum og hlutum, sem hann setur saman á óvæntan hátt. Hvert verk er táknrænt fyrir einhverja tilfinningu eða ástand sem vekur spurningar um mannlega til- veru. Þetta er fjórða sýning listamannsins en hún er opin alla virka daga frá kl. 10-16 og stendur til 22. ágúst. Vekur spurningar um tilveruna Á fimmtudag Norðlæg átt, 5-10 m/s. Súld norðaustanlands og úti við norðvesturströndina, rigning sunnantil, en annars bjart með köflum. Hiti 6 til 10 stig norðaustantil, en annars 10 til 16 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt, 2-13 m/s, skýjað með köflum eða bjartviðri vestanlands, en skúrir um landið austanvert. Hiti 8 til 13 stig fyrir norðan, en 10 til 19 stig sunnanlands. VEÐUR Stjarnan heldur enn átta stiga forskoti á Breiðablik í toppbaráttu Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu. Stjarnan burstaði ÍBV, 4:0, þar sem Harpa Þorsteins- dóttir skoraði þrennu. Breiðablik vann Fylki, 4:0, Þór/KA lagði Selfoss, 2:1, Valur vann Aftureldingu, 2:1, og ÍA og FH skildu jöfn, 3:3. Fjallað er um leikina í íþróttablaði Morgunblaðs- ins í dag. »2-3 Stjarnan heldur 8 stiga forskoti Ellefu leikmenn gáfu ekki kost á sér í komandi verkefni með körfuboltalandsliðinu sem er að búa sig undir undan- keppni EM í næsta mánuði. „Að sjálfsögðu vonbrigði,“ sagði Hannes S. Jónsson, for- maður KKÍ, í samtali við Morgunblaðið, en 12 manna hópur heldur til Lúxemborgar í dag. »1 Vonbrigði hve margir gáfu ekki kost á sér Reglulega snúa gamlar goðsagnir aftur í ensku úrvalsdeildina og ganga til liðs við sín gömlu lið, nú síðast Di- dier Drogba til Chelsea. Í Morgun- blaðinu í dag er farið yfir helstu end- urkomur stjarnanna í deildinni síðustu ár. Skemmir fyrir að snúa aft- ur á fornar slóðir undir lok ferilsins, eða geta menn bara treyst á forna frægð? »2,3 Drogba kominn í hóp með Henry og Fowler ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað á Ísafirði er rekinn veitingastaður í einu elsta húsi bæjarins. Stað- urinn er opinn á sumrin og um páska en að sögn Magnúsar Haukssonar, matargerðarmanns í Tjöruhúsinu, er meira en nóg að gera á staðnum. „Það er háanna- tími núna og þetta fór ágætlega af stað þegar við opnuðum í vor. Það er búið að vera betra veður en í fyrra og ég held að það sé helsta skýringin á meiri umferð hjá okk- ur miðað við árið í fyrra,“ segir Magnús. Margir af viðskiptavinum Magn- úsar eru erlendir ferðamenn en hann fær þó einnig til sín Íslend- inga. „Það kemur fólk til okkar alls staðar að úr heiminum. Við njótum m.a. góðs af skemmti- ferðaskipunum sem koma hingað en heimamenn og brottfluttir Ís- firðingar eru alltaf duglegir að heimsækja okkur. Svo er ég með góðan hóp af fastakúnnum sem koma til mín og fá sér gjarnan steinbít, þorsk eða hlýra,“ segir Magnús. Staðurinn sérhæfir sig í réttum úr sjávarfangi af svæðinu en þar er fiskur borinn fram í hádeginu og á kvöldin. „Við erum með nokkuð fjölbreyttan matseðil sem fólk getur valið úr. Í hádeginu er maturinn ódýrari en á kvöldin er- um við með hlaðborð. Þá geta menn borðað eins mikið og þeir vilja,“ segir Magnús. Langaði í matreiðslunám Magnús hefur verið viðloða veit- ingabransann undanfarinn áratug en hann er þó ekki lærður mat- reiðslumaður. „Ég er áhugamaður um matreiðslu og hef verið það lengi. Þegar ég var ungur maður var matreiðslunám hins vegar ekki beint í tísku en mig langaði alltaf að vinna við þetta. Ég hef mikið verið í kringum fisk og vann sem kokkur á sjó og byrjaði svo upp frá því að fikra mig áfram í veit- ingabransanum,“ segir Magnús. Magnús lítur framtíðina í veit- ingarekstri björtum augum en hann rekur staðinn ásamt eig- inkonu sinni, Ragnheiði Halldórs- dóttur, og börnum. Þau heita Haukur S. Magnússon, Salóme Katrín Magnúsdóttir og Guð- mundur Björgvin Magnússon. „Þetta er mikil keyrsla í stuttan tíma en þetta er árstíðabundinn veitingastaður svo hann lognast alltaf út af á haustin. Við erum reyndar alltaf með staðinn í leigu svo við getum opnað hvenær sem er ef óskað er eftir því,“ segir Magnús. Árstíðabundinn veitingastaður  Rekur veit- ingastað í einu elsta húsi bæjarins Ljósmynd/Ágúst Atlason Tjöruhúsið Staðurinn sérhæfir sig í réttum úr sjávarfangi af svæðinu en þar er fiskur borinn fram í hádeginu og á kvöldin. Húsið var reist árið 1781 sem vörugeymsluhús, gert úr stokkum á tímum Konungsverslunarinnar síðari. Tjöruhúsið var reist árið 1781 sem vörugeymsluhús og gert úr stokkum á tímum Konungsverslunarinnar síð- ari. Húsið er byggt í svipuðum stíl og Turnhúsið á Vestfjörðum en þau eru misstór. Húsið er ekki einangrað og því er erfitt að reka veitingstað þar á veturna en veggirnir eru hlaðnir úr þykk- um, láréttum stokkum á hæð. Gróp eða nót er á samliggjandi hliðum plankanna og laus fjöður þar í sem skorðar þá saman. Á hornum eru trén felld saman hálft í hálft og ná endar þeirra út fyrir veggfletina. Að nokkru leyti minnir þessi húsagerð á hefðbundin stokkahús eins og þau tíðkuðust í Skandinavíu. Þó hafa þau augljós sérkenni sem talin eru benda til þess að þau séu hugsuð og smíðuð af dönskum smiðum. Enginn rekstur á veturna MINNIR Á HEFÐBUNDIN SKANDINAVÍSK STOKKAHÚS Tjöruhúsið er eitt elsta hús bæjarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.