Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 18
Í Woodacre, norðan við San Francisco-borg, er að finna landsvæði þar sem frumbyggjar Ameríku stunduðu lengi vel andlegar helgiathafnir. Þar er nú hugleiðslusetrið Spirit Rock. Sagt er að dýrin á svæðinu séu óvenjulega róleg og gæf. Kyrrðarvökur eru haldnar árið um kring og eru allt upp í tveggja mán- aða langar. Vökurnar eru af ýmsum toga, til dæmis eru sérstakar vökur haldnar fyrir fjölskyldur, listamenn og fólk sem vill beina sjónum sínum að tilteknum álitaefnum á borð við kvíða eða sársauka. Um 40.000 manns heimsækja setrið ár hvert. Þar er lögð áhersla á núvitundarhugleiðslu og kennslu Búdda. SPIRIT ROCK, KALIFORNÍU 1 Thich Nhat Hanh, búddamunkur frá Víetnam, stofnaði snemma á níunda áratug liðinnar aldar búddíska hug- leiðslusetrið Plómuþorpið í Dordogne í Suður-Frakklandi. Síðan þá hefur hann leitt kyrrðarvökur í þorpinu. Hanh hvatti dr. Martin Luther King á sínum tíma til þess að fordæma Víet- nam-stríðið og árið 1967 tilnefndi King Hanh til friðarverðlauna Nóbels. Hanh lifir enn í klaustri í Plómuþorp- inu ásamt 200 öðrum munkum og nunnum og tekur þar á móti gestum árið um kring. Stærsta hátíð setursins stendur yfir í fjórar vikur á hverju sumri undir leiðsögn Hanhs. Árið 1983 tóku 232 þátt en árið 2004 hafði þátttakendum fjölgað í rúmlega 2.000. PLÓMUÞORPIÐ, FRAKKLANDI 3 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.8. 2014 Ferðalög og flakk Ö ðruvísi ferðalag eða ævintýri þarf ekki endilega að felast í þeysireið eftir hvítfyssandi haföldu eða fallhlífarstökki úr flugvél með ókunnugan mann á bakinu. Slík ferð getur einnig legið inn á við, ef svo má að orði komast, og að mörgu leyti eru ferðalög og frí kjörið tilefni til þess að horfast í augu við sjálfa/n sig af yfirvegun, kynnast áferð eigin huga. Í hraða nútímasamfélags kvarta margir undan tímaskorti, svo margt þarf að gera, sólarhringurinn svo stuttur. Takmarkaður tími gefst til að vera með sjálfum sér, átta sig á eigin líðan. Að kvöldi dags er auðveldast að nýta sér möguleika tafarlausrar afþreyingar, gleyma sér yfir sjónvarps- þætti eða bíómynd sem gerir lágmarkskröfur til áhorfandans, bíða þess að hringiðan hefjist að nýju að morgni. Það kann að hljóma undarlega að ferðast langar vegalengdir til þess eins að setjast niður og þegja með hópi ókunnugs fólks. Víða um heim er að finna hugleiðslusetur (e. meditation retreats) og þangað leggja ferða- langar leið sína til þess að taka þátt í kyrrðarvökum. Á vef CNN er vitnað í Jack Kornfield, virtan hugleiðslukennara, sem segir eðlilegt að fólk kvíði því að taka þátt í slíkri vöku þar sem hvorki er sofið út né talað í nokkra daga. „Fyrirbæri sem virðast erfið, eins og til dæmis þögnin, reynist vera mikil blessun og gjöf. Róaðu hugann, opnaðu hjartað og hlustaðu vandlega. Öll vitræn samfélög gera sér grein fyrir mikilvægi þess að fólk haldi út í eyðimörkina eða upp í fjöllin eða taki þátt í kyrrðarvöku til þess að hlusta.“ Slíkar vökur hafa sömuleiðis skotið rótum hér á landi og hafa verið haldnar árlega í Skálholtsbúðum á hverju vori frá árinu 2009, en einnig hóf Sigurbjörn Einarsson árlega kyrrðardaga í Skálholti 1986 og var síð- ast með þá á dánarári sínu 2008. Líkt og fram kom í samtali við Ástu Arn- ardóttur, jógakennara og leiðsögukonu, hér í blaðinu í júní hefur færst í vöxt að Íslendingar kynni sér hugleiðslu og taki þátt í slíkum vökum. Hér er að finna yfirlit yfir nokkur slík athvörf. Mælt er með því að fólk sé raunsætt gagnvart þörfum sínum áður en það heldur í slíka ferð enda getur dvöl í íburðarlausri aðstöðu oft veitt fólki djúpstæðan skilning á muninum á því hvað það vill og hvað það þarf. Hefðbundin búddísk hugleiðsla hefst snemma á morgnana og í þeim at- hvörfum þar sem ekki er stunduð gróðastarfsemi er oft ætlast til þess að þátttakendur taki að sér heimilisstörf á borð við að vaska upp eða skera grænmeti. KYRRÐARVÖKUR UM VÍÐA VERÖLD NJÓTA AUKINNA VINSÆLA Hugleitt í ólíkum heims- hornum KYRRÐARVÖKUR GRUNDVALLAST Á ÞÖGN OG ÍHUGUN OG ÞÓTT FERÐALAGIÐ GETI KOSTAÐ SITT ER HUG- MYNDAFRÆÐIN YFIRLEITT SÚ AÐ HVER SEM ER EIGI AÐ GETA IÐKAÐ HUGLEIÐSLU ÓHÁÐ EFNAHAG. Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Almenningur hefur jafnan greiðan aðgang að fríum fyrir- lestrum Dalai Lama í Indlandi. Vefsíðan elevendirections.com aðstoðar fólk við að komast til borgarinnar Dharamsala í Ind- landi þar sem tíbeska útlaga- stjórnin hefur aðsetur og Dalai Lama heldur fyrirlestra á milli þess sem hann ferðast um heiminn. Þangað leggur fjöldi andlegra pílagríma leið sína ár hvert. DHARAMSALA, INDLANDI2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.