Morgunblaðið - 23.08.2014, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 23.08.2014, Qupperneq 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég kann litlar skýringar áþví af hverju ég lagðistyfir NWOBHM sveitinaSaxon nú um daginn (þýðing: New Wave Of British Heavy Metal). Jú, reyndar, ég er með skýringu. Ég hef alltaf verið hrifinn af tónleikaplötu hennar, The Eagle Has Landed, en hún inniheld- ur beint af augum, „ekkert kjaftæði“ rokkara með nöfnum eins og „Mot- orcycle Man“ og „Heavy Metal Thunder“. Þennan dag vantaði mig sæmilega heilalausa en stuðgefandi tónlist þar sem ég var að klára eitt- hvert verkefnið og Saxon skaut þá upp í kollinn. Einfaldlega. Pönk og þungarokk Þessi yfirlega reif hins vegar upp ýmsar pælingar sem nú verða viðr- aðar. Ég fór að hugsa um hina ágætu bók Simon Reynolds, Ret- romania, þar sem hann leggur upp með þá kenningu að poppmenning í dag sé háð, og í raun með þráhyggju, gagnvart eigin fortíð. Það skýri þá staðreynd að 30 og 40 ára gamlar hljómsveitir spila í dag fyrir marg- falt fleiri aðdáendur en þær áttu nokkru sinni kost á í árdaga. Saxon fellur hér eins og flís við rass. NWOBHM bylgjan var ekki lang- líf (1979 – 1981 ca) en áhrifin því meiri, t.a.m. er bandarískt frum- þrass (Metallica o.fl.) skilgetið af- kvæmi þeirra hræringa. Iron Mai- den, Def Leppard og Saxon eru jafn- an tilteknar sem helstu sveitir senunnar. Þessi nýbylgja bresks þungarokks þreifst á vissan hátt á hugmyndafræði pönksins, það skipti ekki máli hvað þú gætir heldur hvað þú gerðir og flóðbylgja hráslagalegs bárujárnsrokks á litlum, óháðum merkjum skall af miklum krafti á Bretlandseyjum. En ólíkt pönk- urunum horfðu þessir rokkarar sem bergnumdir til rokkhetjanna frá átt- unda áratugnum; Deep Purple, Whi- tesnake, Aerosmith og þeirra líka. Það var því einnig þumlað af krafti í gegnum rokkklisjubókina. Hótfyndni almættisins Iron Maiden lifði af upprunalegu flóðbylgjuna og varð að vinsælustu þungarokkssveit heims á níunda áratugnum, fagurfræði hennar öll og háttsemi alveg einstaklega ensk. Def Leppard, sem kemur frá Sheffield, var hins vegar með dollaramerki í augunum og amerískur hljómur hennar rataði á endanum til þeirra sem sveitin var að reyna að höfða til (plata hennar frá 1983, Pyromania, seldist í tíu milljón eintökum í Bandaríkjunum og platan sem kom út þar á eftir, Hysteria, seldist enn betur). Saxon, sem koma frá krummaskuðinu Barnsley, lék hins vegar einstaklega sjarmerandi, bjór- legið tuddarokk og á tímabili stóð hún jafnfætis þessum tveimur ris- um. Það er stórkostlegt að skoða gamlar myndir af Saxon, meðlimir líta út eins pípulagningamenn sem var varpað í þungarokksklæðnað fyrir einhverja hótfyndni almætt- isins. Algjörir gaurar eða „lads“ eins og Bretinn segir. Saxon missti hins vegar rækilega fótanna með plöt- unni Power & the Glory (1983) en innihaldið þar er í skarpri andstöðu við titilinn. Aldrei lagði hún þó upp laupana, „gaurarnir“ bitu einfald- lega í saxnesku skjaldarrendurnar og þolinmæðin skilaði þeim loks í fang fortíðarvindanna sem næða svo hressilega um popplendur í dag. Saxon gefur nú reglubundið út plöt- ur og heldur tónleika um heim allan fyrir fullum húsum. Lifandi safngripir Biff Byford, söngvari Saxon (já, hann er jafn svakalegur þessi maður og nafnið gefur til kynna) tilkynnti fyrir stuttu á vefsetri Saxon að sveit- in hefði hlaðið í tuttugustu hljóð- versplötuna. Það eru merkilega margar sveitir, samtíða Saxon, sem búa við svipuð skilyrði í dag. Þegar maður sér auglýsingar um þunga- rokkshátíðir mætti halda að þær væru frá 1984 fremur en 2014. Þess- ar sveitir eru starfandi en fæstar þeirra eru í fullu fjöri eins og gjarn- an er sagt. Hljóðversplöturnar nýju slaga aldrei upp í fyrri tíma afrek og tónleikum er oft og iðulega landað með herkjum. Ekkert af þessu skiptir þó sköpum þar sem fólk er jafnan komið til að berja lifandi safn- gripi augum. Glúrnustu gripirnir vita þetta og spila meðvitað inn á þessa þörf – já, þessa þráhyggju - fólks. Frægðin varð aldrei jafn stjarnfræðileg og Biff og félagar hefðu efalaust viljað en af seiglu áttu þeir greinilega nóg. Það er vissulega bölvun og blessun sem fylgir „ret- rómaníu“ Reynolds; úr sér gengnir hundar taka upp pláss sem betur væri varið í aðra en um leið er líka svigrúm fyrir þá sem hafa sýnt fram á að allt er áttræðum fært. Lýk þessu með vísun í hallærislínur úr einum af slögurum Saxon: „Never surrender / When you’re up against the wall / Never surrender / Stand up, fight them all.“ Tónlistarleg stríðshross  Eldgamlar hljómsveitir hafa aldrei haft það jafngott og núna  Þráhyggja gagnvart eigin fortíð  Eitt af mýmörgum dæmum er þungarokkssveitin Saxon, sem enn siglir seglum þöndum Hei þú! Biff Byford, söngvari Saxon, veit upp á hár hvað hann vill. » Aldrei lagði hún þóupp laupana, „gaur- arnir“ bitu einfaldlega í saxnesku skjaldarrend- urnar og þolinmæðin skilaði þeim loks í fang fortíðarvindanna sem næða svo hressilega um popplendur í dag „Ég hef alltaf verið spenntur fyrir sembalnum sem hljóðfæri, en þetta er gjörólíkt píanóinu þó að hljóð- færin tvö séu útlitslega ekki alveg ósvipuð,“ segir Árni Heimir Ingólfs- son, sem heldur sembaltónleika í Hannesarholti í dag kl. 14. „Ég var svo heppinn að fá lista- mannalaun og eitt þeirra verkefna sem ég hef verið að vinna að er að læra meira inn á þetta hljóðfæri, en ég lærði aðeins á það í námi mínu í Bandaríkjunum á sínum tíma,“ segir Árni Heimir, sem tekið hefur einka- tíma í semballeik bæði hér- og er- lendis síðastliðin tvö ár. Spurður um efnisskrá tónleikanna segist Árni Heimir munu bjóða upp á ferðalag um barokkið og leika verk eftir Girolamo Frescobaldi, William Byrd, Antoine Forqueray og J.S. Bach. „Efnisskráin spannar því allt barokktímabilið og fjögur lönd, þ.e. Ítalíu, England, Frakkland og Þýskaland,“ segir Árni Heimir, sem fræða mun tónleikagesti um bæði tónskáldin og hljóðfærið sjálft. Aðgangur er ókeypis. Sembaltónar í Hannesarholti Fagurskreytt Hljóðfærið sem Árni Heimir leikur á var smíðað af Marc Du- cornet í París 2011, en allnokkur biðtími er eftir handsmíðuðu hljóðfæri. ★★★★ – SGV, Mblamlet Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Róðarí (Aðalsalur) Þri 16/9 kl. 20:00 Sun 28/9 kl. 20:00 Lau 20/9 kl. 20:00 Lau 4/10 kl. 20:00 LÓKAL (Aðalsalur) Mið 27/8 kl. 12:00 Fös 29/8 kl. 20:00 Sun 31/8 kl. 20:00 Fim 28/8 kl. 20:00 Lau 30/8 kl. 20:00 Trúðleikur (Aðalsalur) Sun 7/9 kl. 14:00 Sun 21/9 kl. 14:00 Sun 14/9 kl. 14:00 Sun 28/9 kl. 14:00 Kameljón (Aðalsalur) Lau 6/9 kl. 20:00 Sun 21/9 kl. 20:00 Sun 5/10 kl. 20:00 Fös 12/9 kl. 20:00 Lau 27/9 kl. 20:00 Petra (Aðalsalur) Fös 29/8 kl. 19:00 Fös 5/9 kl. 20:00 Lau 30/8 kl. 19:00 Fim 11/9 kl. 20:00 Full búð af nýjum vörum Kringlunni 4 Sími 568 4900

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.