Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.8. 2014 Heilsa og hreyfing L eynist lækning í danssveiflunni eða teljum við orðið allt til tekna þeg- ar kemur að hreyfingu? Edda Lúvísa Blöndal, sjúkraþjálfari og salsakennari hjá SalsaIceland, segist ekki vera í nokkrum vafa um heilsusamleg áhrif dansins á bæði líkama og sál. „Auk þekktra og mælanlegra áhrifa aukinnar hreyfingar sem fæst t.d. með salsadansi, á borð við lækkun á blóðþrýstingi og lægri BMI-stuðul, er dansinn ekki síður mikilvægur fyrir sálina. Andlegu áhrifin hafa breytt mínu lífi og allra félaga minna í salsadansinum því dansinn verður föst viðbót í félagslífinu þar sem við hitt- um annað fólk sem kemur til að dansa í góðra vina hópi óháð áfengisneyslu.“ Full- yrðingar Eddu eru alls ekki úr lausu lofti gripnar því frændur okkar Svíar gerðu rannsókn á áhrifum dans á heilsu 112 unglingsstelpna sem þjáðust af streitu, kvíða, þunglyndi og ýmsum lík- amlegum kvillum. Niðurstöðurnar voru birtar í ritinu Archives of Pediatrics & Adolescent Medicine og ættu þær ekki að koma neinum á óvart sem fer reglulega út til að hitta fólk og dansa. Sá helm- ingur hópsins sem mætti einu sinni í viku á dansæfingu bætti andlega heilsu sína umtalsvert og fann minna fyrir ýms- um líkamlegum kvillum en helmingurinn sem ekki var látinn stunda dans. Allir eru einhvern tímann byrjendur Salsa er engum meðfætt og á einhverjum tíma erum við öll byrjendur að taka okk- ar fyrstu skref. Núna eru liðin 10 ár síð- an salsaævintrýið hjá SalsaIcelnd hófst og segir Edda margt hafa breyst á þess- um áratug. „Í byrjun þurfti ég að út- skýra fyrir félögum mínum að salsa væri meira en bara sósa, en í dag vita flestir hvað salsa er,“ segir Edda, en margir hafa spurt hana í gegnum tíðina hvort ekki sé erfitt að fá kalda Íslendinga til að skekja mjaðmir við seiðandi suðræna tóna. „Það hefur ekki verið raunin, enda held ég að Íslendingar hafi almennt mjög gaman af að koma saman og skemmta sér, sem er stærsta markmiðið í salsa- dansinum. Salsa er í grunninn mjög ein- faldur dans og alls ekki formfastur. Oft er talað um salsað sem „götudansinn“ í pardönsunum og þannig vísað í að um hann gildi fáar reglur eða stífar venjur. Þetta gerir dansinn aðgengilegan öllum enda hafa fæstir þá reynslu að stunda pardans að einhverju marki sem krakk- ar,“ segir Edda og tekur það sérstaklega fram að flestir séu algerir byrjendur í dansi þegar þeir koma til að dansa salsa. Enginn þarf því að óttast salsanámskeiðin hjá Eddu þó reynsla af dansi sé tak- mörkuð eða engin. Dansinn er einbeiting að núinu Edda segir dansinn hafa gefið sér margt en auk þess að kenna salsa á Íslandi hefur hún ferðast relgulega erlendis til að taka þátt í alþjóðlegum salsahátíðum og til að kenna og sýna en dansinn gefur öllum sem taka þátt eitthvað jákvætt og gott. „Þessu áhugamáli fylgir svo mikill félagsskapur og vinátta. Um allan heim er að finna salsaklúbba sem er gaman að heimsæka til að kynnast nýju fólki á ferðalögum sínum. Hreyfingunni má heldur ekki gleyma og tónlistinni sem er fjölbreytt og stórskemmtileg.“ Hugleiðslan í dansinum er enn ein ástæðan til að prófa og stunda hann reglulega. „Í dansinum slökkvum við á áhyggjum af framtíðinni og eft- irsjá að fortíð og lifum í dýrmætu núinu undir ljúfum tónum lifandi og skemmtilegrar tónlistar. Til að kóróna þetta allt fylgir dans- inn og tónlistin manni ævilangt. Fátt hefur heillað mig jafn mikið og að sjá eldri kynslóðina dansa frá sér allt vit á danssamkomum á Kúbu – gamalt fólk sem gaf okkur unga fólkinu ekkert eftir og skaut okkur ref fyrir rass í dansgleði og túlkun. Ég óska þess fyrir mig og mína.“ Kynjahlutföllin að verða jafnari Stelpur hafa lengst af haft nokkuð meiri áhuga á dansi en karlmenn en Edda seg- ir það ekki vera vandamál lengur og kynjahlutföllin á námskeiðum hjá SalsaI- celand séu jöfn. „Það þarf enginn að koma með dansfélaga og hlutföllin eru jöfn hjá okkur þó svo stelpurnar sæki frekar í dansinn en strákar. Þegar hlut- föllin eru ekki jöfn á byrjendanám- skeiðum okkar höfum við gripið til þess ráðs að bjóða strákum að koma aftur á námskeið til okkar, frítt,“ segir Edda, sem telur að kynjahlutföllin séu að jafn- ast í dansinum og að áhugi stráka sé orðinn miklu meiri en hann var fyrir ára- tug þegar salsaævintýrið var rétt að hefj- ast hér á landi. DANSAÐU AF ÞÉR KVÍÐA OG STRESS ALLIR GETA DANSAÐ EF MARKA MÁ EDDU LÚVÍSU BLÖNDAL, SJÚKRAÞJÁLFARA OG DANSKENNARA, EN HÚN SEGIR DANSINN VERA SKEMMTILEGA LEIÐ TIL AÐ BÆTA BÆÐI LÍKAMLEGA OG ANDLEGA HEILSU OKKAR. Í DANSINUM ER EINNIG FÓLGIN ÁKVEÐIN HUGLEIÐSLA ENDA GLEYMUM VIÐ DAGLEGUM VANDAMÁLUM OKKAR Á DANSGÓLFINU Í LÉTTRI SVEIFLU MEÐ GÓÐA TÓNA UNDIR. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Svo þú hélst að þú gætir ekki dansað? Stemningin er ávalt góð á salsakvöldum SaldsaIceland. Regluleg salsakvöld eru haldin og eru þau opin öllum. * Hugleiðslan í dansinum erenn ein ástæðan til að prófasalsa en það er lítið mál að skrá sig á námskeið hjá SalsaIceland. Edda segir Salsa vera fyrir fólk á öllum aldri og óskar þess fyr- ir sjálfan sig að geta dansað frá sér allt vit þegar hún eldist. Morgunblaðið/Árni Sæberg Edda Lúvísa Blöndal kennir og dansar salsa um allan heim. Árangur næst best með reglulegum æfingum, heilsusamlegu mataræði og hvíld. Margir gleyma hvíldinni og fara allt of geyst af stað. Líkaminn þarf hins vegar að fá hvíld milli æfinga til að byggja upp slitna vöðva og safna kröftum fyrir næstu átök. Of mikil áreynsla getur haft þver- öfug áhrif og tafið árangur og jafnvel verið orsök ýmissa líkamlegra kvilla. Munum eftir hvíldinni líka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.