Morgunblaðið - 16.08.2014, Qupperneq 31
MESSUR 31á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2014
✝ Jens Hall-grímsson
fæddist á Þingeyri
við Dýrafjörð 6.
ágúst 1954. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi föstu-
daginn 1. ágúst
2014.
Foreldrar hans
voru Ragnheiður
Samsonardóttir, f.
21.10. 1913, d. 2007, og Hall-
grímur Gíslason vélstjóri, f.
14.1. 1914, d. 1997. Hálfbræður
Jens eru Davíð Þórðarson, f.
18.8. 1940, d. 21.3. 1962, og
Ingi Sigurður Þórðarson, f.
20.2. 1945. Jens giftist Helgu
Margréti Gígja árið 1980, þau
skildu. Fyrir átti hún tvo syni,
Baldur Þór og Rúnar Pál sem
Jens gekk í föðurstað. Saman
áttu þau dæturnar Tinnu, f. 2.9.
1980, og Töru, f. 1.12. 1986.
Tinna á dæturnar Helgu Sól-
eyju og Viktoríu
Töru og Tara á
soninn Breka Þór,
sambýlismaður
Töru er John
Freyr Aikman.
Jens ólst upp á
Þingeyri og bjó
þar allt fram til
ársins 1988. Hann
kláraði gagnfæða-
próf frá Héraðs-
skólanum í Reykja-
nesi árið 1972 og útskrifaðist
frá Stýrimannaskólanum í
Reykjavík árið 1976. Jens vann
á sjó alla tíð, eða fram á sein-
ustu ár, lengst af sem stýrimað-
ur og skipstjóri. Hann útskrif-
aðist með sveinspróf í múrverki
frá Iðnskólanum í Reykjavík
árið 2005 og stofnaði í kjölfarið
fyrirtækið J. H. Múrverk og
vann við það seinustu árin.
Útförin fór fram frá Kópa-
vogskirkju mánudaginn 11.
ágúst 2014.
Elsku besti pabbi minn, mikið
rosalega getur lífið verið ósann-
gjarnt oft. Ég er ennþá að reyna
að átta mig á þessu öllu saman.
Ég skil bara ekki hvernig eða
hvað ég á að læra af þessu. Ég
byrja árið á því að eignast ynd-
islega drenginn minn, afastrákinn
þinn sem þú varst svo stoltur af
og svo ert þú bara tekinn frá okk-
ur, hvernig getur þetta verið rétt.
Elsku pabbi, svo vorum við búin
að plana i mörg ár að fara saman á
þjóðhátíð, þú í fyrsta skiptið, til að
halda upp á sextugsafmælið þitt,
það átti að gerast á þessu ári. Efst
í huga mér eru allar yndislegu
stundirnar þegar við sátum sam-
an við eldhúsborðið heima og
drukkum kaffi og spjölluðum,
stundum sátum við líka bara í
þögninni heillengi, mikið ofsalega
voru það góðar stundir, eins og þú
sagðir alltaf: „maður þarf ekki
endilega að tala út í eitt til að
njóta samverustundanna með
þeim sem manni þykir vænt um“.
Það er sko alveg satt, okkur leið
alltaf svo vel saman og þögnin var
alls ekki að trufla okkur. Ég er
endalaust þakklát fyrir að vita
hvað þú varst stoltur af mér, ég er
líka óendanlega stolt af því að
vera dóttir þín.
Elsku pabbi minn, ég get ekki
lýst því með orðum hvað ég sakna
þín mikið, ég mun hugsa til þín og
sakna þín á hverjum einasta degi.
Ég mun halda áfram að gera mitt
besta til að gera þig stoltan af mér
alla daga. Hvíldu í friði, elsku
besti pabbi minn, við hittumst svo
aftur þegar minn tími er kominn.
Ég elska þig.
Tara.
Elsku afi, ég á eftir að sakna
þín rosalega mikið, við skemmt-
um okkur alltaf saman t.d. þegar
við fórum saman í bústaðinn og
fórum út í fjöruna að tína steina
og þú boraðir gat og ég málaði
steinana og þá var komið háls-
men. Við vorum alltaf að dunda
okkur, mála bústaðinn og mála
blöð og lita í bækur. Ég á eftir að
sakna þín rosalega mikið. Ég
elska þig.
Helga Sóley.
Jens G.
Hallgrímsson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Rvík. • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
Hinrik
Valsson
Legsteinar sem
standast íslenska
veðráttu.
Granítsteinar,
gegnheil gæði.
30% afsláttur
Helluhrauni 2, Hafnarfirði
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11 með virkri þátttöku ferming-
arbarna vorsins 2015. Hugleiðingu
og bænir flytja fermingarbörn.
Kirkjukór Árbæjarkirkju verða með
kökusölu eftir messu.
ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Skírn.
Séra Sigurður Jónsson sókn-
arprestur prédikar og þjónar fyrir alt-
ari ásamt Lindu Jóhannsdóttur dják-
nakandidat. Kór Áskirkju syngur.
Organisti Magnús Ragnarsson.
Kaffisopi eftir messu.
Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu
Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson
þjónar. Organisti Magnús Ragn-
arsson. Vinir og vandamenn heim-
ilisfólks velkomnir.
BESSASTAÐAKIRKJA | Sameig-
inleg messa Garða- og Bessa-
staðasókna í Bessastaðakirkju kl
11. Organisti Jóhann Baldvinsson,
prestar Sigrún Óskarsdóttir og Hans
Guðberg Alfreðsson.
BORGARNESKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 20. Organisti Steinunn
Árnadóttir. Prestur Þorbjörn Hlynur
Árnason. Guðsþjónusta í Brákarhlíð
kl. 13.45.
BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjal-
arnesi | Guðsþjónusta kl. 11 f.h.
Séra Gunnar Kristjánsson prédikar
og þjónar fyrir altari, félagar úr
Karlakór Kjalnesinga leiða söng,
organisti er Páll Helgason.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl.
11, sr. Bryndís Malla Elídóttir þjón-
ar, organisti Örn Magnússon og fé-
lagar úr kór kirkjunnar leiða almenn-
an safnaðarsöng. Molasopi í
safnaðarheimilinu að messu lok-
inni.
BÚSTAÐAKIRKJA | Upphaf ferm-
ingarstarfa við morgunmessu
sunnudaginn 17. ágúst kl. 11.
Fermingarbörn og foreldrar þeirra
eru sérstaklega boðuð til mess-
unnar og á fund eftir messu. Fé-
lagar úr Kór Bústaðakirkju syngja
undir stjórn Jónasar Þóris kantors.
Fermd verður Kristín Her-
mannsdóttir frá Luxemborg. Messu-
þjónar aðstoða, prestur sr. Pálmi
Matthíasson. Molasopi og hressing
eftir messu.
Kristskirkja, Landakoti | Messa
kl. 10.30, kl. 13 á pólsku og kl. 18
á ensku. Virka daga kl. 18, og mán,
mið og fös. kl. 8, lau. kl. 16 á
spænsku og kl. 18 er sunnudags-
messa.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11.
Séra Hjálmar Jónsson prédikar og
séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir
altari. Barn borið til skírnar og ferm-
ingarfræðslan hefst með þessari
guðsþjónustu. Eftir messu verður
kynningarfundur með ferming-
arbörnum og foreldrum þeirra.
Kammerkór Dómkirkjunnar og org-
anisti er Kári Þormar.
FELLA- og Hólakirkja | Morg-
unguðsþjónusta kl. 11. Prestur
Svavar Stefánsson, organisti Guðný
Einarsdóttir. Kór kirkjunnar syngur.
Upphaf fermingarstarfsins í Fella-
sókn. Fundur með fermingarbörnum
og foreldrum þeirra eftir guðsþjón-
ustuna.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Guðs-
þjónusta kl.11. Fermd verður Þór-
katla Sveinsdóttir og barn borið til
skírnar. Kór og hljómsveit kirkjunnar
leiðir sönginn undir stjórn Arnar Arn-
arsonar. Prestar Sigríður Kristín og
Einar.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðs-
þjónusta, sunnudaginn 17. ágúst kl.
14.
Séra Hjörtur Magni Jóhannsson
þjónar fyrir altari. Erla Björk Jóns-
dóttir guðfræðingur flytur hugleið-
ingu.
Sönghópur Fríkirkjunnar í Reykjavík
leiðir tónlistina undir stjórn Gunnars
Gunnarssonar organista. Við hvetj-
um verðandi fermingarbörn og fjöl-
skyldur þeirra til að mæta þar sem
guðsþjónustan markar lok und-
angenginnar fermingarfræðsluviku.
Messukaffi verður í safnaðarheimili
að lokinni guðsþjónustu.
GLERÁRKIRKJA | Messa verður í
Glerárkirkju sunnudaginn 17. ágúst
kl. 20.30. Sr. Arna Ýrr Sigurð-
ardóttir þjónar og kveður söfnuðinn.
Kaffi og meðlæti eftir messu.
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Séra Úrsula Aradóttir
prédikar og þjónar fyrir altari. Kór
kirkjunnar syngur. Organisti: Hákon
Leifsson. Kaffisopi eftir messu.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður
kl. 10, bænastund 10.15.
Messa kl. 11. Altarisganga. Sam-
skot í líknarsjóð. Messuhópur þjón-
ar. Félagar úr kirkjukór Grens-
áskirkju syngja. Organisti Ásta
Haraldsdóttir. Prestur sr. Ólafur Jó-
hannsson. Molasopi eftir messu.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti |
Guðsþjónusta í Guðríðarkirkju
sunnudaginn 17. ágúst kl. 11.
Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson,
organisti Hrönn Helgadóttir og kór
Guðríðarkirkju syngur. Meðhjálpari
Kristbjörn Árnason og kirkjuvörður
Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffisopi
eftir messu.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgi-
stund kl. 11. Fermdur verður Björn
Heiðar Kristjánsson, Álfholti 54c,
220 Hafnarfirði.
Félagi úr Barbörukórnum leiðir söng.
Organisti er Guðmundur Sigurðs-
son. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs
Ath.: skráning í fermingarfræðslu
stendur yfir á Hafnarfjarðarkirkja.is
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl.
11. Sr. María Ágústsdóttir prédikar
og þjónar fyrir altari. Messuþjónar
aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hall-
grímskirkju syngja. Organisti er
Hörður Áskelsson. Sögustund fyrir
börnin. Axel Flierl leikur eftirspil. Al-
þjóðlegt orgelsumar: Tónleikar laug-
ardag kl. 12 og sunnudag kl. 17.
Axel Flierl organisti frá Þýskalandi
leikur.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11.
Organisti Kári Allansson. Prestur sr.
Helga Soffía Konráðsdóttir.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðs-
þjónusta kl. 11. Séra Steinunn Arn-
þrúður Björnsdóttir þjónar. Félagar
úr Kór Hjallakirkju leiða söng. Org-
anisti: Jón Ólafur Sigurðsson.
Molasopi eftir stundina.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sam-
koma kl. 20. Ræðumaður: Ásdís
Rafnsdóttir. Lofgjörð og fyrirbænir.
Kaffi og samfélag eftir samkomu.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Prestur sr. Sigfús Bald-
vin Ingvason, organisti Arnór Vil-
bergsson.
KÓPAVOGSKIRKJA | Ferming-
armessa kl 11. Sr. Sigurður Arn-
arson sóknarprestur, prédikar og
þjónar fyrir altari. Kór Kópavogs-
kirkju syngur undir stjórn Lenku Má-
téová, kantors kirkjunnar.
LANGHOLTSKIRKJA | Fyrsta
messa eftir sumarleyfi verður næst-
komandi sunnudag kl. 11. Sr. Guð-
björg Jóhannesdóttir þjónar ásamt
messuþjónum og kirkjuverði. Fé-
lagar úr kór Langholtskirkju syngja
við athöfnina undir stjórn Jóns Stef-
ánssonar organista. Ein ferming-
arstúlka verður fermd í messunni.
Heitt á könnunni í litla salnum eftir
messu.
LAUGARNESKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Sigurvin Lárus Jóns-
son prédikar og kveður söfnuðinn
en hann leysti af sem sókn-
arprestur sl. vetur. Bjarni Karlsson
fráfarandi sóknarprestur þjónar með
honum ásamt Aðalheiði Þorsteins-
dóttur organista. Gert verður ráð fyr-
ir börnum í athöfninni og mun Hjalti
Jón Sverrisson æskulýðsfulltrúi
kirkjunnar bjóða börnum með sér út
að leika á kirkjulóðinni meðan á
prédikun stendur.
LÁGAFELLSKIRKJA | Messa eldri
borgara í Lágafellskirkju kl 11.
Umsjón hefur Fjóla Haraldsdóttir,
djákni.
MELSTAÐARKIRKJA | Messa kl.
14. Sameiginleg messa Melstaðar-
og Breiðabólstaðarprestakalla, þar
sem fermingarbörn næsta vors eru
sérstaklega boðuð ásamt fjöl-
skyldum sínum. Sr. Magnús Magn-
ússon predikar, sr. Guðni Þór Ólafs-
son þjónar fyrir altari. Organisti
Pálína F. Skúladóttir. Eftir messu er
fundur um fermingarstörfin, og síð-
an verður útigrillið hitað og allir fá
góðgæti í boði sóknarnefndar.
NESKIRKJA | Messa kl. 11. Fé-
lagar úr Kór Neskirkju leiða safn-
aðarsöng. Organisti Steingrímur Þór-
hallsson. Dr. Sigurður Árni
Þórðarson prédikar og þjónar fyrir
altari. Samfélag og kaffisopi á Torg-
inu eftir messu.
NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-
Njarðvík | Guðsþjónusta kl. 11.
Kór kirkjunnar syngur undir stjórn
Stefáns H. Kristinssonar. Meðhjálp-
ari Pétur R. Guðmundsson. Sókn-
arprestur.
SALT kristið samfélag | Sam-
koma kl. 17 í Kristniboðssalnum
Háaleitisbraut 58-60. 3. hæð.
Ræðumaður Haraldur Jóhannsson.
Túlkað á ensku. Barnapössun.
SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA | Kvöld-
messa kl. 20. Kirkjukórinn leiðir
söng undir stjórn Rögnvaldar Val-
bergssonar organista. Prestur sr.
Sigríður Gunnarsdóttir. Ferming-
arbörn vorsins 2015 ásamt for-
eldrum sínum sérstaklega kölluð til
messunnar. Fundur vegna ferðalags
fermingarbarna strax að messu lok-
inni.
SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11.
Sr. Guðbjörg Arnardóttir sókn-
arprestur í Odda þjónar. Organisti
Jörg Sondermann. Súpa og brauð.
SELJAKIRKJA | Messa kl. 20. Sr.
Sigurður Grétar Helgason predikar
og þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju
leiðir safnaðarsöng. Organisti er
Tómas Guðni Eggertsson. Alt-
arisganga.
SELTJARNARNESKIRKJA |
Messa kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarna-
son, sóknarprestur, þjónar. Bjarni
Þór Jónatansson er organisti. Sig-
urlaug Árnadóttir leiðir almennan
safnaðarsöng. Kaffiveitingar.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa
sunnudag 17. ágúst kl. 11.
Sr. Egill Hallgrímsson, sókn-
arprestur, annast prestsþjónustuna.
Organisti er Jón Bjarnason.
ÚTHLÍÐARKIRKJA | Guðsþjónusta
sunnudag 17. ágúst kl. 16.
Sr. Egill Hallgrímsson, sókn-
arprestur, annast prestsþjónustuna.
Organisti er Jón Bjarnason.
ÞINGMÚLAKIRKJA | Sameiginleg
kvöldmessa Vallanes- og Þingmúla-
sókna kl. 20. Prestur sr. Jóhanna I.
Sigmarsdóttir. Organisti Torvald
Gjerde. Kór Vallanes- og Þingmúla-
sókna leiðir söng.
Kirkjugestum er boðið i kaffi í Fé-
lagsheimilinu á Arnhólsstöðum eftir
messu.
ORÐ DAGSINS:
Hinn rangláti ráðs-
maður.
(Lúk.16)
Vatnsfjarðarkirkja
Látinn er elsku-
legur mágur minn,
Jón Illugason, og
mig langar til að
kveðja hann með
nokkrum minning-
arbrotum.
Hann og Guðrún systir mín
hafa alltaf átt sitt heimili í Mý-
vatnssveit. Það gat örugglega ekki
öðruvísi verið svo rótfastur var
hann þar, enda veit ég ekki til að
annað hafi nokkru sinni komið til
tals. Við Páll komum fyrst til
þeirra ásamt syni okkar þriggja
ára í byrjun júlí 1966. Þá áttu þau
heima á Bjargi í húsi foreldra
hans. Ég hafði ekki komið fyrr í
Mývatnssveit og hvílík dýrð og
fegurð sem alls staðar blasti við.
Sólin skein í heiði, vatnið var speg-
ilslétt svo langt sem augað eygði,
fuglarnir sungu sinn dýrðaróð og
gróður var allur í blóma. Og fjalla-
hringurinn allt í kring. Þetta var
sveitin hans mágs míns, sem hann
var svo stoltur af og sem var hon-
um svo kær. Við áttum framundan
tveggja vikna frí og dvöl þarna hjá
þeim og Alda systir okkar Gunnu
var líka starfandi þar þetta sumar.
Það var því mikil gleði og tilhlökk-
un í okkar huga. En – næsta
morgun var skollið á vetrarveður.
Það snjóaði til fjalla og niður í
Jón Illugason
✝ Jón Illugasonfæddist 5. júní
1938. Hann lést 1.
ágúst 2014. Útförin
fór fram 12. ágúst
2014.
byggð, það var kalt
og hvasst, ferða-
menn lentu í erfið-
leikum og var bjarg-
að í hús víða í
sveitinni, stígvél og
skjólfatnaður seldist
upp í Kaupfélaginu
og tilveran hafði
bara fengið nýjan
svip. Það dró nú
heldur úr þessu
áhlaupi næstu daga
en kalt og hvasst var mestallan
tímann okkar þarna. Samt fóru
þau með okkur á marga fallega
staði á litla Fólksvagninum sínum
og svo var líka setið og spjallað
heima. Jóndi sagði okkur frá hug-
myndum sínum um ferðamanna-
þjónustu sem síðan varð ævistarf
hans og systur minnar. Hann var
líka fróður um svo margt og sagði
vel frá. Við höfum oft síðan notið
gestrisni þeirra, komið í afmæli og
fermingar og séð sveitina í vor-
skrúða. Einnig líka í september í
brúðkaup Báru Mjallar og Jó-
hanns, þá, alla leið frá Reykjavík
til Seyðisfjarðar, var landið okkar
í sinni fegurstu haustlitadýrð.
Það er gott að eiga slíka minn-
ingar.
Við kveðjum nú Jón Illugason
með virðingu og þökk, veri hann
Guði falinn.
Elsku Gunna mín og fjölskyld-
an öll, við samhryggjumst ykkur
innilega og biðjum Guð að vera
með ykkur öllum.
Kristín Lára Þórarinsdóttir
og fjölskylda.