Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.8. 2014 Matur og drykkir T apasréttir Guðbjargar nutu sín vel á fallegu handrenndu postu- línsmatarstelli sem heitir Jökla. Það var Guðbjörg sjálf sem gerði matarstellið en hún er hluti af hönnunarteyminu Postulínu ásamt hönnuðinum Ólöfu Jakobínu Ernudóttur. Guðbjörg er nýkomin frá Barcelona og því fannst henni tilvalið að bjóða upp á tapasrétti í mat- arboðinu. „Í Barcelona er mikið um veitingastaði sem bjóða upp á tapas- rétti og ég er svo hrifin af þeim. Það er gott úrval á þessum stöðum og maður getur auðveldlega valið sér það sem manni finnst gott,“ segir Guð- björg sem bauð gestum sínum upp á fjölbreytta tapasrétti. „Mig langaði að halda matarboð sem minnti svolítið á þessa staði,“ útskýrir Guðbjörg. „Ég er í matarklúbbi með góðum vinum, við skiptumst allaf á að halda matarboð og allir eru með. Við erum búin að vera í þessum klúbbi í um tuttugu ár og hjálpumst alltaf að við undirbúninginn og eldamenskuna,“ segir Guðbjörg sem deilir með lesendum uppskriftum að meðal annars gazpacho-súpu, tapas með önd, aspasrétti og tvenns konar eftirréttum. Guðbjörg segir undirbúninginn tiltölulega auðveldan en hún fékk hjálp frá nokkrum úr matarklúbbnum við eldamennskuna. „Vanalega er það einn út matarklúbbnum sem sér um að elda aðalréttinn, Valgarð Már Jak- obsson, hann er nokkurs konar yfirkokkur. Í þetta sinn sá hann um þrjá tapasrétti, m.a. saltfisks-tapasið,“ segir Guðbjörg að lokum. Guðbjörg Káradóttir var undir áhrifum frá Barcelona þegar hún undirbjó matarboðið. Matarboð - Gestgjafi er Guðbjörg Káradóttir FÉKK INNBLÁSTUR FRÁ BARCELONA Bauð upp á fjölbreytta tapasrétti LEIRKERASMIÐURINN GUÐBJÖRG KÁRADÓTTIR ER Í MAT- ARKLÚBBI SEM HEFUR ELDAÐ REGLULEGA SAMAN Í UM TUTTUGU ÁR. NÝVERIÐ BAUÐ GUÐBJÖRG VINUM SÍNUM ÚR MATARKLÚBBNUM HEIM TIL SÍN OG GÆDDU GESTIR SÉR Á LJÚFFENGUM TAPASRÉTTUM. Guðný Hrönn gudnyhronn@mbl.is Gazpacho-súpa 1,5 kg ferskir tómatar, afhýddir 2 hvítlauksrif 4 msk. ólífuolía 4 msk. sérríedik 1 bolli tómatsafi úr fernu eða flösku salt og pipar ísmolar (má sleppa) Bætt við þegar súpan er borin fram: Agúrka, smátt skorin lítill laukur, smátt skorinn græn og rauð paprika, smátt skorin brauðteningar Tómatarnir eru lagðir í sjóðandi vatn og hnífi stungið í hvern, þannig losnar hýðið frá. Þá er miðjan hreinsuð úr tómötunum og þeir settir í djúpa skál. Afganginum af hráefninu er svo blandað saman við tómatana og allt maukað saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél þar til áferðin er silkimjúk. Smakkið til með því að bæta pipar eða ediki við. Súpan er svo kæld og borin fram með brauðteningum, lauk, agúrku og papriku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.