Morgunblaðið - 23.08.2014, Page 26

Morgunblaðið - 23.08.2014, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ÁforsíðuMorgun-blaðsins í gær var greint frá áhyggjum íbúa Kelduhverfis og Öxarfjarðar af því hve útsendingar Rík- isútvarpsins nást illa á svæð- inu. Kom fram að almanna- varnayfirvöld hefðu spurst fyrir um það hjá Ríkisútvarp- inu hvort hægt væri að bæta þar úr, en fengið þau svör að það væri ekki hægt vegna fjár- skorts. Sagði ríkislögreglu- stjóri að ástandið ylli sér áhyggjum og skyldi engan undra. Ríkisútvarpið hefur á hverju ári rúmlega fimm milljarða króna til ráðstöfunar og fær þar af um þrjá og hálfan millj- arð króna í meðgjöf frá ríkinu. Fjárskortur er þegar af þess- um ástæðum léttvæg afsökun. En hún er ekki síður léttvæg vegna þess að augljóst er að stofnunin eyðir umtalsverðu fé í margt sem frekar mætti spara en það sem snýr að ör- yggi landsmanna. Og stjórn- endur stofnunarinnar geta ekki horft framhjá því að á þeim hvílir lagaskylda um að stofnunin eigi að tryggja nauð- synlega öryggisþjónustu í samráði við rétt yfirvöld, og að stofnunin eigi að setja sér ör- yggisstefnu um órofa rekstur hljóðvarpsþjónustu um land allt og á næstu miðum. Raunar hefur mikið verið gert úr öryggishlutverki Rík- isútvarpsins þegar rætt hefur verið um meinta nauðsyn þess að ríkið haldi úti fjöl- miðli. Töluvert hald var í þeim röksemdum þegar aðstæður voru allt aðrar í landinu og tæknin að auki ólík því sem nú þekkist. Nú orðið minnir Rík- isútvarpið hins vegar ítrekað á að það sjálft tekur öryggis- hlutverk sitt ekki alvarlega og þá geta aðrir varla gert það heldur. Ekki er langt síðan að stóri Suðurlandsskjálftinn reið yfir en þá virtist öryggi borgaranna helst velta á því að það tækist að sýna landsleik Englendinga og Þjóðverja á Evrópumeist- aramótinu skammlaust. Ýmis önnur dæmi má nefna, þar sem hið margrómaða öryggis- hlutverk stofnunarinnar hefur fengið að sitja á hakanum, svo sem þegar Eyjafjallajökull minnti á sig en Ríkisútvarpið var ekki betur vakandi en svo að starfsmenn þess lásu um gosið annars staðar. Miðað við það fjármagn, sem fer á hverju ári frá skattborg- urum þessa lands í það að við- halda Ríkisútvarpinu, er það því einkum spurning um vilja- leysi og ranga forgangsröðun, að íbúar norðan Vatnajökuls geta ekki náð útsendingum út- varpsins án vandkvæða. Um leið er þetta viljaleysi áminning um að Ríkisútvarpið hafi glutr- að niður meintri sérstöðu sinni og helstu réttlætingu tilveru sinnar. Fjárskortur eða forgangsröðun?} Öryggishlutverkið vanrækt enn á ný Efnahagslegupprisa Kín- verja á síðustu ár- um hefur vart far- ið fram hjá neinum, en gera má ráð fyrir því að kínverska hag- kerfið verði hið stærsta í heimi innan nokkurra ára ef það hefur ekki nú þegar náð þeim áfanga. Á sama tíma hafa Kínverjar sóst mjög eftir auknum áhrifum í heiminum, til dæmis með því að stuðla að uppbyggingu í ýmsum ríkjum Afríku og með því að stækka einhliða út loftvarnarsvæði sitt á Kínahafi, í mikilli óþökk helstu nágranna sinna. Eftir því sem veldi og vegur drekans í austri eykst vaxa að sama skapi líkurnar á því að kastast muni í kekki á milli Bandaríkjamanna og Kín- verja, einkum þar sem hinir síðarnefndu telja sig hafa far- ið halloka á síðustu öldum, og að nú sé tímabært að hin mikla menningarþjóð sem Kínverjar eru fái sinn réttmæta sess. Slíkar deilur yrðu líklega mest- megnis diplómat- ískar, en gætu fljótt orðið mun alvarlegri og jafnvel leitt til hörmulegra átaka ef til dæmis Kínverjar ákvæðu að þeim væri óhætt að ráðast á Taívan. Bandaríkin hafa sem stend- ur mun meira afl en Kína, jafnvel þar sem Kína telur sitt áhrifasvæði. Kínverjar efla her sinn þó hratt og valda- jafnvægið mun óhjákvæmilega breytast. Samskipti ríkjanna hafa verið með ýmsu móti, en mikilvægt er að þau læri að lifa í sátt og af gagnkvæmri virðingu áður en Kína telur sig hafa nægt afl til að fara gegn hagsmunum Bandaríkj- anna. Fátt er mikilvægara í alþjóðamálum en samskipti Kína og Bandaríkjanna} Bilið minnkar Þ að er greinilegt að aðdáendur Nu- tella-súkkulaðihnetusmjörsins finnast víða, en fjölmiðlar í Bret- landi og Bandaríkjunum hafa á síð- ustu vikum fjallað um (mögulegan) yfirvofandi heslihnetuskort og snarhækkandi verð undir fyrirsögnum á borð við: „Hazelnut Shortage Will Probably Hit You Right In The Nutella“ og „Price of Nutella could rise after poor weather devestated hazelnut crops“. Samkvæmt Independent hefur heild- söluverðið á heslihnetum þegar hækkað um 60%, í kjölfar þess að frost skall á í Tyrklandi í mars með hagléli og leiðindum, þegar hesli- hneturunninn var á viðkvæmu vaxtarskeiði. Um 70% allrar heslihnetuuppskeru í heiminum kemur frá Tyrklandi, nánar tiltekið frá svæð- unum sem liggja að Svartahafi, en samkvæmt spám tyrk- neska heslihnetuiðnaðarins mun heildaruppskeran aðeins nema um 540 þúsund tonnum vegna kuldakastsins, en áætlanir gerðu ráð fyrir að hún yrði um 800 þúsund tonn. Samkvæmt Guardian hefur verðið á heslihnetunni rokið upp í 6.300 pund fyrir tonnið en í febrúar kostaði það 3.900 pund. Þetta kann að koma illa niður á sætindaframleið- endum á borð við Ferrero, sem m.a. framleiðir Nutella og Ferrero Rocher-súkkulaðimolana, en fyrirtækið kaupir 25% heslihnetuuppskerunnar á ári hverju og framleiðir 180 milljón kíló af súkkulaðihnetusmjörinu á ári, að sögn ítalska verslunarráðsins. Samkvæmt Huffington Post, sem einnig hefur látið sig málið varða, eru yfir 50 heslihnetur í hverri krukku af Nutella, en að sögn fyrirtæk- isins fylgjast menn þar á bæ náið með gangi mála og segja Nutella-skort ekki fyrirsjáan- legan, enda voru þeir svo forsjálir að fjárfesta nýlega í stærsta heslihnetuheildsala Tyrk- lands, Oltan. Og hvaða máli skiptir þetta allt saman? kann einhver að spyrja. Jú, þegar ég rakst fyrst á fréttir af málinu var ég nýbúin að skella í Nu- tella-súkkulaðibitasmákökur og það hvarflaði að mér að e.t.v. væri þetta leiðin til að vekja at- hygli fólks á áhrifum loftslags- og veðurfars- breytinga. „Kick them in the Nutella,“ ef svo má að orði komast. Það er ekki nema von að heslihnetufréttunum hafi fylgt myndir af súkkulaðihnetusmjörinu, þegar litið er til þess að markaðshlutdeild þess í Bandaríkjunum er 70% og að á síðasta ári greiddu jarðarbúar samtals 2,46 milljarða króna fyrir góðgætið. Skortur og verðhækkanir kunna að vera það sem koma skal. Veðrabreytingar, pestir og vaxandi eftirspurn á nýj- um markaðssvæðum gætu haft gríðarleg áhrif á framboð á ýmsum hráefnum í framtíðinni. Samkvæmt Business Insi- der er t.d. mögulegt að avocado-framleiðsla í Bandaríkj- unum hrynji um 40% á næstu 30 árum vegna þurrka og framleiðsla á kaffibaunum um alls 34% fyrir 2020 vegna hækkandi hitastigs. Þá er hunangsverð í hæstu hæðum og kakóbaunabændur anna vart eftirspurninni eftir súkkulaði í Kína. Líkur eru á að þetta sé bara byrjunin. holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Heimur án Nutella … og alls konar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Hluti hljóð- og mynd-bandasafns Ríkisútvarps-ins (RÚV) liggur undirskemmdum, en að sögn Hreins Valdimarssonar, tæknimanns hjá RÚV, þarf bæði að auka mann- skap og fjármagn til safnadeildar stofnunarinnar ef bjarga á þeim mikilvægu menningarverðmætum sem geymd eru í safni Útvarpshúss- ins. „Það er mjög erfitt að segja til um það hversu stór hluti safnsins liggur undir skemmdum. Við vitum þó að það eru hlutir þarna eins og geisla- diskar og myndbönd sem eru á leið- inni að skemmast. Það eina sem er að bjarga RÚV þessa dagana er að sú stofnun hefur alltaf keypt bestu fáan- legu hljóðritunarmiðla, svo sem lakk- plötur og segulbönd, sem í boði hafa verið á hverjum tíma,“ segir Hreinn. Í geymslum RÚV eru a.m.k. tíu þúsund lakkplötur, 30 þúsund segul- bandsspólur, 10 þúsund geisladiskar og þúsundir myndbanda sem inni- halda leikrit, viðtöl, tónlist, fréttir og margt fleira. „Við verðum að taka þessar þjóðargersemar sem liggja í hljóðritasafni út og setja þær á þann- ig form að bæði sé hægt að nota það og færa það til næstu kynslóða. Þá verður þetta fyrst sýnilegt, vegna þess að gamla efnið er geymt á þann- ig sniði að í dag er erfitt að spila þetta. Í dag erum við að vinna með sjálf frumritin og að lána þau út geng- ur að sjálfsögðu ekki,“ segir Hreinn. Um 70 hillumetrar af segul- böndum liggja óskráðir í hirslum RÚV, en nokkur þeirra ná allt til árs- ins 1968. „Þegar við sem erum á seinni hluta starfsævinnar hættum störfum vita voða fáir hvað er á þessu. Við þekkjum bæði efnið og jafnvel raddirnar og erum því betur í stakk búin til þess að meta efnið,“ segir Hreinn. Lítill hluti afritaður Lítill hluti fyrstu myndbanda RÚV hefur verið afritaður en talið er að 500 fyrstu dagskrárbönd útvarps- ins og 100 elstu tónlistarböndin séu í mikilli hættu. „Vandamálið er að sú stafræna þróun sem hefur átt sér stað hefur verið dálítið hæg. Það má segja að við höfum verið svolítið sein að taka inn það safnakerfi sem við not- umst við í dag. Við geymdum að kaupa það sem við köllum „kistu“, en það merkir að geyma efni á tölvu- tæku formi. Það þýðir að við erum komin á eftir með það kerfi sem á að þjóna til framtíðar. Margt af þessu efni sem er að lokast inni hefur ekki fengið nógu mikla athygli, en það tekur óralangan tíma að afrita hverja einustu spólu á harðan disk, gera skýrslur og annað sem nauð- synlegt er til að varðveita þetta sem best,“ segir Hreinn. Ekki er það aðeins gamalt efni sem á undir högg að sækja, því að það útvarpsefni sem geymt var á geisladiskum frá árinu 1996–2006 er einnig í mikilli hættu á að glatast. „Geisladiskarnir eru það sem við er- um hræddust við. Þetta eru bara venjulegir heimabrenndir diskar og við vitum það og þekkjum það öll sem höfum brennt diska og geymt þá að það er mjög mismunandi hversu lengi þeir geymast. Það tek- ur ekki langan tíma að afrita efni af þeim á meðan þeir eru í lagi en þar ríkir mikil óvissa,“ segir Hreinn. Hann er eini starfsmaðurinn á RÚV sem sinnir því verkefni að af- rita elsta efni safnsins, en hann segir Ísland vera langt á eftir hinum Norðurlandaríkjunum í þeim efnum. „Ég er með heilt fjall fyrir framan mig og stend í raun og veru einn með tvær te- skeiðar. Þegar ég ræði þetta t.d. við kollega mína í Noregi skilja þeir ekki þetta vandamál. Þeir eru löngu búnir að afrita allt sitt gamla efni,“ segir Hreinn. Bjarga þarf mikil- vægum verðmætum Morgunblaðið/Kristinn Gögn Í geymslum RÚV eru a.m.k. tíu þúsund lakkplötur, 30 þúsund segul- bandsspólur og margt fleira. Hér sést Hreinn halda á lakkplötu úr safninu. Á Þjóðskjalasafni Íslands ríkir svipað ástand og hjá RÚV en þar liggja um 15-20% allra gagna undir skemmdum. „Hér hafa á undanförnum áratugum safnast upp ýmis gögn sem koma ófrágengin og óflokkuð til okkar. Oft á þetta við gögn sem tengjast gjaldþrotum sem hafa verið í meðferð hjá ein- hverjum skiptaráðendum. Þeg- ar þeir eru búnir að vinna með þau gögn á að skila þeim til okkar en hingað til hefur ekki verið krafa í lögum um að það sé gengið frá þessu með al- mennilegum hætti. Þetta er gamall uppsafnaður vandi sem við höfum ekki komist í að vinna úr en hann liggur aðallega í efni úr pappír,“ segir Ei- ríkur G. Guðmunds- son þjóðskjalavörð- ur. Glíma einnig við vanda LIGGJA UNDIR SKEMMDUM Eiríkur G. Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.