Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 45
móður hennar. Á þriðjudaginn tók alvaran við á ný en þá biðu hennar nokkur viðtöl í Bandaríkjunum og Evrópu, bæði við fag- tímarit en einnig venjuleg blöð og tímarit. „Ég hef oft verið í Muscle & Fitness og slíkum tímaritum, sem er gaman, en eftir að ég kom í Vogue fann ég að fleiri veittu umfjölluninni athygli. Ekki bara áhugafólk um íþróttir.“ Á miðvikudaginn flaug Annie svo til New York til að vera viðstödd opnun nýrrar Reebok-búðar á Union Square og veita fleiri viðtöl. Fjölgar eins og Starbucks Heimsleikarnir í crossfit vekja jafnan mikla athygli um allan heim. Annie segir að áhuginn sé ennþá mestur í Bandaríkjunum en vaxi hratt í Evrópu og víðar. Fyrsta heimsmeistaramótið í crossfit var haldið árið 2007 en mest hefur aukningin í greininni verið frá árinu 2010. „Áhuginn er rosalegur hérna í Bandaríkj- unum. Stöðvunum fjölgar nánast á sama hraða og Starbucks- kaffihúsunum. Sama má í raun segja um Evrópu.“ Sjálf mun Annie taka þátt í uppbyggingu nýrrar stöðvar í New York á næstunni en hlutverk hennar þar verður að þjálfa þá sem koma til með að þjálfa í stöðinni. „Ég er ekki búin að lofa mér í langan tíma, mun bara koma að uppbyggingu stöðvarinnar. Eftir það mun ég bara ferðast á milli, þegar á þarf að halda.“ Annie kann sæmilega við sig í New York enda þótt mannhafið á Manhattan vaxi henni stundum í augum. Betur líkar henni í Boston og enn betur í Kaliforníu, ekki síst vegna veðurblíðunnar. Annie hefur verið á ferð og flugi undanfarin ár en er fljót til svars þegar spurt er hvar henni líði best. „Heima! Mér líður alltaf best á Íslandi og reyni að vera þar eins mikið og ég get. Ég er alltaf komin með heimþrá eftir nokkra daga í útlöndum,“ segir hún hlæjandi. Annie reiknast til að hún sé að jafnaði sex mánuði á ári heima og sex mánuði erlendis. Spennandi liðakeppni Hún kemur heim um helgina en snýr aftur til New York eftir viku til að búa sig undir nýja áskorun, liðakeppni í því sem kallast NPGL og er áþekk íþrótt og crossfit. Annie keppir fyrir hönd New York. „Þetta er fyrsta árið sem keppt er í NPGL og gaman að taka þátt í því frá upphafi. Fyrsti leikurinn okkar verður 19. ágúst í Madison Square Garden og ég er mjög spennt.“ Liðin eru átta í ár en verða tólf á næsta ári. Fjórtán eru í hverju liði en aðeins tíu keppa hverju sinni. Fimm karlar og fimm konur. Spurð hvort munur sé á æfingaaðstöðu fyrir crossfit- iðkendur hér heima og í Bandaríkjunum svarar Annie, án þess að hika: „Ég myndi segja að besta aðstaðan í heim- inum sé í Crossfit Reykjavík. Ég hef alla vega ekki fundið betri stöð. Þar er nóg pláss til að leika sér að vild, auk þess sem við erum með heitan og kaldan pott sem skipt- ir rosalega miklu máli. Að ekki sé talað um andann, stemningin er hvergi betri. Hafandi sagt þetta þá er Crossfit Reykjavík auðvitað stöðin mín.“ Hún skellir upp úr. Hún segir iðkendum hafa fjölgað ört á Íslandi, einkum eftir að hún varð fyrst heimsmeistari árið 2011. „Þá fóru margir að kynna sér crossfit og prófa að mæta. Um leið og fólk prófar crossfit verður það fljótlega háð sportinu. Það eru alla vega ekki margir sem koma bara einu sinni. Crossfit er mjög stórt á Íslandi enda hentar þetta Íslend- ingum mjög vel. Við erum með svo mikið keppnisskap.“ Hún hlær. Gaman að keppa fyrir Ísland Annie kveðst hafa fundið fyrir miklum stuðningi hér heima enda verður seint sagt að þessi þjóð sé ekki stolt af sínu af- reksfólki. Nægir þar að nefna handboltalandsliðið, Anítu Hin- riksdóttur hlaupara, Gunnar Nelson bardagakappa og auðvitað Annie. Gildir þá einu hvort þjóðin hefur vit á greininni eður ei. „Þetta er æðislegt,“ segir hún. „Það er svo gaman að keppa fyrir hönd landsins síns og finna að fólk sé stolt af manni heima. Það gerir þetta enn meira virði.“ Eins og Annie gat um hér að framan er bakgrunnur hennar í fimleikum sem hún stundaði af kappi til fimmtán ára aldurs. Fljótlega eftir það byrjaði hún í dansi, bæði í Listdansskóla Ís- lands og Jazzballettskóla Báru. Síðan fékk vinkona hennar hana til að prófa stangarstökk sem hún æfði af metnaði í tvö ár. Samhliða því var hún í boot camp og fór að spreyta sig í keppnum hér heima eins og Þrekmeistaranum. „Ekki það að mér leiddist í því sem ég var að gera. Mig vantaði bara meiri fjölbreytni. Félagi minn og núverandi meðeig- andi að Crossfit Reykjavík, Evert Víglundsson, fékk mig svo til að skrá mig í fyrstu crossfit-keppnina á Íslandi, sem haldin var 2009. Ég var raunar á báðum áttum, þar sem ég átti að vera í munnlega stúdentsprófinu í stærðfræði í MR á sama tíma. Ég fékk próftímanum breytt, mætti á keppnisstað og tókst að vinna.“ Fyrir lá boðskort handa sigurvegaranum á heimsmeistaramótið í crossfit í Bandaríkjunum. „Á þessum tíma vissi ég satt best að segja mest lítið um crossfit en þetta var frábært tækifæri til að komast til Bandaríkjanna, þannig að ég skellti mér,“ rifjar hún upp hlæj- andi. Varð háð greininni Annie hafði tvo mánuði til að kynna sér greinina og undirbúa sig, áður en haldið var utan. Eftir það varð ekki aftur snúið. „Allt við crossfitið heillaði mig og eftir heimsmeistaramótið varð ég háð þessu sporti. Það á rosalega vel við mig.“ Undarleg uppákoma varð á þessu fyrsta heimsmeistaramóti. Annie gat ekki framkvæmt eina æfinguna. „Það hafði aldrei gerst áður og var ný og spennandi áskorun fyrir mig. Þetta er einn af stóru kostunum við íþróttina, maður er alltaf að upplifa eitthvað nýtt.“ Annie gengst ekki við því að hafa verið óvenjulega sterkt barn en áhuginn á keppnum hafi alltaf verið fyrir hendi. „Segi einhver að ég geti ekki gert eitthvað verð ég að gera það. Meðan ég var að æfa stangarstökk fór ég að ræða við nokkra félaga mína sem æfðu lang- hlaup. Talið barst að Laugaveginum og ég hélt því fram að allir, sem á annað borð stunduðu æfingar af einhverju tagi og eru í góðu formi, gætu hlaupið hann. Þau voru ósammála mér, þannig að ég skráði mig í hlaupið og hljóp Laugaveginn. Það er auðvelt að fá mig til að taka áskorunum.“ Annie, sem verður 25 ára í haust, gerir sér enga grein fyrir því hvað hún eigi eftir að leggja stund á crossfit lengi. „Mig langar að taka þátt eins lengi og ég hef gaman af þessu og líkaminn helst góð- ur. Ég er mjög spennt fyrir liða- keppninni núna og að óbreyttu keppi ég á heimsmeistaramótinu á næsta ári og þar væri gaman að ná fyrsta sætinu aftur. Margir spurðu á sín- um tíma hvers vegna ég hætti ekki á toppnum eftir að hafa unnið tvisvar og þó ég skilji þá hugsun alveg er ég ekki sammála henni. Mér líður nefnilega ekki eins og ég hafi toppað ennþá. Enginn á að þurfa að hætta í íþrótt sem hann hefur yndi af, bara vegna þess að hann hefur orðið heims- meistari.“ Flestir keppendur í kvennaflokki á heimsmeistaramótinu eru milli tvítugs og þrítugs en þó eru dæmi um eldri kepp- endur. Má þar nefna Sam Briggs, sem er 32 ára, en Annie lítur á hana sem einn af sínum helstu keppinautum. Námið verður að bíða Crossfit er tímafrek íþrótt, Annie æfir að jafnaði fimm til sex tíma á dag, auk þess að þjálfa, reka æfingastöð og ferðast vítt og breitt til að æfa og keppa. Þá þarf að sinna styrktaraðilum inn á milli. Annie segir þau verkefni að mestu leyti mjög skemmtileg og hún hafi upplifað ýmislegt sem hún hefði annars ekki gert, svo sem að ferðast til Mexíkó, Suður-Kóreu og Afríku til að kynna íþróttina. Fyrir vikið hefur háskólanám setið á hakanum en hún hefur þó tekið kúrsa í lífefnafræði og efnafræði við Háskóla Íslands án þess þó að sjá sig fyrir sér á þeim vettvangi í framtíðinni. „Ég hef meiri áhuga á íþróttasálfræði og hef tekið nokkra kúrsa í henni og haldið fyrirlestra út frá minni reynslu. Síðan er það læknisfræðin. Ég hef alltaf haft áhuga á henni og hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég er oft spurð hvar ég sjái mig eftir fimm ár en því miður get ég ekki svarað því.“ Kærasti Anniear, Daninn Frederik Ægidius, lifir einnig og hrærist í heimi crossfit og keppti á heimsmeistaramótinu tvö síð- ustu árin. „Hann komst því miður ekki inn að þessu sinni sem var svo sem ágætt því þá gat hann aðstoðað mig í staðinn.“ Hún hlær. Ægidius lauk nýverið meistaraprófi í líftækniverkfræði í Dan- mörku sem skýrir líklega hvers vegna hann er ekki í sínu allra besta formi í crossfitinu. Barneignir trufla ferilinn Spurð hvort þau skötuhjúin séu farin að huga að barneignum skellir Annie upp úr. „Hann hefur mikinn áhuga á því enda mun það ekki trufla ferilinn hans. Það mun hins vegar trufla ferilinn minn, þannig að það kemur í framtíðinni. Svo lengi sem ég er á fullu í þessu þarf ég á líkamanum að halda eins og hann er. Ég lít svo á að ég sé ennþá það ung að mér liggi ekk- ert á.“ Annie hefur ekki bara styrk af kærasta sínum, foreldrar henn- ar, Agnes Viðarsdóttir og Þórir Magnússon, hafa einnig stutt hana með ráðum og dáð gegnum árin. Hafa til dæmis mætt á öll Evrópu- og heimsmeistaramót sem hún hefur keppt á. „Þeirra stuðningur er ómetanlegur, ekki síst meðan ég var að glíma við meiðslin. Ég hef örugglega verið svolítið erfið á því tímabili og ég held að öllum hafi létt þegar ég gat byrjað að æfa af fullum krafti aftur.“ Hún hlær. Þar með er Annie Mist rokin út í mannhafið á Manhattan, teljandi dagana þangað til hún kemst aftur heim til Íslands. Í þessu tilviki eru það sem betur fer aðeins klukkustundir.Morgunblaðið/Þórður 3.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.