Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 27
M ér finnst svo margt fallegt og heimili mitt er hrærigrautur af allskonar hlutum. Reyndar eiga öll rýmin í húsinu það sameiginlegt að vera blanda af gömlu dóti með sál og klassískri hönnun,“ segir Sigrún Ósk dagskrárgerðarkona, sem þessa dagana er að leggja lokahönd á aðra þáttaröð af Neyðarlínunni sem fer í sýningu í september. „Hvert einasta húsgagn á heimilinu hef ég keypt notað eða fengið í arf. Bók- staflega hvert eitt og einasta, ljós meðtalin,“ segir Sigrún Ósk og bætir við að á bak við það liggi umhverfissjónarmið. „Ég fæ dúndrandi móral í hvert skipti sem ég kaupi eitthvað nýtt í vagnhlassi af umbúðum. Án gríns, ég gnísti tönnum þegar ég sé frauðplast.“ Sigrún gætir þess að kaupa bara vandaða hluti inn á heimilið sem endast, eru fallegir og hafa notagildi en hún sækir innblástur úr öllum áttum. „Ég veit fátt skemmtilegra en að koma inn á ný heimili, fletta Húsum&híbýlum og öðrum blöð- um í sama dúr, skoða pinterest og Houzz.“ Sigrún segir stofuna vera eftirlætisstað fjölskyldunnar á heimilinu. „Ég held sérstaklega mikið upp á málverkið þar. Það er eftir ömmu mína, Sigurveigu Sigurðardóttur myndlistakonu.“ Morgunblaðið/Þórður Vegglímmiðar og pastelgræna tekkkommóðan gefa barna- herberginu líflegt yfirbragð. Eldhúsið er afar sjarm- erandi. Málverkið og ljósin setja svip sinn á rýmið. Sigrún Ósk sækir inn- blástur inn á heimilið úr öllum áttum, öðrum heimilum, tímaritum og pinterest. Vandaðir hlutir með notagildi SIGRÚN ÓSK KRISTJÁNSDÓTTIR DAGSKRÁRGERÐARKONA Á STÖÐ 2, BÝR ÁSAMT MANNI SÍNUM OG TVEIMUR UNGUM SONUM Í FALLEGU EINBÝLISHÚSI Á AKRANESI. SIGRÚN SEGIR ÖLL RÝMIN Í HÚSINU EIGA ÞAÐ SAMEIGINLEGT AÐ VERA BLANDA AF GÖMLU DÓTI MEÐ SÁL OG KLASSÍSKRI HÖNNUN. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is SÆKIR INNBLÁSTUR ÚR ÖLLUM ÁTTUM Hansahillur með fallegu dóti í barnaherberginu. Notknot-púðinn tekur sig vel út í hvíta Eames-stólnum. 3.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Grænumörk 10 - Hveragerði - www.hnlfi.is Nánari upplýsingar í síma 483 0300 eða heilsu@hnlfi.is Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands Líf án streitu -lærðu að njóta lífsins Námskeiðið er fyrir þá sem vilja njóta lífsins, lifa lífinu aðeins hægar og huga að andlegri og líkamlegri líðan. Dvölin gefur einnig einstakt tækifæri til að taka upp nýjar og skynsamlegar leiðir hvað varðar hreyfingu, næringu og svefn. Innifalið: Gisting, ljúffengur og hollur matur, skipulögð dagskrá, hugleiðsla og jóga, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt. Verð á mann: 119.900 kr. 7 daga heilsudvöl 7. – 14. september Aukadagur fyrir þá sem vilja lengja dvölina er 9.900 kr. pr. sólarhring.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.