Morgunblaðið - 23.08.2014, Side 52

Morgunblaðið - 23.08.2014, Side 52
LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 235. DAGUR ÁRSINS 2014 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Varasamt að fljúga yfir Heklu 2. Sá stærsti hingað til 3. Stýrir Jafnréttisstofu án bílprófs 4. Svona er hin týpíska íslenska kona  Nú styttist óðfluga í tónleika poppgoðsins Justins Timberlake í Kórnum í Kópavogi en þeir hefjast annað kvöld, sunnudag, klukkan 19.30. Tónleikarnir eru hluti af The 20/20 Experience heimstúr kapp- ans og hefur verið birtur lagalisti fyrir kvöldið. Um er að ræða 32 lög en þar á milli eru flest af hans þekktustu lögum. Meðal þeirra má nefna Rock Your Body, My Love, Cry Me a River, Señorita og SexyBack. Að sjálfsögðu getur eitthvað komið upp í skipulaginu en að öllu óbreyttu endar kappinn síðan á lag- inu Mirrors sem tekið er af plötunni The 20/20 Experience sem kom út í fyrra. AFP Lagalisti Justin Tim- berlake kominn á netið  Snorri Ásmundsson verður með þátttökugjörning í Listasafni Ís- lands í dag milli kl. 17 og 19. Um árabil hefur Snorri tekið tveggja mínútna löng vídeó-portrett af fólki í sínu nánasta umhverfi, m.a. af þjóðþekktum einstaklingum. Í dag mun hann sjálfur sitja fyrir í eigin verki og býður jafnframt gestum og gangandi að sitja fyrir. Hver upptaka er tvær mín- útur en samantekt portrett-verkanna sem tekin eru í tilefni Menn- ingarnætur verður sýnd síðar í Lista- safni Ís- lands. Þátttökugjörningur í Listasafni Íslands FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 3-10 m/s, hvassast norðvestantil. Skýjað að mestu vestantil, en annars bjart með köflum. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast suðaustanlands. Á sunnudag Suðvestan 5-13 m/s. Rigning með köflum, en yfirleitt þurrt suðaustan- og austanlands. Hiti 10 til 15 stig. Á mánudag Suðvestlæg átt 5-10 m/s og rigning en þurrt austast. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands. Á þriðjudag Sunnan og suðvestan 5- 13 m/s. Rigning með köflum vestantil, en bjartviðri norðaustantil. Hiti breytist lítið. U18 ára lið Íslands í handknattleik karla tryggði sér í gær farseðilinn í lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Rússlandi á næsta ári. Það var ljóst eftir sigur á Hvíta- Rússlandi á Evrópumótinu sem fram fer í Póllandi. Strákarnir spila um 9.- 10. sæti á mótinu við Króatíu, en efstu tíu þjóðirnar á EM komast inn í lokakeppnina. »1 Strákarnir á HM með sigri á Hvít-Rússum Keppni í þýsku 1. deildinni í handbolta hefst í dag eftir sumarfrí. Flestir eru sam- mála um að Kiel verji þýska meistaratitilinn í vor, en eina liðið sem gæti staðið í Kiel sé Rhein-Neckar Lö- wen. Níu Íslendingar spila í deildinni í vetur og þá eru þrír íslenskir þjálfarar í deildinni sem í eru 19 lið í vetur. Spáð er í spilin í íþróttablaðinu í dag. »3 Aðeins Löwen sem ógnar Kiel Kjartan Henry Finnbogason og sam- herjar hans í KR ætla sér að berjast til þrautar um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í knattspyrnu. KR er að elta FH og Stjörnuna en meistara- liðið úr Vesturbænum er sex stigum á eftir toppliðunum þegar öll liðin eiga sjö leiki eftir. »2 KR-ingar ætla að berjast til þrautar Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Jóhann Páll Hreinsson varði dokt- orsritgerð sína í læknavísindum frá læknadeild Háskóla Íslands í sumar einungis 26 ára gamall. Þá lauk hann kandídatsprófi í júní sl. nánast sam- hliða doktorsnáminu, sem verður að teljast frábær árangur. Ýtt lymskulega í læknisfræðina „Ég held að ég hafi verið 18 ára þegar ég ákvað að fara í læknisfræði en ég hef alltaf haft áhuga á faginu. Móðir mín ýtti mér lymskulega út í læknisfræðina á sínum tíma. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig hún fór að því, en hún kom að minnsta kosti hugmyndinni í kollinn á mér,“ segir Jóhann. Hann kveðst hafa mikinn áhuga á mannslíkamanum og þá sé þörfin til að hjálpa fólki líka ein af ástæðunum fyrir því að hann valdi læknisfræði. Jóhann er fæddur og uppalinn í Reykjavík, en foreldrar hans eru að norðan, annars vegar frá Dalvík og hins vegar Ólafsfirði. Móðir hans heitir Arna Auður Antonsdóttir og er lífeindafræðingur en faðir Jóhanns heitir Hreinn Pálsson og er próf- stjóri í Háskóla Íslands. „Faðir minn hélt uppi einkunnunum mínum í náminu,“ bætir Jóhann kíminn við. Var ekki mjög góður í námi Þó að Jóhann skari fram úr í námi nú þá gerði hann það ekki alltaf. „Ég var ekkert svakalega góður námsmaður í menntaskóla og náms- áhuginn kviknaði ekki fyrr en á síð- asta árinu í menntaskóla.“ Jóhann útskrifaðist árið 2007 úr Mennta- skólanum við Hamrahlíð. „Eftir stúdentsprófið ferðaðist ég um Evr- ópu í eitt sumar og byrjaði síðan í líf- eindafræði í Háskóla Íslands um haustið. Ég byrjaði svo í læknisfræð- inni eftir að hafa lokið einu ári í líf- eindafræði.“ Jóhann lauk BS í læknavísindum 24 ára og hóf síðan rannsókn- arstörfin en ekki er gerð krafa um að ljúka meistaragráðu til að hefja dokt- orsnám í læknavísindum. „Þegar ég byrjaði í þessari vísindavinnu eftir BS-námið var ég ekki endilega að hugsa um að skrifa doktorsritgerð um það. En ég hef mjög góðan og hvetjandi leiðbeinanda, Einar Stefán Björnsson meltingarlækni og ég á honum mikið að þakka í þessu öllu saman. Hann benti mér á að þetta væri rakið doktorsverkefni, þetta hefði verið ómögulegt án hans.“ Þá segir Jóhann að unnusta sín, Ingigerður Sólveig Sverrisdóttir, hafi verið sér stoð og stytta í nám- inu, en hún er einnig nýútskrifuð úr læknisfræði. Lauk doktorsnáminu 26 ára  Skrifaði rit- gerðina samhliða kandídatsnámi Mynd/Gunnar Sverrisson Doktorsvörnin Dr. Angel Lanas, prófessor í læknisfræði við Háskólann í Zaragoza, Jóhann Páll Hreinsson og Tryggvi Stefánsson, skurðlæknir á Landspítalanum, á doktorsvörninni sem fór fram í hátíðarsal Háskóla Íslands. Doktorsritgerð Jóhanns ber heit- ið: Blæðingar frá meltingarvegi: nýgengi, orsakir, tengsl lyfja og horfur. Í ritgerðinni rannsakar Jó- hann nýgengi og orsakir blæð- inga frá efri og neðri hluta melt- ingarvegar á Íslandi. Jóhann Páll segir niðurstöður ritgerðarinnar vera á þann veg að blæðingar frá efri og neðri hluta meltingar- vegar virðast vera jafn-algengar og það sé greinilegt að lyf, eins og t.d. bólgueyðandi lyf eða hjartamagnýl, tengist blæðingum frá meltingarvegi. Jafnframt séu horfurnar hjá þeim sem blæðir mjög góðar, t.d. þurfi fáir að fara í skurðaðgerð og mjög fáir deyi vegna blæðinga frá melting- arvegi. Ritgerðin samanstendur af fimm greinum og hafa þrjár þeirra þegar verið birtar í erlend- um, ritrýndum vísindatímaritum. Birtist í vísindatímaritum DOKTORSRITGERÐ JÓHANNS PÁLS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.