Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014
Ísak Már Jóhannesson er nemi í líffræði við Háskóla Íslands ogheldur upp á 25 ára afmælið sitt í dag. Áhugi hans á líffræðinnier eftirtektarverður en hann eyddi liðnu sumri í Berlín við
starfsnám hjá The Instute of Zoo and Wildlife Research þar sem
hann sinnti m.a. rannsóknum á því sviði. Hann nýtti þó tíma sinn ut-
an landsteinanna einnig í ferðalög og gerði sér ferð til Leipzig í
Þýskalandi þar sem hann sótti techno-tónlistarhátíð og skemmti sér
konunglega. Frítíminn fer þó að öllu jöfnu í hefðbundnari hluti eins
og útivist og fjallgöngur með góðum vinum ásamt því að skella sér í
frisbígolf þegar vel viðrar.
Ekki stóð á svari þegar talið barst að óskaafmælisgjöfinni þetta
árið sem reyndist vera borvél. „Það má segja að ég sé þegar búinn
að fá óskaafmælisgjöfina og ég vissi ekki einu sinni að þetta væri
hún,“ segir Ísak sem áttar sig nú enn betur á mikilvægi þess að eiga
eina slíka á heimilinu.
Afmælisdagurinn er þéttskipaður og hefst hann á ferð til Sand-
gerðis á vettvangsnámskeið í vistfræði þar sem skoðaðar verða
fjörur á staðnum. Um kvöldið er ferðinni svo heitið í Öskjuhlíðina
þar sem grillaðar verða pylsur ofan í mannskapinn og árunum tutt-
ugu og fimm fagnað af miklum ákafa. „Allir eru velkomnir sem vilja
koma, í holuna bak við Keiluhöllina,“ segir Ísak. laufey@mbl.is
Ísak Már Jóhannesson er 25 ára í dag
Afmælisbarn Ísak hefur óbilandi áhuga á líffræði og er nýkominn
frá Berlín. Í frítíma sínum spilar hann frisbígolf og stundar útivist.
Ferðalangur í
frisbígolfi
Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
G
eorg Aspelund Þorkels-
son fæddist 23. ágúst
1974 í Keflavík. Hann
ólst þar upp til fjögurra
ára aldurs en flutti þá til
Grindavíkur og var öll grunnskóla-
árin þar. Svo flytur fjölskyldan aftur
til Keflavíkur 1993. Georg flytur síð-
an ásamt fjölskyldu sinni til Reykja-
víkur 2000 og búa þau nú í Mosfells-
bæ. Hann gekk í Fjölbrautaskóla
Suðurnesja, útskrifaðist þaðan úr
grunndeild rafiðna og fór síðan í raf-
eindavirkjun í Iðnskólanum í Reykja-
vík. Hann er nú í leiðsögunámi í
Háskóla Íslands.
Á og rekur Discover Iceland
Georg vann ýmis störf sem ung-
lingur, var í fiski, mikið í verslun, t.d.
Kaupfélagi Suðurnesja, var flokks-
stjóri hjá bænum og seldi bílavara-
hluti og rafmagnstæki í Stapafelli í
Georg Aspelund Þorkelsson framkvæmdastjóri – 40 ára
Í Sankti-Pétursborg Fjölskyldan við Leníngrad-torg, frá vinstri: Karen, Elín, Esther og Georg.
Úr tölvubransanum
í ferðaþjónustuna
Afmælisbarnið Georg fer með 3.000 farþega á hálendið á ári hverju.
„Íslendingar“ er nýr efnis-
liður sem hefur hafið göngu
sína í Morgunblaðinu. Þar
er meðal annars sagt frá
merkum viðburðum
í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum,
barnsfæðingum
eða öðrum
tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta
af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
• Konica Minolta fjölnotatækin (MFP)
eru margverðlaunuð fyrir hönnun,
myndgæði, notagildi, umhverfisvernd
og áreiðanleika.
• Bjóðum þjónustusamninga,
rekstrarleigusamninga og alhliða
prentumsjón.
• Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór
fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur
sem eiga það sameiginlegt að gera
kröfur um gæði og góða þjónustu.
• Kjaran er viðurkenndur söluaðili á
prentlausnum af Ríkiskaupum.
Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is
• BLI A3 MFP Line of the Year 2013
• BLI A3 MFP Line of the Year 2012
• BLI A3 MFP Line of the Year 2011
bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki