Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 43
3.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 ar var verra veður á sama stað þegar við vorum á leiðinni heim en þá vorum við öllu vanari og fannst það ekkert tiltökumál,“ seg- ir Helga, sem viðurkennir fúslega að fyrstu dagana hafi þau bæði verið nokkuð sjóveik en það hafi síðan skolast af þeim. Lífið um borð í skipinu var allt öðruvísi en bæði Helgi og Helga hafa vanist. Ein úti á hafi og í litlu sambandi við vini og ættingja. „Við gátum fyrst sent skilaboð heim eftir þrjár vikur og það voru ekki nema örstutt skilaboð. Í raun bara að við værum á lífi og liði vel,“ segir Helgi en Helga bendir þó á að hún hafi vanist þessu fljótt og í raun þau bæði. „Það hjálpaði auðvitað mikið að hafa hvort annað og ég get ímyndað mér að þetta hefði verið miklu erfiðara einn,“ segir Helga, sem var eina stelpan um borð en segir það alls ekkert hafa verið erfitt. „Ég var búin að venjast þessum köllum þegar við vorum að vinna við skipið í Noregi og við vorum færri sem fórum í veiðiferðina. Björne fannst samt skemmtilega sérstakt að hafa konu í áhöfn- inni, en ég held að ég sé alveg örugglega bara önnur konan sem hefur farið með honum á selveiðar og hann hefur stundað þetta í áratugi.“ Pikkföst í ísbreiðu yfir páskana Hvorki Helgi né Helga hafði farið á sjó áður, né á selveiðar. Þetta var því alveg nýr heim- ur fyrir þeim og aðstæður framandi. „Að veiða og verka sel er nokkuð sem hvorugt okkar hefur gert áður, en við vorum fljót að venjast aðstæðum og læra til verka,“ segir Helgi, sem telur þó að framandi umhverfi við strendur Grænlands hafi komið þeim mest á óvart, en allt í kringum þau voru annaðhvort ísbreiður eða kaldur og úfinn sjórinn. Til að veiða sel þarf að skjóta hann og sækja og því er siglt upp að eða í gegn- um ísbreiður og einstaka sinnum getur bát- urinn fest, en það kom fyrir um páskana og áttu þau Helga og Helgi eftir að sitja föst í þrjá daga. „Ég fékk smá innilokunarkennd þegar skipið festist, enda hvítt svo langt sem augað eygði. Við vissum heldur ekkert hve- nær skipið myndi losna,“ segir Helga en tek- ur þó fram að þeim hafi gefist færi á að sjá ísbjörn á þessum tíma og auðvitað eytt sjálf- um páskunum pikkföst í ísnum. „Þetta var dálítið ævintýri og mjög eftirminnilegur staður að eyða páskunum á. Ferðin var nátt- úrlega eitt stórt ævintýri og við áttum m.a. eftir að lenda í því að fjarskiptabúnaðurinn okkar fraus og við vorum því sambandslaus við umheiminn í nokkurn tíma.“ Heimsótti ömmu á Bolungarvík Havsel þurfti að leita í örugga höfn þegar spáð var vonskuveðri og var þá tekin sú ákvörðun að sigla til Ísafjarðar. Helga segir það hafa verið eins og himnasendingu og virki- lega skemmtilegt að komast til Íslands þó að dvölin hafi verið stutt. „Það var ekki nema 11 tíma sigling til Íslands frá þeim stað sem við vorum við veiðar á þegar óveðrinu var spáð og stoppið á Íslandi var stutt. Við vorum farin út til veiða sólarhring síðar. Hins vegar nýttum við tækifærið til fulls og fórum beint í Bónus á Ísafirði og fylltum körfuna af mat, enda mat- urinn um borð ekkert sérstakur. Hann var alls ekkert vondur en ekkert sérstakur heldur,“ segir Helga, en amma hennar býr í Bolung- arvík og því var að sjálfsögðu litið í heimsókn til hennar. „Hún hafði ekki hugmynd um að ég væri að koma og var eðlilega mjög hissa þegar við birtumst á útidyratröppunum hjá henni eftir að hafa húkkað okkur far frá Ísa- firði til Bolungarvíkur. Auðvitað fengum við höfðinglegar móttökur og rauði dúkurinn var lagður á borðið og lambalærið sett inn í ofn.“ Stoppið á Ísafirði reyndist því vera óvænt ánægja fyrir Helgu og Helga en þau segja að áhöfn skipsins hafi einnig skemmt sér kon- unglega. „Þeim finnst öllum voðalega gaman að koma til Ísafjarðar og kaupa sér alltaf ull- arpeysur og harðfisk þar. Maturinn er líka miklu betri á Ísafirði en í Noregi og það skemmir ekki fyrir,“ segir Helga og glottir, en hún telur íslenska matargerð standa þeirri norsku töluvert framar, í það minnsta þeirri sem hún fékk að kynnast í Norður-Noregi. Ferðin til Noregs var að mati þeirra beggja algjört ævintýri og óraði þau ekki í upphafi fyrir því að þau ættu eftir að fara á selveiðar við Grænland, sitja föst í ísbreiðu yfir páskana, sjá ísbjörn, sigla í vonskuveðri fyrir utan strendur Noregs eða koma við á Ísafirði í óvænta heimsókn. Spurð hvort endurtaka eigi leikinn að ári horfa þau á hvort annað og brosa en gefa ekkert upp um það. Framtíðin er svo sann- arlega þeirra enda bæði ung og stefna á nám á næstu árum. Helgi ætlar að læra arkitektúr og Helga segist vera að velta því fyrir sér að læra hjúkrun eða jafnvel að fara í lögregluna. Hvað sem þau taka sér fyrir hendur í framtíð- inni er ljóst að þetta ævintýri gleymist seint og verður þeim veganesti inn í framtíðina. Skipið Havsel, þar sem Helga og Helgi unnu, festist í ís í þrjá daga yfir páskana. Helga og Helgi ákváðu að fara til norður Noregs til að upplifa ævintýri og afla sér tekna. Morgunblaðið/Styrmir Kári Helga þurfti að verka og vinna selina sem veiði- mennirnir komu með í lok hvers dags. Helgi þreyttur en ánægður eftir gott dagsverk við að veiða og verka seli. Mikilvægt er að halda hópinn þegar farið er á selveiðar á ísnum en þar geta leynst ýmsar hættur. *Við gátum fyrst sentskilaboð heim eftirþrjár vikur og það voru ekki nema örstutt skilaboð. Í raun bara að við værum á lífi og liði vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.