Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.8. 2014
BÓK VIKUNNAR Icelanders eftir Sigurgeir Sigurjónsson og
Unni Jökulsdóttur er skemmtileg bók á ensku um líf Íslendinga
á landsbyggðinni. Ríkulega myndskreytt og í þægilegu broti.
Bækur
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR
kolbrun@mbl.is
Í aprílmánuði 1870 voru tveir rúmlega tví-
tugir menn í kvenmannsklæðum hand-
teknir fyrir utan Strand leikhúsið í Lund-
únum. Tæpu ári síðar var réttað yfir þeim.
Þessu sérkennilega máli, sem vakti gríð-
arlega athygli á sínum tíma, eru gerð afar
skemmtileg skil í nýúkominni bók Fanny
& Stella - The Young Men Who
Shocked Victorian England eftir Neil
McKenna. Bókin hefur hlotið mikið lof,
enda tekst höfundi gríðarlega vel að veita
innsýn í sérstakan heim klæðskiptinga 19.
aldar á Englandi og dregur auk þess upp
sterka og eftirminnilega mynd af aðal-
persónum sínum.
Frederick Park og Ernest Boulton voru
klæðskiptingar sem kölluðu sig Fanny og
Stellu og voru nær óaðskiljanlegir. Áður
en þeir voru handteknir hafði lögreglan
fylgst nákvæmlega
með ferðum þeirra í
rúmt ár. Ernest
(Stella) var fínlegur
og í kvenmanns-
fötum var nær
ómögulegt annað
en að telja hann
vera töfrandi konu,
enda urðu all-
nokkrir karlmenn
ástfangnir af hon-
um. Frederick
(Fanny) þótti ekki
jafn fögur kona en
samt álitin myndarlegur kvenmaður af
þeim sem ekki vissu betur. Þar sem vin-
irnir höfðu ekkert á móti því að selja blíðu
sína uppgötvuðu viðskiptavinir oft að það
sem þeir héldu vera konu var karl, en
kipptu sér yfirleitt ekkert sérlega mikið
upp við það.
Lögmaðurinn George Lewis tók að sér
að verja Fanny og Stellu en þeir voru
ákærðir fyrir að hvetja til ónáttúrulegra
kynmaka. Hann var enginn aukvisi, prins-
inn af Wales hafði leitað ráða hjá honum í
erfiðu máli og seinna varði hann Queens-
berry lávarð í máli sem Oscar Wilde
höfðaði gegn honum, en það mál snerist í
höndum Wilde og leiddi til fangelsunar
hans. Í réttarhöldunum var það móðir
Stellu sem stal senunni með stórkostlegri
frammistöðu þar sem henni tókst að sann-
færa alla um sakleysi sonar síns.
Að lokum fór svo að Fanny missti vitið
og blindaðist af völdum sýfilis og dó þrjá-
tíu og fjögurra ára. Stella lést fimmtíu og
fjögurra ára og þann dauða mátti einnig
rekja til sýfilis. Saga þessara sérstæðu
persónuleika er þess virði að vera lesin.
Orðanna hljóðan
ÓVENJU-
LEG RÉTT-
ARHÖLD
Stella og Fanny í fatnaði sem fór þeim vel.
Bók sem fengið hef-
ur mjög góða dóma.
Icelandic Food and Cookery er ný mat-reiðslubók á ensku eftir Nönnu Rögn-valdardóttur. „Fyrir fjórtán árum eða
svo kom út í Bandaríkjunum bók eftir mig
með þessu nafni og þetta er sú bók en veru-
lega breytt og aukin,“ segir Nanna. „Í bók-
inni eru ekki bara fjölbreyttar uppskriftir
heldur líka fróðleikur og sögur um uppruna
réttanna og hráefnið og einnig segi ég mat-
artengdar sögur úr fjölskyldu minni. Þetta
er að mörgu leyti mjög persónuleg bók,
reyndar langpersónulegasta bókin mín.“
Hafa útlendingar áhuga á íslenskum mat?
„Ég hef orðið vör við að áhugi útlendinga
á íslenskum mat er mikill. Margir útlend-
ingar hafa heyrt um kæstan hákarl og skötu
og telja að það sé hinn dæmigerði íslenski
matur en þegar þetta sama fólk uppgötvar
venjulegan íslenskan heimilismat verður það
oft hrifið og þykir margt merkilegt þar.“
Matarmenning Íslendinga hefur tekið
miklum breytingum og hlýtur að vera miklu
fjölbreyttari en áður. Er það ekki svo?
„Auðvitað er matarmenningin miklu fjöl-
breyttari en hún var en hún var samt auð-
ugri hér áður fyrr en við áttum okkur á. Sá
matur sem almenningur borðaði var oft mjög
fábreyttur en þeir sem ríkari voru hafa á öll-
um tímum sögunnar leitast við að borða eitt-
hvað nýtt og fjölbreyttara og snemma var
byrjað að flytja inn krydd og lúxusvörur sem
lituðu matarmenningu hástéttarinnar þótt al-
menningur sæi ekkert af því. Þannig að við
megum ekki halda að allir hafi lifað á ein-
tómum súrmat og harðfiski þótt það væri
stór hluti af mataræðinu. Magnús Steph-
ensen er dæmi um mann sem var gífurlegur
áhugamaður um mat og matargerð, minnist
oft á mat í sínum skrifum, telur upp hvað
hann hafi fengið að borða og vildi innleiða
nýja rétti og breytingar á íslenskri mat-
argerð.“
Icelandic Food and Cookery er ekki eina
matreiðslubókin sem kemur út eftir Nönnu í
ár. Í vor var endurprentuð bók sem kom
fyrst út fyrir nokkrum árum og heitir Mat-
urinn hennar Nönnu – heimilismatur og
hugmyndir. Seinna í sumar kemur út lítil
bók á ensku sem er ekki matreiðslubók með
uppskriftum heldur bók um það sem sér-
stakt þykir í íslenskri matargerð og þar
koma hákarl, skata og harðfiskur við sögu.
Nanna hafði síðan umsjón með fallegri
gjafabók sem nefnist Íslenskir málshættir
og snjallyrði og kom út í vor. „Ég var beðin
að taka saman litla málsháttabók og mín að-
alheimild við valið var gamalt málsháttasafn
frá 19. öld og aðrar bækur, bæði eldri og
nýrri,“ segir hún. „Ég flokkaði síðan máls-
hættina og smjallyrðin eftir því sem mér
fannst best fara en sú flokkun er náttúrlega
smekksatriði.“
Spurð hvort hún sé mikil málsháttakona
segir Nanna: „Ég er engin dellukona í máls-
háttum en nota þá eins og gengur.“ Hún
segir ekki eiga uppáhaldsmálshætti, ekki
frekar en uppáhaldsmat. „Það er alltaf verið
að spyrja mig hvað sé uppáhaldsmaturinn
minn og ég get aldrei svarað því.“
Nanna er þekktust fyrir matreiðslubækur
sínar en hefur skrifað ýmsar bækur ann-
arrar tegundar. „Fyrir mörgum árum skrif-
aði ég nokkrar ævisögur, skrásetti einhver
bindi af Öldinni okkar og einhverju sinni
tók ég saman brandarabók,“ segir hún.
Spurð hvort hún sé mikil bókakona segir
hún: „Ég les minna núna en ég gerði áður,
en ég var afskaplega mikil bókamanneskja
þegar ég var krakki. Ég var alin upp á
sveitabæ og las allt sem til var, sama hvað
það var. Að vísu man ég eftir bók sem hét
Vísindi nútímans sem ég gafst upp á en það
er líka eina bókin af öllu því undarlega les-
efni sem til var sem ég man eftir að hafa
lagt frá mér.“
VON ER Á BÓK EFTIR NÖNNU UM ÞAÐ SEM SÉRSTAKT ÞYKIR Í ÍSLENSKRI MATARGERÐ
Persónulegasta bókin
„Í bókinni eru ekki bara fjölbreyttar uppskriftir heldur líka fróðleikur og sögur um uppruna rétt-
anna og hráefnið og einnig segi ég matartengdar sögur úr fjölskyldu minni,“ segir Nanna.
Morgunblaðið/Kristinn
NÝ MATREIÐSLUBÓK Á ENSKU EFT-
IR NÖNNU RÖGNVALDARDÓTTUR
ER KOMIN ÚT. NANNA ER EINNIG
UMSJÓNARMAÐUR FALLEGRAR
GJAFABÓKAR SEM GEYMIR ÍSLENSKA
MÁLSHÆTTI OG SNJALLYRÐI.
Var það ekki W.H. Auden
sem sagði að Sjálfstætt fólk
væri meðal 200 mikilvægustu
bóka? Það
er ekki
ónýt lynd-
iseinkunn
að fá. Allir
skilja þver-
móðsku og
sjálfstæð-
isbaráttu
kotbónd-
ans. Mér
hefur sýnst að þeir ferðamenn
sem ég hef ferðast með kaupi
þá bók mest. Þorgeir Þor-
geirson sagði eitt sinni við mig
að Innansveitarkrónika
hefði bara einn galla: hún væri
of stutt. Það var fallega sagt.
Ljóðasafn Steins var gat-
lesið á unglingsárum og sitja
stórir hlutar þess ennþá í
minningunni. Ritgerðasafn Sig-
fúsar Daðasonar Til varnar
skáldskapnum er alltaf holl
og góð lesning.
Þegar við Ingólfur Mar-
geirsson vorum úti í Ósló
þýddi Ingólfur Augnablik
frelsisins eftir norska rithöf-
undinn Jens Bjørnebo. Þar
skrifaði hann einnig Lífsjátn-
ingu sem breytti íslenskri ævi-
sagnaritun. Bókin um Jón
Leifs tónskáld var kærkomin
þar sem sá ágæti fagmaður
tónlistarfræðingurinn Árni
Heimir Ingólfsson fjallar um
tónskáldið og væri mikil þörf á að
bæði hann og aðrir færu þannig
höndum um fleiri íslensk tónskáld.
Af nægum efnum er að taka.
Mánasteinn eftir Sjón er í sér-
flokki, þar einhvers staðar inni í
miðri bók er setning um drenginn
sem dreymdi antilópur. Súrrealískt
snilldarbragð.
Alltaf er jafngaman að hlusta á
upplestur skáldanna og vil ég nefna
Gerði Kristnýju sem samnefnara
fyrir þá miklu grósku sem á sér
stað í ljóðagerðinni.
Í UPPÁHALDI
BÖRKUR KARLSSON
LEIÐSÖGUMAÐUR
Börkur Karlsson hefur mikla unun af lestri góðra bóka og Sjálfstætt fólk eftir
Laxness er í miklu uppáhaldi, eins og hjá svo mörgum öðrum.
Mánasteinn.