Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 14
L aufey Ýr Sigurðardóttir, sérfræðingur í tauga- lækningum barna, flutti til Orlando í Flórída í Bandaríkj- unum fyrir rúmum tveimur árum síðan. Henni var þar boðið að starfa sem yfirlæknir á sviði floga- veiki barna á glænýjum barnaspít- ala þar, Nemours Children’s Hospital. Nú hefur spítalanum ver- ið úthlutað um 75 milljónum í styrk til þess að byggja upp starf- semi og þjónustu við börn á ein- hverfurófi. „Þegar ég kom út áttaði ég mig fljótlega á því að þjónusta við börn á einhverfurófi með raskanir á Or- lando-svæðinu var töluvert styttra á veg komin en ég hafði búist við,“ segir Ýr en hún starfaði lengi á einhverfusviði Greiningar- og ráð- gjafarstöðvar ríkisins. „Ég sá að Íslendingar voru nokkrum skrefum á undan Flórídabúum í þjónustu við ung börn með hugsanlega einhverfu.“ Hóf að leita lausna Ekki leið á löngu þar til Ýr fór að starfa með yfirsálfræðingi spítalans við það að reyna að finna leiðir til þess að auka þjónustu við þennan hóp barna. „Við ákváðum að einbeita okkur að þeim. Möguleikar þessara barna hámarkast þegar borið er kennsl á þau snemma, greining framkvæmd án tafar og þjálfun hafin á unga aldri.“ Ýr og samstarfsfélagi henn- ar sóttu um styrki sem fengust fyrst úr einkageiranum en nú hef- ur Flórída-ríki einnig ákveðið að færa verkefninu styrk. Um er að ræða árlegan 670 þúsund dollara styrk. „Styrkurinn er okkar áfram ef við stöndum okkur.“ Mikill munur á Íslandi og Bandaríkjunum Ýr á sjálf átta börn og svo vill til að einn af sonum hennar er með háttstandandi einhverfu og gengur í grunnskóla ytra. „Markmiðið með greiningu og meðferð er ekki að lækna einhverfu sem slíka, ein- hverfa er ótrúlega falleg á margan hátt. Hér er frekar verið að hjálpa þeim að aðlagast sem best og ná sem mestri færni,“ segir Ýr. Hún segir mikinn mun á íslenskum fjöl- skyldum og fjölskyldum í Flórída en þar sækir fólk síður í hvers kyns aðstoð. „Fólk á Íslandi talar við hvert annað, fjölskyldan er nær og foreldrar leita sér miklu frekar hjálpar en fólk í Ameríku, allavega það þjóðarbrot sem býr í Flórída. Þar taka foreldrar börnin í fangið, halda þeim oft heima og bíða eftir því að vandinn leysist af sjálfum sér. Þar er enga fjárstyrki að fá og fólk sækir síður í bætur sem ætl- aðar eru börnum með sérþarfir. Sumir fara jafnvel ekki með barnið sitt í ungbarnaeftirlit því þau vilja ekki að læknirinn sjái að eitthvað er að og hræðast það að þykja ekki góðir foreldrar.“ Mikilvægt að börn fái greiningu ung að aldri Styrknum er skipt upp í nokkra þætti. Í fyrsta lagi verður þverfag- leg greining framkvæmd á ungum börnum eða börnum innan við sex ára aldur. „Hér á Íslandi koma börn gjarnan til greiningar fjög- urra ára eða yngri, en við í Flórída gleðjumst við það eitt að ná til barnanna fyrir upphaf skólagöngu. Við bjóðum 100 börnum upp á þverfaglega greiningu þeim að kostnaðarlausu. Það er veigamikill þáttur starfs okkar að þjónusta fólk sem ekki er með heilsutrygg- ingu.“ Í öðru lagi verður styrkur veittur til atferlisþjálfunar.„Þegar ég byrjaði að vinna með börnum með einhverfu þá hafði ég á tilfinn- ingunni að atferlisþjálfun hjálpaði mikið til. Rannsóknir á gildi atferl- isþjálfunar voru þá fáar en í dag er búið að sýna fram á með óyggj- andi hætti að atferlisþjálfun breyt- ir gríðarlega miklu.“ Í þjálfuninni felst margt skemmtilegt sem börn- in hafa gaman af. Þjálfunin krefst þó mikils tíma eða allt að 30-40 stundir á viku. „Fólki bregður stundum við hvað mikill tími fer í þessa meðferð og getur verið erfitt að afhenda litla barnið sitt með- ferðaraðilum. Atferlisþjálfun eykur hins vegar greindarvísitölu barnanna, eykur málþroska þeirra, aðlögunarfærni, eykur líkurnar á að barnið geti setið í venjulegum bekk í skóla, eykur líkur á að barnið geti sótt framhaldsnám og eykur líkurnar á sjálfstæðu lífi. Eins og rannsóknir hafa sýnt þá hafa langflestir foreldrar miklar áhyggjur af því að barnið þeirra geti ekki lifað sjálfstæðu lífi og velta fyrir sér spurningum eins og hvað gerist þegar ég fer frá? Það er erfið byrði að bera.“ Fræðsla er mikilvæg Þriðji hluti styrksins felst í fræðslu fyrir heimilislækna og læknanema um einhverfu. „Þó að einhverfa sé eins algeng og hún er þá þarf að RANNSÓKNIR HAFA SÝNT MEÐ ÓYGGJANDI HÆTTI AÐ ATFERLISÞJÁLFUN SKILAR ÁRANGRI Einhverfu- rófið fallegt á margan hátt Laufey Ýr Sigurðardóttir, ávallt kölluð Ýr, mun stýra veigamiklu verkefni á nýjum barnaspítala í Flórída. Morgunblaðið/Styrmir Kári LAUFEY ÝR SIGURÐARDÓTTIR, YFIRLÆKNIR Á NÝJUM BARNASPÍTALA Í ORLANDO, OG TEYMI HENNAR HEFUR FENGIÐ VEGLEGAN STYRK TIL ÞESS AÐ AÐSTOÐA BÖRN MEÐ RASKANIR Á EINHVERFURÓFI. EN AÐSTOÐ VIÐ BÖRN MEÐ SÉRÞARFIR HEFUR VERIÐ Á UNDANHALDI Á SVÆÐ- INU. ÝR SEGIST VONA AÐ MEÐ TÍMANUM HÆTTI FÓLK AÐ LÆKKA RÓMINN ÞEGAR TALAÐ ER UM EINHVERFU. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Ýr segir markmiðið með greiningu og meðferð ekki vera að lækna einhverfu sem slíka, heldur hjálpa börnum að aðlagast sem best og ná sem mestri færni. fræða fólk betur um hana og kenna þarf að bera kennsl á börn á einhverfurófi.“ Að sögn Ýrar er mikið um greiningar en ekki er þar með sagt að þær séu góðar. „Ég hef aldrei kynnst öðrum eins fjölda geðgreininga á litlum börn- um eins og í Flórída og foreldr- arnir sætta sig við það að börnin þeirra, pínulítil, séu greind með geðklofa. Ég hef aldrei séð svona áður og tel þetta kunnáttuleysi að einhverju leyti. Við munum því vera með góða fræðslu sem er mjög jákvætt.“ Í fjórða lagi verður farið um fá- tæku hverfin á sendiferðabíl og börn heimsótt í hverfum sínum. „Við sjáum það í Ameríku að það eru margir sem hafa ekki burði eða peninga til þess eins að koma og hitta okkur á spítalann og því munum við sækja börnin heim. Við munum reyna að fá mæður til okk- ar í bílinn með börnin sín án nokk- urra skuldbindinga. Farið verður í sex skipti á næstu mánuðum og við erum að vinna í að koma á sam- starfi við stórverslanir á borð við Walmart að leyfa okkur að sinna þessu starfi fyrir utan verslanir þeirra.“ Ýr hefur því í nógu að snúast og segist ekki á heimleið á næstunni. Hins vegar muni hún flytja heim en fyrst bíður hennar þetta veiga- mikla verkefni. * Tími sem eytt er með fjölskyld-unni er hverrar sekúndu virði Höfundur óþekktur 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.8. 2014 Fjölskyldan Ýr segist stolt af því að Ís- lendingar séu komnir langt á veg á sviði einhverfu. „Íslendingar vita að sumu leyti ekki hvað þeir hafa það gott. Ég er ótrúlega stolt af því sem við erum að gera hér,“ segir hún. „Það sem við eigum þó ekki að sætta okkur við eru biðlistar ungra barna. Þeir eru í raun barnskemmandi ef svo má að orði komast.“ Ýr telur að biðlistar eftir tíma hjá ýmsum sérfræðingum og lækn- um séu að færast í aukana og sérstaklega hjá yngsta fólkinu með einhverfu. Hún segir mikilvægt að börn fái góðar greiningar því góðar greiningar og góðar meðferðarleiðir skili sér á endanum vel í kerfið. „Ég er hrædd um að með því að reyna að spara og færa þjónustu á margra hendur þynnist sér- þekkingin hér á landi. Við miss- um svo margt. Þegar ég starfaði á einhverfusviði Greiningar- stöðvar vorum við með gríð- arlega þekkingu í sama herberg- inu. Nú þegar ég er að leita að hópi sérfræðinga til að aðstoða mig í Flórída þá átta ég mig á því að ég hafði allt hér.“ GÓÐAR GREININGAR SKILA SÉR Í KERFIÐ Biðlistar afar varhugaverðir * Ég sá að Íslend-ingar erunokkrum skrefum á undan Flórídabúum í þjónustu við ung börn með hugsanlega einhverfu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.