Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 20
Jákvæð áhrif íþróttaiðkunar eru óyggjandi og sýnt hefur veriðfram á að íþróttaiðkun bætir líðan iðkenda á margvíslegan hátt,rýfur félagslega einangrun fólks og minnkar líkur á vímuefn- anotkun. Þórður Ólafsson, framkvæmdastjóri Íþróttafélags fatl- aðra í Reykjavík, tekur heilshugar undir jákvæð áhrif íþróttaiðkunar og -starfs en íþróttafélög fatlaðra um allt land hafa lyft grettistaki á undanförnum áratugum í að gera fötluðum einstaklingum kleift að stunda íþróttir til jafns við aðra í samfélaginu. „Íþróttir eru fyrir alla og við gerum engan greinarmun á íþróttastarfi fatlaðra og öðru íþróttastarfi. Allir jákvæðir þættir íþrótta eiga jafnt við um okkur öll, hvaða aldri sem fólk er á og hvort það býr við einhverja fötlun eða ekki.“ Frumkvöðlastarf í fjörutíu ár Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík fagnaði 40 ára afmæli sínu í vor en félagið var stofnað 30. maí 1974 og á þeim tíma hefur starfið vaxið og dafnað með hverju árinu. Þórður segir það ánægjuefni hversu vel hefur tekist til enda íþróttastarfið hjálpað fjölda ein- staklinga að rjúfa félagslega einangrun sína, bætt líkamlegan styrk þeirra og hjálpað til við að auka sjálfstraust og um leið andlega heilsu. „Við erum að takast á við svo margt í íþróttastarfinu sem hjálpar fólki og bara það að koma og vera innan um annað fólk, æfa með öðrum og finna það hjá sjálfum sér hvernig árangurinn eykst gerir öllum gott,“ segir Þórður. Starf Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík hefur sýnt og sannað mik- ilvægi sitt. Hjá félaginu eru á þriðja hundrað iðkenda og fjöldi sjálfboðaliða kemur að starfinu. Félagið hefur byggt upp frábæra íþróttaaðstöðu fyrir félagsmenn sína og mun halda áfram að vera brautryðjandi í íþróttastarfi fatlaðra á komandi árum. Morgunblaðið/Golli AÐ VERA ÞÁTTTAKANDI ER STÆRSTI SIGURINN Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík ÍÞRÓTTAFÉLAG FATLAÐRA Í REYKJAVÍK FAGNAÐI 40 ÁRA AFMÆLI SÍNU Í VOR OG HEFUR FÉLAGIÐ VERIÐ BRAUT- RYÐJANDI Í ÍÞRÓTTASTARFI FATLAÐRA FRÁ STOFNUN. Íþróttafélag Fatlaðra í Reykjavík tók nýlega í notkun flottan bogfimivöll. Á fyrstu árum ÍFR var æft og keppt í borðtennis á göngum skóla og skrif- stofubygginga en í dag er aðstaðan öllu glæsilegri og þátttakendur fleiri. Einbeittur íþróttamaður á ögurstundu. Frá Íslandsmóti fatlaðra í frjálsum íþróttum en þar falla iðulega Íslandsmet í hrönnum. Íþróttastarfið snýst fyrst og fremst um góðan félagsskap. * Íþróttafélag Fatl-aðra í Reykjavíkfagnaði 40 ára afmæli sínu í vor. Frá stofnun hefur f́élagið verið brautryðjandi í íþróttastarfi fatlaðra Heilsa og hreyfing Bætum nám barnanna Morgunblaðið/Ernir Morgunblaðið/Ernir *Aukin hreyfifærni barna getur hjálpað þeim ínámi og því mikilvægt fyrir foreldra að hafaþað í huga að vera duglegir að sjá til þess aðbörnin fái útrás fyrir hreyfiþörf sína. Þráttfyrir að íþróttafélög, skólar og ungmenna-félög bjóði upp á margs konar hreyfingu fyrirbörnin þurfa foreldrar líka að vera duglegir að fara út með börnunum og leyfa þeim að njóta sín í náttúrunni og nýta ímyndunaraflið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.