Morgunblaðið - 23.08.2014, Side 4

Morgunblaðið - 23.08.2014, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014 Meðal ástæðna þess hve illa útsend- ingar RÚV hafa náðst í Kelduhverfi og Öxarfirði er að útvarpsmastur RÚV á Viðarfjalli féll til jarðar vegna ísingar í byrjun árs. Á borgarafundi sem almannavarnir og lögregla stóðu fyrir í Öxarfirði var nokkuð rætt um léleg útsendingar- skilyrði Ríkisútvarpsins á hugsanlegu flóðasvæði. Heimamenn lýstu þar áhyggjum vegna málsins, enda kæmu yfirvöld helst skilaboðum til íbúa í gegnum útvarpið. „Dreifikerfi okkar er í sífelldri end- urnýjun. Þar er unnið eftir stóru plani en svo brugðist við þegar möstur eða sendar bila,“ segir Gunnar Örn Guð- mundsson, forstöðumaður tæknisviðs hjá RÚV. „Upphaf vandamálsins þarna er að það hrundi hjá okkur mastur á Viðarfjalli í byrjun árs og það er meiriháttar mál, bæði hvað varðar vinnu og peninga, að ganga frá því og koma öðru mastri upp.“ Mastrið, sem var 48 metra hátt, gaf eftir undan vindi vegna mikillar ísing- ar hinn 1. janúar. Eftir það lágu FM- útsendingar RÚV niðri í Kelduhverfi og Öxarfirði. Langbylgjuútsendingar nást eftir sem áður vel á svæðinu, auk þess sem stafrænar útsendingar og netþjónusta eru með eðlilegum hætti. „Það er því ekki hægt að segja að þótt FM-útsendingar falli niður sé öryggi stefnt í hættu,“ segir Gunnar Örn. RÚV hefur unnið með sérfræðing- um Vodafone að því að setja upp nýj- an búnað til að bæta það sem brást, bæði með nýju loftneti á Viðarfjalli og viðgerð á loftneti í Auðbjargarstað- arbrekku. Gunnar Örn bendir á að dreifikerfi RÚV sé mikið að umfangi og samanstandi af tæplega 200 FM- og langbylgjusendum um allt land, auk stafrænna sjónvarpsútsendinga sem innihaldi útvarpsútsendingar og gervihnattaútsendingar auk dreifing- ar ruv.is í gegnum net. „Markmið Ríkisútvarpsins hefur ætíð verið að bæta dreifikerfi sitt og það hefur alls ekki breyst. Vonast er til að efla dreifikerfi RÚV á næstu ár- um.“ Mastrið féll í janúar  Nýtt útsendingarmastur fyrir möguleg flóðasvæði sett upp Morgunblaðið/Kristinn RÚV Útsendingar hafa náðst illa í Kelduhverfi og Öxarfirði. Varar við flugi yfir Heklu  Lítill fyrirvari gosa úr fjallinu og öflugur gosstrókur skapar hættu fyrir flugið Prófessor í jarðeðlisfræði telur að varasamt geti verið að fljúga yfir Heklu vegna hættu á að hún gjósi með litlum fyrirvara. Hann segir hættu á því að grunlaus flugmaður geti flogið inn í gosstrók með skelfilegum afleiðingum og rifjar upp að litlu hafi munað að svo færi í byrjun gossins 1980. Ábendingin kemur fram í bréfi sem Páll Einars- son sendi Samgöngustofu og birt er á vefnum allt- umflug.is. Hann tekur fram að hann hafi ekki í huga þá almennu hættu sem stafi af því að fljúga yfir virkt eldfjall enda séu 30 slík á Íslandi og lítil áhætta að fljúga yfir þau flest. Hann nefnir að Hekla virðist óvenju vinsæl meðal flugmanna því 10–20 stórar farþegavélar fari beint yfir fjallið á degi hverjum. Í úttekt sem vefurinn gerði á fjölda véla sem fara um flugleiðina yfir Heklu kemur fram að í fyrradag fóru nítján flug- vélar þar um, þar af sautján farþegaþotur. Páll seg- ir að Hekla skeri sig einnig frá öðrum eldfjöllum vegna þess að hún hafi verið að undirbúa gos í fjór- tán ár. Loks segir Páll að hættan við Heklu sé meiri vegna þess að mælanlegur fyrirvari gosa sé þar óvenju stuttur, eða 23–79 mínútur, samkvæmt reynslu síðustu áratuga. Bendir prófessorinn á að ekki sé víst að hægt verði að gefa út viðvörun vegna næsta goss. Við þetta bætist að byrjunarfasi Heklu- gosa sé óvenjulega öflugur og gosstrókurinn rísi hratt. „Almennar reglur og vinnulagi í sambandi við flug og eldgos duga því tæpast hér, þótt þær geti verið gagnlegar við önnur eldfjöll,“ segir Páll í bréf- inu til Samgöngustofu. Leiðin verði færð um 10 kílómetra Í samtali við alltumflug.is segir Páll að það geti tekið gosmökkinn 5–20 mínútur að rísa upp í flug- hæð. Hann metur það svo að aðeins þyrfti að færa flugleiðina um 10 kílómetra í norður eða suður til að vera öruggur og minnka áhættuna. Samgöngustofa gaf þau svör að engar takmarkanir væru á flug- umferð nema gos væri fyrirséð eða þegar hafið. Mælanlegur fyrir- vari gosa í Heklu er óvenju stuttur Páll Einarsson Lottóspilarar geta heldur bet- ur farið að hlakka til kvöldsins því nú er lottópott- urinn sjöfaldur. Samkvæmt upplýsingum frá íslenskri getspá stefnir því allt í að potturinn verði heilar 75.000.000 króna. Í síðustu viku var fyrsti vinn- ingur tæpar 60.000.000 króna og voru tölurnar þá 1, 3, 16, 33 og 35. Bónustalan var 27. Tveir hlutu bón- usvinning í síðustu viku og fékk hvor þeirra 337.900 krónur. Sjöfaldur pottur með 75 milljónum Sjór, sjósunds- og sjóbaðsfélag Reykjavíkur, efndi til hins árlega Viðeyjarsunds í gær en synt var frá Skarfakletti út í Viðey sem er um 910 metra sundsprettur. Lögðu kapparnir af stað klukkan hálfsex og var val á milli þess að synda aðra leiðina eða báðar. Ágætisveður var á svæðinu þegar sundfólkið lagði af stað og var sjórinn í kringum 12 stig. Að loknu sundinu var þátttakendum boðið í Laugardalslaugina sem mörgum þótti vafalaust kærkomið. Þegar ljósmyndara bar að var ekki annað að sjá á fólki en að það væri einbeitt og til í átökin sem framundan voru. Mikill kraftur í sjó- sundsfólki á leið í Viðey Morgunblaðið/Eggert Sundgörpum boðið í Laugardalslaugina eftir átökin Stuð Hátt í 100 manns tóku þátt í sundinu og fylgdu kajakræðarar með. Göngukona meiddist í gær á fæti ofarlega í Reykjadal. Voru því björgunar- sveitir í Árnes- sýslu kallaðar út en í fyrstu var talið að bera þyrfti konuna töluverðan spotta til þess að koma henni undir læknishendur. Þegar björgunarmenn mættu á vettvang var hins vegar hægt að koma björgunarsveitabíl að slys- staðnum. Slysavarnafélagið Landsbjörg segir í tilkynningu að konan hafi um klukkan hálffjögur verið komin um borð í björgunarsveitabíl sem ók með hana til móts við sjúkrabíl. Var hún svo flutt með honum á sjúkrahús til aðhlynningar. Kona slasaðist á fæti í Reykjadal Björgunarsveitir voru kallaðar út. Samningar náð- ust ekki í sumar um áframhald- andi aðkomu al- mannatengsla- fyrirtækisins Athygli að rekstri Evr- ópustofu hér á landi. Lauk henni því 28. júlí sl. Runnu á sama tíma út ráðningarsamningar starfs- manna Evrópustofu. Hjá Evr- ópustofu störfuðu samtals fimm í rúmlega fjórum stöðugildum, þar af var einn starfsmaður Athygli. Starfsmenn Evrópu- stofu hættir Alls störfuðu fimm hjá Evrópustofu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.