Morgunblaðið - 16.08.2014, Síða 28

Morgunblaðið - 16.08.2014, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2014 ✝ Anna Björns-dóttir fæddist á Siglunesi við Siglufjörð 17. febr- úar 1921. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi þann 8. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Björn Jónsson, útvegs- bóndi á Siglunesi, fæddur á Ytri-Á í Ólafsfirði þann 8. nóvember 1885, dáinn 1949 og kona hans, Sigrún Ásgrímsdóttir, fædd á Dalabæ 27. júní 1893, dáin á Siglufirði 1973. Systkini hennar eru: Ásgeir, f. 12. nóvember 1917, d. 4.12. 1995, Guðný, f. 8. maí 1919, d. 30.11. 1995, Jón, f. 15. ágúst 1922, d. 18.11. 2006. Eftirlifandi bróðir er Einar, f. 29. september 1932. Anna giftist Ólafi Jóhannssyni, f. 17. október 1927 á Skeiði í Fljótum, Skaga- firði, d. 28. júní 2013. Þau skildu. Foreldrar hans voru Jó- hann Benediktsson, bóndi á Skeiði og víðar í Fljótum, f. 14. júní 1894, d. 9. júní 1964 og Sig- ríður Jónsdóttir, f. 14. maí 1890, d. 14. okt 1939. Börn Önnu og Ólafs eru: 1) Björn Sigurður, f. 17. júní 1952, eiginkona hans er María Jóhannsdóttir, börn Anna hlaut farkennslu á Siglu- nesi en tíu ára gömul hóf hún skólagöngu í Barnaskóla Siglu- fjarðar og bjó þar hjá föður- systrum sínum í Hlíðarhúsum. Þar dvaldi hún í góðu yfirlæti vetrarlangt næstu fimm árin þar til hún lauk Gagnfræðaskól- anum. Árið 1940 hóf Anna nám í Húsmæðraskólanum að Lauga- landi í Eyjafirði og öðlaðist hún kennararéttindi í hannyrðum og vefnaði. Árið 1942 var Anna ráð- in hannyrðakennari við sama skóla og kenndi þar næsta árið. Árið 1943 réð hún sig síðan sem vefnaðarkennara við Húsmæðra- skólann að Staðarfelli Í Dölum og kenndi þar næstu fimm árin. Anna var handavinnukennari við Barnaskóla Siglufjarðar og vann síðar ýmis önnur störf. Þegar faðir hennar lést árið 1949 kom Anna heim á Siglunes til að að- stoða móður sína og sama ár flytja þau til Siglufjarðar. Þar bjó Anna öll sín búskaparár að undanskildum síðustu þremur árum, er hún bjó hjá dætrum sín- um í Reykjavík. Anna var virk í félagsstörfum á Siglufirði og tók þátt í Kvenfélaginu Von, Kven- félagi sjúkrahússins og Norræna félaginu. Auk þess gegndi hún trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæð- isflokkinn á Siglufirði. Útför Önnu fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 16. ágúst og hefst athöfnin kl. 10.30. þeirra eru Anna María, Ásbjörn Smári og Arnar Þór, þau eiga 4 barnabörn. 2) Kjartan Smári, f. 24. apríl 1954, eig- inkona hans er Þóra Sigurgeirs- dóttir, dætur þeirra eru Elín Sigríður og Salóme Rut, þau eiga 3 barnabörn. 3) Sigrún Ólafs- dóttir, f. 27. maí 1956, synir hennar eru Jón Pálmi, Ólafur Valtýr, Arinbjörn og Brynjar, hún á 4 barnabörn. 4) Sigríður Elva, f. 9. nóv 1958, gift Guð- brandi J. Ólafssyni, þeirra börn eru Guðrún Sif, Jóhann Örn og Ólafur Guðmundur, þau eiga 7 barnabörn. 5) Sóley f. 9. des. 1960, gift Birni Z. Ásgrímssyni, þeirra börn eru Ásgrímur Guð- mundur, Anna Lind og Sunna Lilja. Þau eiga 2 barnabörn. 6) Ólafur Ásgeir, f. 10. júlí 1963, kvæntur Pamela Collins Olafs- son, þeirra synir eru Björn Jó- hann, William Þór og Lúkas Atli. Anna bjó ásamt foreldrum sínum og systkinum á Siglunesi við Siglufjörð til ársins 1940 er hún fór að heiman til náms. Elsku mamma mín, mikið ósköp er sárt að kveðja þig og heyra ekki rödd þína spyrja hvað sé að frétta og spyrja hvernig drengirnir mínir hafi það og hvort allt sé ekki í lagi. Þú fylgd- ist vel með okkur systkinum, hvað við vorum að gera og hvort börnin okkar hefðu það ekki gott og hvort það væri ekki allt í lagi hjá þeim. Þú varst einkum ósér- hlífin og settir hag barna þinna og barnabarna í fyrsta sæti. Þú, elsku mamma, kvartaðir aldrei né lést á sjá þótt aldurinn væri byrjaður að segja til sín. Þú lást aldrei á skoðunum þínum og hafðir ávallt þann hátt að segja hvað lá þér á hjarta. Þessi þrjú og hálft ár sem þú dvaldir hjá mér og Sóleyju systur eru ómet- anlegur minnisvarði um þann tíma sem er hverfa. Þá sérstak- lega allar sögunar frá Siglunesi og fólkinu sem þar bjó. Með miklum trega og söknuði kveð ég þig að sinni, elsku mamma mín. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þín dóttir, Sigrún. Elsku mamma mín, nú þegar ég kveð þig í hinsta sinn streyma fram minningar um þig. Þrátt fyrir lífskraft og vilja í veikind- um þínum þá þurftir þú að lúta í lægra haldi fyrir almættinu. En þú ert rík af afkomendum, átt stóran hóp af börnum , barna- börnum og barnabarnabörnum sem voru stolt þitt og gleði. Þú varst höfuð fjölskyldunnar og fylgdist með öllum hópnum þín- um og miðlaðir síðan upplýsing- um til okkar barnanna þinna þegar við komum í heimsókn. Alltaf varstu til staðar fyrir okkur fjölskylduna, bæði í gleði og sorg. Þú hlúðir að okkur, ann- aðist stórt heimili af umhyggju og við fengum veislumat dag- lega. Þú varst mikil hannyrða- kona enda var það þitt lífsstarf að vera handavinnukennari, allt sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú fullkomlega. Þú varst af gamla skólanum, íhaldssöm, þrautseig og fáguð. Varst ekki allra en þú varst okkar. Ég er mjög stolt af þér, þú verður alltaf góð fyrirmynd okkar systkin- anna. Ég er þér eilíflega þakklát fyrir alla þá aðstoð og hjálp sem þú veittir mér og fjölskyldu minni í gegnum árin. Hvort sem var að taka á móti okkur með veisluhlaðborði á Siglufirði, eða þá að koma suður til okkar að passa börnin mín og heimilið. Þú varst alltaf reiðubúin að koma þegar ég þurfti á þér að halda, takk, elsku mamma, fyrir allt. Það er svo margt sem mig langar að segja þér en vil ljúka þessu með kvæði eftir Önnu Þóru, en það á vel við á þessari stundu. Þú ert gull og gersemi, góða besta mamma mín, dyggðir þínar dásami eilíflega dóttir þín, vandvirkni og vinnusemi væntumþykja úr augun skín, Hugrekki og hugulsemi og huggun þegar hún er brýn. Þrautseigja og þolinmæði, kostir sem prýða þig, bjölluhlátur, birtuljómi, barlóm lætur eiga sig, trygglynd, trú, já algjört æði, takk fyrir að eiga mig . (Kvæði eftir Önnu Þóru, 1963) Ég mun varðveita minningar um þig um alla framtíð. Ég kveð þig með sorg í hjarta. Ég elska þig, mamma mín. Þín dóttir, Sóley Ólafsdóttir. Elsku amma Anna. Mikið er nú erfitt að kveðja þig, þú varst svo stór hluti af fjölskyldunni okkar. Þú áttir alveg einstaklega samheldna fjölskyldu sem er svo veisluglöð, sem ég held að þau erfi frá þér. Þú varst einstaklega handlagin og ég man eftir því sem krakki að það var oft mikið að gera hjá þér í saumaherberg- inu. Þú varst líka alltaf með eitt- hvað á prjónunum, vettlingar, sokkar eða barnateppin þín frægu. Mikið er ég glöð að Anna Lind lærði að gera teppin þín þannig að sú arfleifð týnist ekki niður. Þú bakaðir líka bestu pönnukökur í heimi, ég fékk upp- skriftina þína en hef samt ekki ennþá náð þessu, held að það eigi enginn eftir að ná því. Alveg sama hvar maður smakkar pönnukökur, það heyrist alltaf: „Þær voru betri hjá ömmu Önnu“. Við fórum oft í bæinn saman og þá þurftirðu alltaf að púðra þig og setja á þig varalit áður, þú fórst ekki ótilhöfð í bæ- inn. Mér fannst þú alltaf svo fín og flott. Þú hafðir rosalega gam- an af því að kaupa falleg föt og varð þá blái liturinn oft fyrir val- inu, enda fór hann þér rosalega vel. Mér finnst ég einstaklega lánsöm að hafa átt þig að og hafa fengið að umgangast þig svona mikið og ég á eftir að sakna þess að koma á Laugaveginn í morg- unkaffi í allar kræsingarnar á sunnudögum eins og var venjan meðan þú bjóst á Sigló. Þú ert mín fyrirmynd og mikið verð ég glöð ef ég líkist þér eitthvað þeg- ar ég eldist. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem). Elsku amma mín, ég kveð þig að sinni með þökk fyrir allt. Þín Guðrún Sif. Elsku amma Anna. Tárin og minningarnar streyma fram, elsku amma. Kveðjustundir eru alltaf erfiðar og maður vill aldrei sleppa tak- inu, ég bara get ekki ímyndað mér lífið án þín. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Ég er stolt yfir því að heita í höfuðið á þér og er svo ánægð með fallega millinafnið sem þú valdir á mig. Við vorum alltaf mjög nánar, sem er svo dýrmætt fyrir mig. Þú varst alltaf hörkuk- vendi, ég lít upp til þín. Þú tókst vel á móti öllum sem heimsóttu þig á Laugaveginum, áttir alltaf kaffi, smurt brauð, marmara- köku, hafðir lítið fyrir því að skella í pönnsur og vildir að allir færu saddir út. Þú fræddir okkur af sögum frá nesinu og síldinni, sem var alltaf gaman að hlusta á. Frá þér hef ég gestrisnina því ég þarf alltaf að eiga eitthvað með kaffinu og tek vel á móti gestum, alveg eins og þú gerðir. Þú tókst alltaf á móti okkur systrum með opnum örmum hve- nær sem var. Við komum til þín á hverju sumri og ég man hvað ég elskaði þennan tíma, þú varst líka alveg ekta amma og lést allt eftir okkur. Okkur leið vel hjá þér. Ég man eftir erfiðum kveðjustund- unum því það var svo erfitt að fara frá þér eftir góða sumarvist og ég var líka oft reið út í mömmu og pabba að fá ekki bara að búa á Siglufirði. Þegar ég kom til þín eftir langan dag á skíðum varstu ekki lengi að skella í heitt súkkulaði og pönnsur fyrir okk- ur. Mér þykir mjög vænt um tímann er ég bjó á Siglufirði og kom til þín á hverjum degi. Eftir að þú veiktist og þurftir að flytja suður, þá náðum við að búa sam- an í nokkra mánuði, þannig gast þú fylgst með Sóleyju Birnu stækka þangað til að við fluttum út. Þetta var dýrmætur tími sem ég er þakklát fyrir. Já, amma mín, við vorum svo góðar vinkonur. Ég vil bara segja takk fyrir allt, takk fyrir allt sem þú kenndir mér og takk fyrir að hafa verið frábær amma. Ég á óteljandi minningar sem ég ætla að varðveita í mínu hjarta um alla ævi. Ég ætla að reyna mitt besta til að gera þig stolta af mér og bera nafnið þitt með stolti. Guð geymi þig og ég ætla að kveðja þig með bæninni sem við fórum oft saman með þegar ég var lítil stúlka. Vertu nú yfir og allt um kring, með eilífðri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. Ég elska þig! Þín ömmustelpa, Anna Lind. Elsku systir. Ég býð þér góða ferð með hjartans kærleika og þökk fyrir allt. Minning um einstaka konu mun lifa og lýsa um ókomna framtíð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Innilegustu samúðarkveðjur til barna og ættingja. Einar og Jóhanna. Nú er komið að kveðjustund, Anna Björnsdóttir, föðursystir mín, er látin. Anna var mér sem önnur móðir. Við bjuggum í sama húsi um áratug, á Lauga- vegi 30. Hún kenndi mér undirstöðuat- riðin að flestu því sem ég kann í dag, er við kemur hannyrðum og matseld, enda var hún með ein- dæmum handlagin og féll henni aldrei verk úr hendi. Anna eign- aðist sex börn en mér leið ávallt eins og ég væri hluti af þeirri heild. Heimili Önnu var hennar prýði og sást það bersýnilega þegar gesti bar að garði, sem gerðist oft enda allir velkomnir. Þá var alltaf drekkhlaðið borð, enda Anna hagnýt með eindæm- um. Ég mun alltaf minnast þess hversu vel hún eldaði og bakaði. Mér er einnig svo minnisstætt hversu snyrtileg hún var og hugsaði alltaf vel um hárið sitt fallega. Henni þótti einnig mjög gaman að taka í spil. Uppáhaldsliturinn hennar Önnu var blár og kaus hún alltaf Sjálfstæðisflokkinn. Framámenn innan flokksins voru tíðir gestir á heimili hennar, fyrr á árum. Anna bjó í meira en 80 ár á Siglufirði og aldrei heyrði ég hana kvarta yfir nokkrum hlut. Ég mun minnast Önnu að ei- lífu og er henni að sama skapi þakklát fyrir allt sem hún kenndi mér. Elsku Björn, Kjartan, Sig- rún, Sigríður, Sóley, Ólafur og fjölskyldur, ég votta ykkur sam- úð mína. Anna Marie Jónsdóttir. Anna Björnsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku frænka. Þó svo að ég viti að þú sért hvíldinni fegin mun þín verða sárt saknað. Ég vil þakka þér fyrir öll sumrin sem ég átti hjá þér, það voru ánægjulegir tíma og einstaklega vel um mig hugsað. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (Maren Jakobsdóttir) Hvíl í friði. Sigrún Björg Einarsdóttir. ÞAR SEM FAGMENNSKAN RÆÐUR Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA GUÐRÚN EINARSDÓTTIR, Garðatorgi 17, Garðabæ, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold sunnudaginn 10. ágúst. Útförin fer fram frá Garðakirkju þriðjudaginn 19. ágúst kl. 15.00. Einar Gíslason, Hanna Ólafsdóttir, Gísli Einarsson Ásgeir Einarsson, Sandra Dís Dagbjartsdóttir, Helgi Einarsson, María Sif Ásgeirsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir og tengda- faðir, GARÐAR JÓHANN GUÐMUNDARSON, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 21. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks deilda 11-E og 11-G fyrir alúð og góða umönnun. Þórunn Kristinsdóttir, Gunnar Garðarsson, Yan Xingqiao. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, EINAR EINARSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum fimmtudaginn 14. ágúst. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 21. ágúst kl. 15.00. Þeir sem vilja minnast hans láti Sjálfsbjörgu, félag fatlaðra, njóta þess. Ólöf Stefánsdóttir, Stefán Einarsson, Anna Vilborg Einarsdóttir, Árni Bragason, Ólöf Ragnheiður Einarsdóttir, Herbert Hauksson, Einar Einarsson, Bryndís Bragadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.