Morgunblaðið - 16.08.2014, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2014
Ingileif Friðriksdóttir
if@mbl.is
„Ef þessi mál eru í verulegu ólagi
þarf borgin að gera eitthvað í því.
Það er engin spurning í mínum
huga,“ segir Hjálmar Sveinsson,
formaður umhverfis- og skipulags-
ráðs Reykjavíkurborgar, spurður
um málefni almenningssalerna í
miðborginni. Hann segir málið ekki
hafa komið inn á borð ráðsins en
engu að síður þurfi að bæta úr
þessum málum sé aðstaðan ekki
góð. „Þessi aðstaða þarf að vera í
lagi fyrir alla.“
Rætt eftir helgi
Greint var frá því í Morgun-
blaðinu á fimmtudag að skortur á
almenningssalernum í miðborg
Reykjavíkur væri orðinn verulegt
vandamál fyrir rekstraraðila kaffi-
húsa og veitingastaða, en stríður
straumur fólks leitar inn á staðina
til þess eins að nota salernis-
aðstöðu. Jakob Frímann Magnús-
son miðborgarstjóri sagði brýnt að
bregðast við ástandinu.
Hjálmar segist munu hitta
forsvarsmenn félagasamtakanna
Miðborgin okkar á mánudag og þar
muni hann ræða þessi mál. Starfs-
hópur skoðaði málefni almennings-
salerna í Reykjavík árið 2006 og
skilaði skýrslu og tillögum til úr-
bóta, sem enn er unnið eftir.
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
Salerni Sjö sjálfvirk almennings-
salerni eru í miðbænum. Starfs-
hópur lagði til að endurbyggt yrði
almenningssalerni í Bankastræti.
Hyggjast skoða mál
almenningssalerna
„Þessi aðstaða þarf að vera í lagi“
Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is
Skólavörur í úrvali
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Úthaldsdögum á rannsóknaskipum Hafrann-
sóknastofnunar fækkar úr rúmlega 320 dög-
um í fyrra í innan við 200 daga á þessu ári.
Ráðstöfunarfé stofnunarinnar lækkaði um ná-
lægt 300 milljónir króna á milli ára, eða um
10%, að sögn Jóhanns Sigurjónssonar for-
stjóra. „Forgangsröðin er orðin þröng en við
höfum reynt að laga okkur að þessum erfiðu
aðstæðum í rekstrinum
eins og við höfum getað.
Við höfum þurft að ganga á
kjarnastarfsemina og erum
í raun komin inn að beini,“
segir Jóhann.
Fjölmörg verkefni hafa
verið felld niður og önnur
sameinuð. Jóhann nefnir að
leiðangur til fjölgeisla-
mælinga hafi verið felldur
niður, en honum hafði verið
frestað í fyrra um eitt ár.
Ekki var farið í kjörhæfnisrannsóknir á
veiðarfærum og einn ársfjórðungslegur leið-
angur til sjómælinga við landið var felldur
niður, en því verkefni hefur verið sinnt í yfir
20 ár.
Lítið svigrúm eftir
Ekki er útlit fyrir að farið verði í loðnuleið-
angur í lok næsta mánaðar, eins og greint var
frá í blaðinu í gær. Útgerð í Grundarfirði
hljóp undir bagga með skip til að fara í
rækjuleiðangur fyrir Norðurlandi og sjávar-
útvegsráðuneytið veitti heimild til að greiða
fyrir leigu á skipum til að sinna haustralli
með aflaheimildum, eins og greint er frá hér
til hliðar.
„Við höfum allt árið og reyndar nokkur
síðastliðin ár vakið athygli á þeim vanda sem
stefndi í,“ segir Jóhann. „Allt sem við fellum
niður getur haft fjárhagsleg áhrif á útveginn
með lægra aflamarki eða meiri áhættu.
Það er afleitt að fella niður loðnuleiðangur í
haust, en í byrjun árs lá fyrir hversu mörgum
dögum á árinu yrði varið í loðnuúthaldið.
Mjög lítið svigrúm er eftir af því nú seinni
hluta ársins en við eigum eftir að ræða þetta
betur við fjárveitingarvaldið, ráðuneytið og
atvinnugreinina.
Dapurleg staða fyrir fiskveiðiþjóð
Það er mjög alvarlegt að geta ekki sinnt
þessu og dapurleg staða fyrir fiskveiðiþjóð að
geta ekki staðið betur að hafrannsóknum. Það
er grundvallaratriði að þekkingin sé til staðar
til að geta fullnýtt þá fiskistofna sem eru við
landið. Þannig hafa loðnustofninn og flestir
fiskistofnar við landið verið fullnýttir um
áratugaskeið á grundvelli góðrar vitneskju.
Þetta er mjög varhugaverð staða og þá ekki
síst í ljósi þeirra miklu sviptinga í vistkerfinu
og breytinga sem eru að verða á Íslandsmið-
um. Það er slæmt að þurfa að draga svo mjög
saman seglin á slíkum tímum,“ segir Jóhann.
Mörg verkefni felld niður
Allt sem við fellum niður getur haft fjárhagsleg áhrif á útveginn með lægra
aflamarki eða meiri áhættu, segir forstjórinn Mikil fækkun úthaldsdaga
Ljósmynd/Börkur Kjartansson
Í ólgusjó Loðnuleiðangur í fyrrahaust skilaði miklum upplýsingum en er ekki á áætlun í haust.
„Þetta er auðvitað grafalvarleg staða sem
Hafrannsóknastofnun hefur verið í,“ segir Sig-
urður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra
spurður hvort ráðuneytið muni hlutast til um
að stofnunin geti sinnt loðnuleiðangri í haust.
„Þetta er ekki ný staða heldur hafa í þó nokk-
uð mörg ár bæst við verkefni án þess að fjár-
framlög hafi fylgt. Svo hefur stofnunin eins og
aðrar stofnanir staðið frammi fyrir tals-
verðum niðurskurði.
Ég hef beitt mér eins og mögulegt er í fjár-
lagagerð næsta árs til að reyna að tryggja eins
mikla fjármuni til starfseminnar og hægt er.
Ráðuneytið hefur ekki yfir neinum sjóðum að
ráða til að grípa í og fjárveitingarvaldið er ekki
á hendi framkvæmdarvaldsins.Við verðum að
vísa til fjárlaganefndar og
Alþingis, hvort menn séu
tilbúnir að bæta enn frek-
ar við það sem þegar hef-
ur náðst til þess að bæta
stöðu Hafrannsókna-
stofnunar á milli ára.
Hvort það kæmi til greina í
fjáraukalögum eða eitt-
hvað slíkt.
Í þessu sitja allir við
þetta borð að hafa ekki úr
nægum fjármunum að spila og þurfa að halda
sig innan fjárheimilda þannig að við náum
markmiðum okkar um hallausan ríkisrekstur,“
sagði Sigurður Ingi.
Grafalvarleg staða
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA UM VANDA HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Jóhann
Sigurjónsson
Rækjuskipið Sigurborg SH-12 frá Grundar-
firði er nú við rannsóknir á úthafsrækju fyrir
Norðurlandi. Útgerð Sigurborgar, Soffanías
Cecilsson hf, bauð skipið til þessa verkefnis
þegar ljóst varð að Hafrannsóknastofnun
myndi ekki geta sinnt því í ár vegna fjárskorts.
Auk áhafnar skipsins er starfsfólk Hafrann-
sóknastofnunar um borð undir leiðangurs-
stjórn Ingibjargar Jónsdóttur fiskifræðings.
Reiknað er með 15 daga leiðangri og kemur
aflinn í hlut útgerðarinnar, en samráð var haft
við aðrar rækjuútgerðir við undirbúning verk-
efnisins.
Rækjuveiðar fyrir Norðurlandi hafa verið
heldur tregar lengst af fiskveiðiárinu. Í gær
var ársaflinn orðinn rúmlega þrjú þúsund tonn
og höfðu Sóley Sigurjóns GK, Sigurborg SH,
Múlaberg SI, Brimnes RE og Berglín GK kom-
ið með mestan afla að landi.
Hafrannsóknastofnun auglýsti í sumar eftir
skipum í árlegt haustrall stofnunarinnar.
Þessa dagana er verið að ganga frá samn-
ingum um leigu á tveimur skipum í verkefnið
og verður greiðslan ekki í krónum heldur í
heimild til að veiða tiltekinn fjölda tonna. Svip-
að fyrirkomulag hefur verið viðhaft að hluta í
netaralli og haustralli.
Öðru skipinu lagt næsta ár
Í vikunni hélt rannsóknaskipið Bjarni Sæ-
mundsson í árstíðabundnar mælingar í hafinu
við landið þar sem hitastig, selta og fleiri þætt-
ir eru kannaðir. Í haust verður einnig farið í
síldarleiðangur á Bjarna Sæmundssyni. Hins
vegar er útlit fyrir að Árni Friðriksson verði
bundinn við bryggju það sem eftir er ársins, en
skipið er nýkomið úr makrílleiðangri.
Fyrirhugað var að leggja Bjarna um mitt ár,
en þar sem hann er minni var talið hagkvæm-
ara að nota hann í þau verkefni sem eru á áætl-
un það sem eftir er árs. Ef fram fer sem horfir
á næsta ári varðandi fjárveitingar verður öðru
skipinu lagt allt næsta ár. aij@mbl.is
AFP
Lögðu fram
skip til rann-
sókna á rækju
Greitt fyrir haustrallið
með aflaheimildum