Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 31
AF SVIÐSLISTUM
Guðrún Ingibjörg Þorgeirsd.
gith@mbl.is
Lengi hef ég haft gaman af þvíað sækja leikhús. Þó verð égað viðurkenna að þær leik-
sýningar sem ég hef hingað til sótt
teljast líklega fremur hefðbundnar.
Þá á ég vitaskuld ekki við að nokk-
uð slæmt þurfi að fylgja því hefð-
bundna – þvert á móti, sjálf er ég
fastheldin á hefðir, gamlar venjur
og hið „hefðbundna“ – en þegar
einungis er horft á hið hefðbundna
verður varla hjá því komist að horft
sé framhjá hinu óhefðbundna. Ég
hef því saknað þess um nokkurt
skeið í leikhúsferðum mínum að
vera komið á óvart. Úr þessu var
bætt síðastliðið sunnudagskvöld er
ég sótti einleikinn Landsliðið á línu
í Tjarnarbíói.
Nýútskrifaður leikari
Verkið er bæði skrifað og leik-
ið af Arnari Dan, en Arnar útskrif-
aðist frá leiklistardeild Listahá-
skóla Íslands vorið 2013. Þrátt fyrir
að vera tiltölulega nýútskrifaður,
hefur Arnar þegar öðlast nokkra
reynslu í sviðslistum. Hann lék í
Borgarleikhúsinu leikárið 2013-
2014 og fór þar með hlutverk í
Furðulegu háttarlagi hunds um
nótt, Jeppa á fjalli og Refnum. Arn-
ar leikur einnig í kvikmyndinni
Austur sem væntanleg er nú í haust
en auk þessa hefur Arnar lagt
stund á tónlistarnám við Tónlistar-
skóla Hafnarfjarðar og sál-
fræðinám við Háskóla Íslands.
Verkið Landsliðið á línu er sem
fyrr sagði einleikur. Ekki get ég
sagt að ég hafi mikla reynslu af
áhorfi slíkra verka en hitt er annað
mál, að ég hrífst ákaflega af hug-
myndinni um þetta listform. Ég
ræddi stuttlega við félaga minn um
þetta form sviðslistar og þótti hann
komast vel að orði: „Það er magnað
að öll sýningin skuli byggjast á
hæfileikum einnar manneskju til að
tengjast áhorfendum.“
Snjallsími til lýsingar?
Þegar inn í sal Tjarnarbíós var
komið blasti við leikmynd verksins
Nýr einleikur ekki fyrir lofthrædda
Morgunblaðið/Ómar
Nýstárlegt Sviðsmynd einleiksins Landsliðið á línu er nýstárleg en þjónaði verkinu vel.
en hönnuður hennar er Sigríður
Soffía Hafliðadóttir. Sérlega þótti
mér leikmyndin vel heppnuð en hún
samanstóð af vörubrettum úr tré,
líkt og oft sjást niðri við höfn eða
þar sem vinnandi menn eru á ferð.
Brettunum hafði verið staflað upp
og var staflinn hæstur fjærst áhorf-
endum en lægstur næst þeim. Arn-
ar stóð þannig líkt og inni í her-
bergi, umkringdur uppstöfluðum
vörubrettum. Brettin nýtti hann
óspart í verkinu og tókst það vel
enda fjallar verkið um ungan mann
sem fer á sjó í fyrsta sinn. Líkt og
þeir vita sem til þekkja, er slík
vinna ekki létt og sýndi Arnar
reglulega fram á það í verkinu þeg-
ar hann reif brettin á loft hvert á
fætur öðru og henti þeim til. Þann-
ig endurskapaði hann sviðið með
reglulegu millibili og gat m.a. búið
sér til skipskoju úr brettunum. Ein-
föld sviðsmynd en virkaði vel.
Lýsing í verkinu var að mestu
góð, oft var kastljósi beint að
Arnari en aðrir hlutar sviðsins
hafðir myrkari. Sjálfsagt er að
minnast á að búinn var til grænn
bjarmi af „EXIT“-skilti á einkar
skemmtilegan hátt þegar aðal-
persóna leikritsins lá í koju sinni
eina nóttina. Ég gat þá ekki betur
séð en að Arnar legði snjallsíma
með grænum, upplýstum skjá á
milli vörubretta, með þeim árangri
að neongræn birta lagðist yfir
„koju“ hans. Ef raunin er sú að sími
hafi verið notaður, þá þykir mér
það skemmtileg notkun á nútíma-
tækni.
Tónlist og leikur stigu dans
Þótt verk Arnars sé vissulega
einleikur, þá var hann síður en svo
einn á sviðinu en þar var með hon-
um Bára Gísladóttir kontrabassa-
leikari. Bára útskrifaðist úr tón-
smíðadeild Listaháskóla Íslands
vorið 2013 og leikur með Ungsveit
Sinfóníuhljómsveitar Íslands og
sveitinni Orphic Oxtra en stefnir á
mastersnám í tónsmíðum í Mílanó í
haust. Þáttur Báru bætti miklu við
verkið en tónlistin sem hún lék var
frumsamin. Sérlega þótti mér gam-
an að fylgjast með orðalausum sam-
skiptum Arnars og Báru á sviðinu
en þau voru mest áberandi í byrjun
verksins. Gaman hefði verið að
gera meira úr samspili listamann-
anna, því augnagotur þeirra og
bros léðu verkinu skemmtilegan
blæ og gerðu það að verkum að ég
fékk á tilfinninguna að ég væri að
horfa á spunaverk, ekki fyrirfram
æft leikrit. Tónlist Báru átti vel við
leik Arnars og sveiflaðist yfirleitt í
sama takti og hann – þegar drama-
tíkin í leiknum jókst, gerði hún það
sömuleiðis í tónlistinni. Dans Arn-
ars og Báru var því vel stiginn.
Öll áhöfnin á sviði
Söguþráður verksins fjallaði
sem áður sagði um ungan mann
sem fer í fyrsta sinn til sjós. Hann
kynnist þar skipverjum sem eru
skrautlegir og misvingjarnlegir í
hans garð en leggur sig fram við
vinnu sína í von um að ávinna sér
virðingu félaga sinna. Oft á tíðum
gengur honum erfiðlega að fóta sig
á sjónum, hann er þreyttur, ein-
mana og óvanur vinnunni. Einnig
grunar hann að félagar hans hafi
óhreint mjöl í pokahorninu og hef-
ur áhyggjur af því að verða sam-
sekur, komist upp um þá. Húmor er
í verkinu, ekki síst þegar ungi mað-
urinn uppgötvar allt sem hann ekki
kann. Leikur Arnars var oftast til
fyrirmyndar en varð stöku sinnum
stirður og hljómaði þá líkt og
ofæfður. Þetta hindraði þó ekki
góða túlkun Arnars á karakter sín-
um og stundum fannst mér ég sjá
þess merki að hann hefði lagt stund
á sálfræði. Skilningur á mannlegu
eðli einkenndi bæði texta og túlkun
Arnars. Bestur þótti mér leikurinn
þegar aðalpersóna verksins hermdi
eftir skipsfélögum sínum. Raunar
var það svo vel gert, að ég gleymdi
því fljótlega að um einleik væri að
ræða – það var sem öll áhöfnin
stæði á sviði.
Vel er hægt að mæla með
Landsliðinu á línu eftir Arnar Dan
en tvær sýningar eru eftir, dagana
8. og 10. ágúst næstkomandi. Ég
vara þó við snöggum endi verksins:
Hann er ekki fyrir lofthrædda.
»Raunar var þaðsvo vel gert, að ég
gleymdi því fljótlega að
um einleik væri að ræða
– það var sem öll áhöfn-
in stæði á sviði.
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014
Hvern ætlar þú að gleðja í dag
báðum plötunum en það er meira
um brotna takta á þeirri nýju auk
þess sem hún er mun hægari og
skítugri ef svo má að orði komast,“
segir hann en Skynvera er vænt-
anleg í kringum tónlistarhátíðina
Airwaves sem haldin er í haust.
„Ég mun leggja mikið upp úr tón-
leikum þeirrar hátíðar. Svo mun ég í
framhaldi af því byrja að bóka eitt-
hvað erlendis. Ég hef farið fjórum
sinnum út í tónleikaferðalag á mjög
stuttum tíma og ég hef náttúrlega
tekið eftir því að markaðurinn þar
er miklu stærri. Það er meðal ann-
ars ástæðan fyrir því að ég ákvað að
fara út í það að gera vínylplötu. Ef
ég er með slíkt undir höndum þá get
ég gefið miklu meira af mér. Planið
er síðan að leggja land undir fót oft-
ar á næsta ári,“ segir Árni Grétar.
„Ég hef upp á síðkastið ferðast
um landið með forlaginu Möller Re-
cords og ég kem til með að spila á
Bravó á fimmtudagskvöldið ásamt
Árni² sem ég er einnig hluti af. Við
munum líka spila á Höfnum á
sunnudaginn, það verða úti-
tónleikar. Síðan er lokahóf á Möller
Records-ferðalaginu 9. ágúst í Bæj-
arbíói í Hafnarfirði. Forlagið Möller
Records er í raun sjálfshjálp-
arforlag þar sem listamenn koma
allir að sínum útgáfum sjálfir. For-
lagið er eins og regnhlíf yfir lista-
mennina. Þar eru því í raun ekki
neinir beinharðir peningar til þess
að setja á laggirnar vínylútgáfu eða
þess háttar, þess vegna er ég til
dæmis að biðja um hjálp í gegnum
Karolina Fund,“ segir Árni Grétar,
einnig þekktur sem Futuregrapher,
Árni² og forsprakki Möller Records,
að lokum.
Haustplata Raftónlistarmaðurinn Futuregrapher hyggst gefa út plötuna
Skynvera í haust. Söfnun fyrir henni er hafin á Karolina Fund.