Morgunblaðið - 23.08.2014, Side 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það er svolítið annað þegar heima-
menn standa að svona verki. Það fær
meiri meðbyr,“ segir Þorfinnur Þór-
arinsson, bóndi á Spóastöðum og for-
ystumaður í Landgræðslufélagi
Biskupstungna, um uppgræðslustarf
félagsins. Landgræðslufélagið hefur
grætt upp rofabörð og örfoka sanda
á Biskupstungnaafrétti.
Umhverfisráðherra, Sigurður Ingi
Jóhannsson, veitti landgræðsluverð-
laun 2014, við athöfn í félagsheim-
ilinu Aratungu í gær. Verðlaunin eru
veitt einstaklingum, félagasam-
tökum og skólum sem unnið hafa að
landgræðslu og landbótum. Til-
gangur Landgræðslunnar er að
vekja athygli þjóðarinnar á fórnfúsu
starfi þjóðfélagsþegna og hvetja
aðra til dáða.
Verðlaunahafarnir í ár eru Eiríkur
Jónsson, bóndi í Gýgjarhólskoti og
Stóru-Vogaskóli í Vogum, auk Þor-
finns Þórarinssonar á Spóastöðum.
Heyrúllur mikið notaðar
„Það kom til af því að menn höfðu
miklar áhyggjur af moldroki á af-
réttinum. Margt fé var um 1970 og
sáu menn að það stefndi í óefni,“ seg-
ir Þorfinnur um aðdragandann að
stofnun félagsins. Sveitarfélagið og
sauðfjárbændur hófu uppgræðslu á
afréttinum. Landgræðslufélagið tók
við þessum verkefnum fyrir tuttugu
árum og var þeim tímamótum fagn-
að í ár með hópferð inn á afréttinn og
í Haukadalsskóg. Þorfinnur segir að
félaginu hafi gengið vel að fylgja eft-
ir þessum verkefnum, eftir að það
tók við þeim.
Áætlað er að búið sé að loka og
græða upp 14-18 kílómetra af rofa-
börðum í Hvítárnesi og víðar. Þá
hafa örfoka sandar verið græddir
upp og torfur á fallandi fæti teknar í
fóstur. Stærsta verkefnið nú er að
græða upp 70 hektara moldarflag við
Lambafell.
Félagið hefur mikið notað heyrúll-
ur við uppgræðslustarfið og hefur
efni úr 300-500 rúllum verið dreift á
hverju ári, auk 25-40 tonna af áburði.
Félagið heyjar sjálft gömul tún til að
nota í þessum tilgangi og fær auk
þess rúllur sem bændur ekki geta
nýtt. Starfið er mikið unnið í sjálfbo-
ðaliðsvinnu en reynt að greiða mönn-
um fyrir vélavinnu. „Menn eru ekki
kröfuharðir ef þeir fá að fara inn í af-
rétt. Þegar menn sjá árangurinn er
líka léttara að fá fólk til að taka
þátt.“
Félagið ræktar einnig upp land-
græðslufólk framtíðarinnar með
fræðslustarfi og samstarfi við Reyk-
holtsskóla.
Ljósmynd/Áskell Þórisson
Fjöregg Verðlaunahafar landgræðsluverðlauna með ráðherra og landgræðslustjóra, Sigurður Ingi Jóhannsson, Ei-
ríkur Jónsson, Þorfinnur Þórarinsson, Svava Bogadóttir, skólastjóri Stóru-Vogaskóla, og Sveinn Runólfsson.
Starf heimamanna fær meiri meðbyr
Landgræðsluverðlaun 2014 afhent í gær Landgræðslufélag Biskupstungna
hefur grætt upp 14-18 kílómetra af rofabörðum auk örfoka sanda og flaga
Eiríkur Jónsson í Gýgjarhólskoti
hefur verið virkur þátttakandi í
verkefninu Bændur græða land-
ið frá árinu 1994. Hann hefur
haldið áfram starfi föður síns,
Jóns Karlssonar, við land-
græðslustörfin, grætt upp mela
og rofabörð með tilbúnum
áburði og húsdýraáburði og
gjörbreytt ásýnd og nýting-
armöguleikum jarðarinnar.
Eiríkur hefur jafnframt farið
fyrir hópi manna sem safnað
hafa heyrúllum og flutt inn á
Biskupstungnaafrétt til að
græða upp rofabörð og mold-
arflög. „Starf Eiríks og fjöl-
skyldunnar í Gýgjarhólskoti hef-
ur sýnt að hægt er að stunda
búskap í sátt við landið og skila
því í betra ástandi til komandi
kynslóða,“ segir í rökstuðningi.
Nemendur og kennarar
Stóru-Vogaskóla í Vogum hafa
sinnt uppgræðslu í nágrenni
skólans í þrjá áratugi. Á vorin er
einum kennsludegi varið til upp-
græðslunnar.
Í rökstuðningi segir: „Skólinn
vill vera til fyrirmyndar í um-
hverfismálum. Rusl er flokkað,
leitast er við að spara orku,
bæta nýtingu matvæla og á vor-
in fara allir út og hreinsa rusl í
þéttbýlinu í Vogum.“
Búið í sátt
við landið
BÓNDI OG SKÓLI