Morgunblaðið - 16.08.2014, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2014
HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 SÍMI 5 200 200 · GAP.IS
ALLT AÐ
50%
AFSLÁTTUR
Benedikt Jóhannesson skrifar á heimur.is um mannlýsingar og segirað á tímum ljósmynda og myndbanda sé hæfileikinn til mannlýs-inga að hverfa. Hann tekur dæmi úr bókum Kristleifs Þorsteins-sonar (1861-1952), Úr byggðum Borgarfjarðar. Jón Sigurðsson
„var mannúðarmaður, ríkur af góðvild, en fátækur að fé. Vann hann af miklu
kappi, en minni forsjá, gaf sér litla hvíld og bar þó lítið úr býtum. … Hann
var meðalmaður á vöxt, kvikur og knálegur, fölleitur og grannleitur, næstum
skegglaus. Ekki var hann greindur, en vel fór hann með sínar litlu gáfur.“
Hér eru andstæður áberandi. Og ef lesendur vantar dæmi um ýkjur þá er
það hér: „Og svo munnstór er hún, að þar á hún engan sinn líka, því að standi
maður fyrir aftan hana, má sjá þaðan í bæði munnvik hennar.“
Uppnefni hvers kyns eru á undanhaldi sem betur fer. Meinlaus viðurnefni
eins og skjálfti og stormur heyrast þó enn um þekkta og góða menn – og ein-
stöku sinnum er gripið til gamalla nafngifta yfir stjórnmálamenn nútímans
(t.d. Skalla-Grímur; þar er
ekki leiðum að líkjast).
Í bókinni Krosshólshlátur
stendur á bls. 171 um góðan
Svarfdæling: „Á yngri árum
var hann auknefndur „Kalli
rauði“ vegna háralitar síns
en seinna „Kalli nine-
fingers“ eftir að hann missti fingur í vinnuslysi.“ Ef lesendur vilja skemmti-
legt og ábyrgðarlaust lesefni kringum göngur og réttir bendi ég þeim á að
lesa Krosshólshlátur.
Gaman er að líta á gömul auknefni. „Eyvindur hani hét maður göfugur,“
segir í Landnámu. Frændur hans í Eyjafirði gáfu honum land og bjó hann í
Hanatúni. Þá tók ekki betra við því eftir það var hann kallaður Túnhani.
Í Landnámu stendur að Hanatún sé nú kallað Marbæli (nú týnt nafn í
Eyjafirði en þekkist m.a. í Skagafirði). Bent hefur verið á að Marbæli hafi
ekkert með býli við sjó (mar) að gera. Þetta merkir margbýli, þ.e. bær þar
sem mörg hús eru og margbýlt er. Sömu merkingar er Þykkvibær.
Ég hlustaði á góðan þátt Unu Margrétar Jónsdóttur 18. júní sl. um sr.
Friðrik A. Friðriksson á Húsavík. Mikil himnasending hefur sá maður verið
fyrir Húsvíkinga á fjórða áratug síðustu aldar. Hann orti texta, stjórnaði
kórum og flutti með sér tónlist úr Vesturheimi þar sem hann hafði starfað
sem prestur. Og konan hans (dönsk) lék undir á píanó og orgel.
Mér hafði alltaf misheyrst þegar einn af textum Friðriks var sunginn
(Fram í heiðanna ró). Þar fannst mér alltaf vera sagt: „aldrei heyrist þar
hljóð“, og skildi ekkert í þessu því að það hlaut nú að vera einhver fugla-
söngur þarna framfrá. En: „þar er vistin mér góð/ aldrei heyrist þar hnjóð,“
sagði skáldið.
Tvennt að lokum:
1) „Ég hélt ég gæti ekki gengið aftur,“ sagði konan í blaðaviðtali. Mér
krossbrá og hugsaði: Er kominn draugur á stjá?
2) Og hver er svo fleirtalan af þúsundkall? Svarið er að finna í fyrirsögn
þessa pistils.
Þið sundkallar
Tungutak
Baldur Hafstað
bhafstad@hi.is
Morgunblaðið/Golli
Fyrir viku var fjallað hér á þessum vettvangi umþá spurningu, hvort íslenzka heilbrigðiskerfiðværi hrunið. Spurningin hafði vaknað í hugagreinarhöfundar vegna eigin samskipta við
ýmsar stofnanir heilbrigðisþjónustunnar og vegna frá-
sagna annarra af slíkum samskiptum. Viðbrögð við þeirri
grein hafa verið á þann veg, að líklega er ekki ástæða til
að hafa spurningarmerkið með.
Á ári hverju fá um 400 Íslendingar blóðtappa í heila.
Víða um lönd eru þræðingaraðgerðir í boði til að losa þá
blóðtappa. Á Íslandi er ekki kostur á slíkri aðgerð.
Hvað veldur?
Um 6000 Íslendingar búa við svokallað gáttatif, sem er
hjartsláttaróregla. Sérfróðir segja, að margir þeirra
mundu hafa gagn af þræðingaraðgerð. Landspítalinn get-
ur framkvæmt 70 slíkar aðgerðir á ári.
Hvernig í ósköpunum má þetta vera?
Á hverju ári fá 600-700 manns lyfjameðferð til að verj-
ast blindu vegna hrörnunar í augnbotnum. Hér á landi er
ekki kostur á nýjustu lyfjum í þessu sambandi og ekki að-
staða til að veita lyfjameðferð með þeirri tíðni, sem æski-
legt er að sögn sérfróðs manns. Get-
um við sætt okkur við svona stöðu?
Krabbameinslækningar eru sagð-
ar í kreppu og skurðaðgerðir fram-
kvæmdar án þeirrar tækni, sem eyk-
ur öryggi og gæði verulega.
Hvernig stendur á því að upplýs-
ingar af þessu tagi um stöðu mála hafa ekki komið fram á
opinberum vettvangi, alla vega ekki með þeim hætti að
eftir hafi verið tekið?
Þetta eru alvarleg mál en aðeins hluti af brothættri
heildarmynd. Getur verið að það sé byrjað og hafi jafnvel
tíðkast í einhvern tíma að forgangsraða í heilbrigðiskerf-
inu eftir aldri?
Fyrir ekki löngu var sagt við mann, sem kominn er hátt
á sjötugsaldur og þarf á læknismeðferð að halda vegna til-
tekins krabbameins:
Þú ert heppinn að vera ekki orðinn sjötugur!
Af hverju? spurði sjúklingurinn og vissi ekki hvaðan á
sig stóð veðrið.
Af því að ef þú værir kominn yfir sjötugt fengir þú ekki
nauðsynlega meðferð.
Við fyrstu sýn mætti ætla að þetta hefði verið sagt í
léttum dúr án þess að alvara fylgdi máli. En ekki þarf
langt ferðalag um heilbrigðiskerfið til þess að komast að
raun um að sá læknir, sem viðhafði þessi orð var ekki að
gera að gamni sínu. Hér og þar í heilbrigðiskerfinu er far-
ið að forgangsraða á þann veg, að sjúklingar sem komnir
eru yfir sjötugt sitja á hakanum.
Þetta er ekki almenn regla. Hún á við sums staðar en
ekki annars staðar.
Þetta er ekki ákvörðun, sem tekin hefur verið af þar til
bæru stefnumarkandi yfirvaldi. Þetta er ekki formleg
ákvörðun og kannski verður enginn tilbúinn til þess að
viðurkenna að svona sé þetta.
En þetta er engu að síður veruleiki.
Þetta eru viðbrögð starfsmanna á stöku sviðum í heil-
brigðiskerfinu, sem vita ekki sitt rjúkandi ráð, hvernig
þeir eigi að veita þá þjónustu sem þeim ber en fá ekki pen-
inga til.
Eru einhver siðferðileg rök fyrir því að eldra fólk eigi
ekki að fá sömu læknisþjónustu og yngra fólk? Kannski
mundi einhver hafa tilhneigingu til að segja að út frá
þjóðfélagslegu sjónarmiði eigi að láta þá ganga fyrir,
sem séu á starfhæfum aldri? Hverjir eru það og hverjir
ekki? Er alveg á hreinu að þá línu eigi að draga við sjö-
tugsaldur?
Auðvitað er það fráleitt. Nú á dögum eru það úrelt ald-
ursmörk enda fjöldi fólks vel starfhæfur um sjötugt og
næstu árin á eftir.
Nær væri að fella þessi mörk niður eins og reyndar er
rætt um að gera í Danmörku þessa dagana og lesa mátti
frétt um í Berlingske Tidende sl. miðvikudag.
Í samfélagi nútímans eru ákvarðanir af því tagi að for-
gangsraða í heilbrigðisþjónustunni miðað við aldur ekki
teknar þegjandi og hljóðalaust
og framkvæmdar nánast í skjóli
nætur. Slíkar hugmyndir á að
ræða fyrir opnum tjöldum.
Hvað verður næst? Að þeir fái
aðgerð, sem geti borgað fyrir
hana fullu verði?
Hvað um þá, sem telja sig hafa borgað fyrir slíka þjón-
ustu með skattgreiðslum á undanförnum áratugum?
Reyndar er það ekki bara hin aldraða sveit sem á um
sárt að binda.
Á þessari stundu bíður ung kona eftir aðkallandi að-
gerð en bið hennar verður um 18 mánuðir. Á meðan
versnar það sem hana hrjáir og daglegir verkir aukast.
Dæmi af þessu tagi eru út um allt í okkar litla sam-
félagi.
Það dugar ekki lengur að fela þessa stöðu. Það verða
að fara fram opnar umræður um heilbrigðiskerfið og þá
alvarlegu veikleika, sem komnir eru upp innan þess.
Það er ekki nóg að endurreisa bankakerfið.
Það þarf líka að endurreisa heilbrigðiskerfið.
Það er alveg rétt sem einstaka þingmenn hafa sagt
síðustu daga að forstöðumenn ríkisstofnana eigi að halda
sig innan marka fjárlaga en getur verið að óskhyggja en
ekki raunsæi hafi mótað ákvarðanir þeirra, sem fjárlögin
setja?
Kannski er staða heilbrigðiskerfisins enn eitt dæmið
um það að fulltrúalýðræðið ráði ekki lengur við verkefni
sitt og að þjóðin sjálf eigi að taka ákvarðanir um hvernig
eigi að forgangsraða í ríkisbúskapnum.
Ákvarðanataka um meginmál með þjóðaratkvæða-
greiðslum er að breiðast út í lýðræðisríkjum Vest-
urlanda. Framundan eru á Írlandi á næsta ári 5-6 þjóð-
aratkvæðagreiðslur.
Þetta er ekki gagnrýni á starfsmenn heilbrigðisþjón-
ustunnar á Íslandi. Það er fólk, sem er að vinna erfitt og
oft vanþakklátt verk við erfiðar aðstæður.
Þetta er gagnrýni á þá, sem eiga að standa vörð um
þetta kerfi, kjörna fulltrúa þjóðarinnar.
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, á að
leggja spilin á borðið fyrir þing og þjóð í haust.
Af hverju eru þræðingar-
aðgerðir til að losa um blóð-
tappa ekki í boði á Íslandi?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Er við hæfi að forgangsraða eftir aldri?
Ég flyt fyrirlestur á norrænasagnfræðingaþinginu í Jo-
ensuu í Finnlandi 16. ágúst. Meg-
instef þingsins er krossgötur: Mörk
og mót á norðurslóðum (Crossovers:
Borders and Encounters in the Nor-
dic Space). Þar segi ég á ensku tvær
örlagasögur, sem ég uppgötvaði í
grúski á Þjóðarbókhlöðunni. Voru
þær af gyðingakonu, sem varð Ís-
lendingur, og nasista, sem varð
kommúnisti. Þessar sögur fléttuðust
saman vorið 1958. Þá var sextugs-
afmæli gamla kommúnistaleiðtog-
ans Brynjólfs Bjarnasonar haldið í
Skíðaskálanum í Hveradölum. Þang-
að var að sjálfsögðu boðið aldavini
hans, Hendrik Siemsen Ottóssyni,
ásamt konu sinni, Henny. Hún var
þýskur gyðingur og hafði ásamt syni
sínum og móður flúið til Íslands 1934
undan nasistum. Hér hafði hún
kynnst Hendrik, sem kvæntist henni
svo að hún fengi landvistarleyfi, og
tókust með þeim góðar ástir. Nokkr-
ir aðrir þýskir flóttamenn af gyð-
ingaættum bjuggu þá í Reykjavík.
Hér starfaði einnig deild úr þýska
nasistaflokknum. Einn harðskeytt-
asti nasistinn hét Bruno Kress og
lærði íslenska málfræði. Kærði hann
þýska ræðismanninn í Reykjavík til
nasistaflokksins í Berlín fyrir að
ganga ekki nógu ötullega erinda
Þriðja ríkisins. Ræðismaðurinn tók
þessu illa og lét reka Kress úr
flokknum, en eftir talsvert þref var
hann settur þangað inn aftur með
úrskurði Adolfs Hitlers. Fékk Kress
síðan styrk frá Ahnenerbe eða Arf-
leifðinni, rannsóknarstofnun svart-
stakka Heinrichs Himmlers, SS, til
að semja málfræðibók. Kvæntist
hann íslenskri konu og eignaðist
með henni barn. Þegar Bretar her-
námu Ísland var Kress handtekinn
og sendur á eyna Mön en fór í fanga-
skiptum til Þýskalands 1944. Þar
gekk hann eftir stríð í lið með aust-
urþýskum kommúnistum, skildi við
sína íslensku konu og varð for-
stöðumaður Norrænu stofnunar-
innar í Greifswald. Íslenskir komm-
únistar voru í sambandi við þá
stofnun og þegar Kress kom hingað í
heimsókn 1958 var honum boðið í af-
mæli Brynjólfs. Þegar Henny Ott-
ósson sá þar gamla nasistann, sem
hún kannaðist við frá því fyrir stríð,
brást hún ókvæða við en það upp-
nám var þaggað niður. Ég komst
síðan að því að bróðir Hennyar,
Siegbert Rosenthal, hafði orðið fórn-
arlamb þessarar sömu rannsókn-
arstofnunar SS, Ahnenerbe, í
tengslum við svokallað hauskúpumál
í Natzweiler-fangabúðunum í El-
sass. Myrtu nasistar Rosenthal og
einnig konu hans og ungan son. Árið
1986 andaðist Henny Ottósson og
sama ár varð Bruno Kress heið-
ursdoktor við Háskóla Íslands.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Krossgötur: Mörk og mót