Morgunblaðið - 16.08.2014, Side 25

Morgunblaðið - 16.08.2014, Side 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2014 Kínverjar eru Ólympíu-meistarar í opnum flokkií Tromsö eftir afar sann-færandi frammistöðu frá byrjun til enda. Sigur þeirra kemur ekki á óvart en ýmis gömul vígi voru á fallanda fæti. Þar beinast sjónir manna að Rússum sem ekki hafa unnið gull síðan í Bled 2002 og hefðu kannski mátt koma fram af meiri virðingu við Garrí Kasparov en hann leiddi liðið til sigurs fjórum sinnum frá því í Manila 1992. Kínverjar hlutu 19 stig og 31½ vinning. Í 2. sæti komu Ungverjar og Indverjar náðu 3. sæti. Bæði liðin hlut 17 stig. Íslenska liðið í opna flokknum hafnaði í 39. sæti en stórt tap í síðustu umferð fyrir Egyptum setti okkur niður um 12 sæti. Frammistaða liðsins var þrátt fyrir allt nokkuð góð en lokaúrslitin vissu- lega vonbrigði. Íslenska kvennaliðið hafnaði í 55. sæti í sínum flokki og er sveitin á svipuðum slóðum og í Istanbul fyrir tveimur árum. Í kvennaflokknum sigruðu Rússar örugglega. Það bar til tíðinda rétt áður en lokaumferðin hófst að Judit Polgar lýsti því yfir að hún væri hætt tafl- mennsku. Þá féll það í grýttan jarð- veg hjá mörgum er heimsmeistarinn Magnús Carlsen yfirgaf Tromsö og hélt heim á leið eftir tap í 10. umferð. Við höfum náð að rifja það upp hérna í Tromsö, greinarhöfundur og Jón L. Árnason, liðsstjóri Íslands í opna flokknum, að nú eru 36 ár síðan við tefldum fyrst saman á Ólympíu- móti – í Argentínu 1978. Þeir eru teljandi á fingrum annarrar handar skákmennirnir hér sem sátu að tafli í stúkunni á „Leikvangi minnisvarð- anna“ í Buenos Aires þá en þar hafði fyrr um árið farið fram úrslitaleikur HM í knattspyrnu. Sumir þessara eru liðsstjórar nú, t.d. Zoltan Ribli og Ulf Anderson og svo auðvitað Jón L. Manngangurinn hefur svo sem ekkert breyst en samt finnst okkur eins og skáklistin nái alltaf að end- urnýja sig. Það sem breytist hins- vegar ekki er að menn eru alltaf að leika af sér. Hér hafa gengið um gólf nær allir bestu skákmenn og hrist fram úr erminni afleiki eins og eng- inn væri morgundagurinn. Dæmi: Ol, Tromsö, 5. umferð: Perunovic – Radjabov Radjabov er einn besti skákmaður Azera. Á ferlinum hefur hann unnið Kasparov og hefur lengi verið talinn heimsmeistaraefni. En í þessari stöðu lék hann … 22. … dxe5 ?? ( Þessi leikur er svo slakur að undrum sætir. Hvítur getur leikið 23. Dxf7+ Kxf7 24. Rxe5 og 25. Rxc6 með auðunninni stöðu. Annar sterk- ur leikur er 23. Rxe5 og jafnvel 23. Rh8. Serbinn Perunovic valdi hins- vegar öruggasta leikinn 23. Rxe7+ Hexe7 24. Dxc5 Og með manni yfir vann hann létt í 32. leikjum. Íslenska liðið í opna flokknum hef- ur ekki alltaf verið að finna bestu leikina eins og dæmin sann. Við hefðum unnið Tyrki í næstsíðustu umferð ef Hjörvar Steinn hefði hitt á rétta leikinn í þessari stöðu: 10. umferð: Esen – Hjörvar Hjörvar hafi réttilega fórnað skiptamun og sá fram á að fá tvö peð og gott spil. Esen lék síðast 24. Hc1- c2 en 24. h3 var nauðsynlegt. Hjörv- ar lék lék nú… 24. … Dxh2+?? „Sjáir þú góðan leik sittu þá að- eins lengur á höndunum. Það er kannski einhver betri í boði,“ sagði Ingvar Ásmundsson stundum. Svartur átti 24. … Dxe5! Og hvítur gæti gefist upp, t.d. 25. Hec1 Dxh2+ 26. Kf1 Dh1+ 27. Ke2 He8+ 28. Kd3 Re5+29. Kd2 Dh4 og vinnur létt. Kínverjar ólympíu- meistarar í fyrsta sinn Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Freyjubrunnur 25-27 – nýtt glæsilegt 8 íbúða lyftuhús 80-180 fm íbúðir Stæði í bílageymslu fylgir 7 af 8 íbúðum Góðar suðursvalir á öllum íbúðum Lyfta Glæsileg sameign Endaíbúð á efstu hæð fylgja mjög stórar hellulagðar útsýnissvalir. Íbúðirnar verða sýndar í opnu húsi næstu daga – hafið samband við söluaðila 588 90 90 / eignamidlun.is 569 7000 / miklaborg.is Kynnum nýtt á sölu: Nýjar 2-5 herbergja íbúðir í nýju vönduðu og vel staðsettu lyftuhúsi í Úlfarsár- dal. Íbúðirnar afhendast fullbúnar á vandaðan hátt eða rúmlega tilbúnar til innréttinga. 2ja og 3ja herbergja íbúðir eru afhentar fullbúnar með vönduðum sérsmíðuðum innréttingum og öllum gólfefnum. Innréttingahönnun var í hönd- um Rutar Káradóttur og eru íbúðirnar smekklega innréttaðar með vönduðum flísum, sérhannaðri lýsingu og vönduðum tækjum. Ísskápur og upp- þvottavél fylgir fullbúnum íbúðum. Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013 Dan V. S. Wiium Ólafur Guðmundsson hdl., lögg. fasteignasali. s. 896 4013 sölustjóri s. 896 4090 Seinakur 3, 210 Garðabæ Opið hús í dag á milli kl. 14.00 og 15.00 Falleg og rúmgóð 3ja herb. íbúð á 1. hæð m/sérinngangi og stæði í bílageymslu. Stór verönd í suður. Þvottahús í íbúð. Frábær staðsetning. Laus fljótlega. Verð 41,8 millj. Ahugasamir velkomnir á mill 14.00 og 15.00. Ólafur í s: 896-4090 verður á staðnum. Op ið hú s – með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.