Morgunblaðið - 23.08.2014, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014
Kaupum bíla
Hærra uppítökuverð
Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með
fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum.
Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is
og við sendum þér staðgreiðslutilboð
þér að kostnaðarlausu.
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Engin merki eru um að skjálfta-
virkni í kringum Bárðarbungu fari
að linna í bráð. Virknin hófst aðfara-
nótt laugardagsins 16. ágúst og hef-
ur haldið óslitið áfram síðan. Um 25
kílómetra berggangur hefur mynd-
ast á 5 til 10 kílómetra dýpi undir
Dyngjujökli. Hef-
ur hann lítið
lengst síðustu
daga en kviku-
flæði virðist enn
vera eftir honum
og eru vísbend-
ingar um að hann
sé nú að greinast
í norðausturend-
anum.
Frá upphafi
virkninnar hafa
færslur lands á yfirborði verið
mældar með GPS-mælum.
Hafa færslurnar verið yfir 14 cm á
Dyngjuhálsi, um 15 til 20 kílómetr-
um frá bergganginum. Til saman-
burðar má benda á að Ísland gliðnar
um tæpa 2 cm á hverju ári.
Lengi leynst undir ísnum
Guttormur Sigbjarnarson jarð-
fræðingur skrifaði töluvert um eld-
stöðvar í norðanverðum Vatnajökli á
tíunda áratug síðustu aldar, þar sem
hann tók saman niðurstöður rann-
sókna sinna og annarra. Hann telur
að eldstöðin Bárðarbunga hafi
löngum verið vanmetin.
„Hún er svo hulin jökli að það hef-
ur lengi reynst erfitt að fá skýra
mynd af henni, þrátt fyrir að marg-
an grunaði að þarna undir ísnum
leyndist stærðarinnar askja,“ segir
Guttormur og bætir við að Bárð-
arbunga gæti haft víðtækari áhrif en
ljóst þætti við fyrstu sýn.
„Vitað er að gos og hlaup hafa
komið frá svæðinu við Hamarinn
suðvestan við Bárðarbungu og ein-
hver tengsl gætu verið á milli Bárð-
arbungu annars vegar og Dyngju-
fjalla og Kverkfjalla hins vegar.
Ósköp lítið er þó hægt að fullyrða
um það með einhverri vissu.“
Helgi Björnsson jarðeðlisfræð-
ingur hefur í áratugi mælt þykkt
Vatnajökuls með svokallaðri íssjá, til
að öðlast þekkingu á því hvernig
landið liggur undir jöklinum, en á
meðfylgjandi mynd má sjá afrakstur
þeirrar umfangsmiklu vinnu.
Almannavarnarfundur var í gær
haldinn á Egilsstöðum, þar sem
fulltrúar almannavarna, lögreglu og
vísindamanna ræddu stöðuna á
áhrifasvæði hugsanlegs flóðs og þær
aðgerðir sem ráðist hefur verið í á
undanförnum dögum.
Vísindamenn frá Veðurstofunni
hafa ferðast um jökulinn og komið
fyrir jarðskjálfta- og GPS-mælum
við bæði Hamarinn og Dyngjujökul.
Vatnamælingamenn hafa einnig ver-
ið við störf á svæðinu norðan Vatna-
jökuls, sem enn er lokað almenningi.
Mörg hundruð manna um landið
allt hafa unnið að því að búa sam-
félagið undir eldgos í Bárðarbungu
og hafa tugir stofnana komið að
þeirri vinnu, að sögn Víðis Reyn-
issonar, deildarstjóra almanna-
varnadeildar ríkislögreglustjóra.
Landið hvergi hrjóstugra
Fyrir atburði undanfarinnar viku
hafði engin sérstök viðbragðsáætlun
verið gerð sem varðaði þá vá sem
stafar af eldgosi í norðanverðum
Vatnajökli og jökulhlaupi í kjölfarið.
Enda hefur langur tími liðið síðan
Bárðarbunga bærði síðast á sér, þó
að landslagið norðan jökulsins beri
því enn merki, eins og segir í grein
Guttorms um eldstöðvar í Vatna-
jökli, sem birtist í tímariti hins ís-
lenska náttúrufræðifélags árið 1995:
„Fram á 20. öld var svæðið norðan
við Vatnajökul svo afskekkt og fáfar-
ið að fyrir kom að eldsumbrot á
svæðinu uppgötvuðust fyrst þegar
menn fundu þar nýlega runnin og
áður óþekkt hraun. Hvergi er Ísland
hrjóstrugra en einmitt hér, gróð-
urvana hraun á stórum svæðum,
orpin framburði jökulvatna. Í þess-
ari lífvana eyðimörk er jörðin kvik.“
Bárðarbunga lengi leynst undir ís
Hundruð manna hafa unnið að því að búa samfélagið undir hugsanlegt eldgos 25 kílómetra
berggangur hefur myndast undir Dyngjujökli Jarðfræðingur telur eldstöðina hafa verið vanmetna
Mynd/Jöklar á Íslandi eftir Helga Björnsson
Hulið jökli Þessi tölvugerða mynd, sem unnin er eftir rannsóknum Helga Björnssonar jarðeðlisfræðings, sýnir
hvernig landið liggur undir stærsta jökli Evrópu. Ljóst er að askja Bárðarbungu er gríðarstór og víðfeðm.
Tungnaárjökull
Bárðarbunga
Grímsfjall
Guttormur
Sigbjarnarson
Skammt frá Dyngjujökli er nokkuð
sérstæður flugvöllur en Ómar
Ragnarsson hefur ásamt öðrum
annast gerð vallarins. Flugvöll-
urinn er á milli Brúarjökuls og
Kárahnjúka og er því austan við
Dyngjujökul og Bárðarbungu.
Hann er alþjóðlega viðurkenndur
og tryggður fyrir allar flugvélar
sem á annað borð mega lenda á
honum.
Þegar Morgunblaðið náði tali af
Ómari var hann staddur á flugvell-
inum ásamt vinum sínum en þeir
voru að halda upp á tíu ára afmæli
flugvallarins. „Við komum hingað á
þremur flugvélum, hér er logn,
heiðskírt og hlýtt,
við sitjum hérna
undir flugstöðinni
og borðum morg-
unmat.“ Flug-
stöðin sem Ómar
nefnir er ekki af
venjulegu gerð-
inni, heldur er
það húsbíll sem
notaður er sem
slík.
„Flugvöllurinn er sá næststærsti
hér á landi á eftir Keflavíkur-
flugvelli. Hann er með fimm brautir
og er lengsta brautin 1.300 metr-
ar.“
Ómar segir flugvöllinn vera lítið
notaðan. „Hann var fyrst og fremst
hugsaður sem völlur sem hægt væri
að nota til vara ef eitthvað kæmi
fyrir flugvélar á flugi yfir hálend-
inu norðan Vatnajökuls.“
Þá hefur hann lítil varanleg áhrif
á umhverfið. „Ef við myndum hætta
að nota hann myndu öll ummerki
vera farin ári seinna,“ segir Ómar.
Flugvöllurinn mun vera vel stað-
settur, og segir Ómar að hann sé
ekki á neinu hættusvæði.
„Ég er samt ekki nema eina eða
tvær mínútur að fljúga á það svæði
sem nú er mest í deiglunni og gæti
orðið fyrir hamförum á næstunni.“
Fimm flugbrautir skammt norðan Vatnajökuls
Flugvöllurinn ekki í hættu
Ómar
Ragnarsson
Ljósmynd/Ómar Ragnarsson
Bárðarbunga heitir eftir landnámsmanninum Bárði Heyangurs-Bjarnasyni,
sem nam Bárðardal, samkvæmt upplýsingum frá Vísindavef Háskóla Ís-
lands. Þótti honum sunnanvindarnir blíðari en þeir sem blésu að norðan og
taldi hann því landkosti vera betri fyrir sunnan heiðina.
Fluttist hann búferlum yfir hálendið og fór Vonarskarð, sem síðan heitir
Bárðargata. Nam hann síðan Fljótshverfi og bjó að Gnúpum, en eftir þessa
för hét hann Gnúpa-Bárður. Gnúpur, bústaður hans sunnan fjalla, heitir nú
Núpar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á flugi Bárðarbunga séð ofan úr þyrlu. Víst er að slíkum tækjum var ekki til
að dreifa þegar landnámsmaðurinn Bárður lagði leið sína suður með jökli.
Af hverju Bárðarbunga?