Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 13
marktæka gagnrýni frá fem- ínistum. Ég hef skrifað nokkrar greinar í Kvennablaðið þar sem ég gagnrýni kvenhyggju og fem- ínistar hafa samband við rit- stjórn, lýsa hneykslun sinni og krefjast þess að greinin verði fjarlægð. Þær fá alltaf sama svarið: Ykkur er velkomið að svara. En þær svara ekki. Ég fæ enga málefnalega gagnrýni, bara þöggunartilburði og fullyrð- ingar um að ég viti ekki hvað ég sé að segja, ég misskilji fem- ínismann og sé með útúrsnún- inga, án þess að nokkur geti út- skýrt í hverju þeir útúrsnúningar eða misskilningur felist. Ef maður fær gagnrýni sem byggir á rökum þá er hægt að nota hana til að fara lengra með umræðuna en rökvillur og skít- kast er ekki eitthvað sem maður þarf að taka til sín. Ég hef reynt að halda uppi samræðu við femínista en það þýðir ekk- ert.“ Er andstaða þín við femínisma hluti af andstöðu þinni við póli- tíska rétthugsun og forræð- ishyggju? „Já, algjörlega. Það sem fer mest fyrir brjóstið á mér er yfirvaldshyggjan sem gegnsýrir femínistahreyfinguna. Hugmyndin er sú að það eigi að berjast fyr- ir réttindum kvenna og betri heimi fyrir konur með því að taka fram fyrir hendurnar á fólki. Stóra systir á að ákveða hvað okkur sé fyrir bestu.“ Finnst þér pólitísk rétthugsun vera ríkjandi á mjög mörgum sviðum? „Nú er ég frekar vinstri sinn- uð, en mér finnst pólitísk rétt- hugsun og forræðishyggja ein- kenna vinstri hreyfinguna í of miklum mæli. Sérstaklega er þetta áberandi meðal femínista. Ég hef ekki séð neitt gott koma út úr þessari óskaplegu fordæm- ingu á því að fólk hafi skoðanir sem falla ekki að fyrirfram ákveðnum gildum. Mér finnst til dæmis rasismi ömurlegur en það er fulllangt gengið þegar má ekki segja brandara um blökku- menn eða aðra hópa án þess að það sé flokkað sem hat- ursáróður. Það er líka mjög slæmt ef fólk má ekki tjá vond- ar skoðanir. Ég er algjörlega ósammála Snorra í Betel og finnst skoðanir hans á samkyn- hneigð viðbjóðslegar en mér finnst enn verra ef það á að banna fólki eins og honum að tjá skoðanir sínar. Vondum skoð- unum á að svara með rökum en ekki pólitískum ofsóknum.“ Þú skrifar mikið af greinum á netið og færð viðbrögð þar. Finnst þér umræðan á netinu oft verða sóðaleg? „Hún verður oft sóðaleg en það er bara gjaldið sem við borgum fyrir það að allir hafi aðgang að umræðunni. Við get- um ekki ætlast til þess að ein- ungis þeir sem eru smekklegir, málefnalegir og kurteisir fái að tjá sig. Annaðhvort erum við með samfélag þar sem allir fá að tjá sig sem þýðir að við tök- um subbuskapinn með eða þá við erum með samfélag þar sem lítill hópur stjórnar allri um- ræðunni.“ Of mikil refsihyggja í réttarkerfinu Þú rakst á sínum tíma galdra- búð á Vesturgötu. Ertu trúuð á galdra? „Ég hef gaman af gömlum norrænum rúnum og spekinni í kringum þær. Búðin var aðallega stofnuð í kringum rúnagaldur og ýmsar jurtir. Galdratrú er víð- tæk og innan hennar rúmast alls konar vitleysa og hjátrú en hún snýst alltaf um þrá mannsins til að hafa stjórn á eigin örlögum. Ég held að mannshugurinn búi yfir gífurlegum hæfileikum sem við vitum lítið um ennþá, en ég held ekki að það sé neitt yf- irnáttúrulegt. Hugur okkar hefur áhrif á veruleikann og okkur finnst það dularfullt af því að við skiljum það ekki. Sálarfræðin og skildar greinar hafa að ein- hverju leyti varpað ljósi á þetta, það hefur til dæmis komið í ljós að fólk getur aukið líkur sínar á því að fá það sem það vill með því að nota réttar líkamsstell- ingar og undirbúa sig andlega. Ég held að galdratrú fyrri tíma hafi að nokkru leyti verið sjálfs- styrking en í dag heitir það sál- fræði. Öll vísindi spretta úr dul- speki og galdri, vísindin reyna svo að skýra eða afsanna það sem við teljum okkur vita.“ Þú lokaðir galdrabúðinni og fluttir til útlanda. Af hverju? „Árið 2009 var engin rekstar- grundvöllur fyrir búðinni og ég ákvað að loka henni áður en ég lenti í því að geta ekki borgað birgjunum og leigusalanum. Ég flutti til Danmerkur, aðallega af því að ég hafði ekki geð á að taka þátt í samfélagi sem var sýnilega gegnsýrt af spillingu. Ég bý í Glasgow í dag því mað- urinn minn, Einari Stein- grímsson, vinnur þar. Við erum mjög ánægð í Glasgow. Í ágúst hef ég nám í lögfræði við Há- skóla Íslands en þar sem ég vil helst vera hjá Einari reyni ég að taka eins mikið utan skóla og hægt er.“ Hvernig lögfræðingur viltu vera? „Ég hef mestan áhuga á mannréttindamálunum og get ekki sagt að ég sé hrifin af því hvernig við Íslendingar stöndum okkar þar. Við ættum að hafa allar forsendur til að standa okkur virkilega vel en víða er pottur brotinn. Hvað eftir annað hefur það gerst að íslenskir dómstólar og ríkið hafa fengið ákúrur frá alþjóðlegum mann- réttindadómstólum og samtökum. Þetta er nokkuð sem menn ættu virkilega að taka til athugunar en lítill áhugi virðist vera á því. Guðmundar- og Geirfinnsmálið er svo einn af svörtu blettunum í sögu þjóðarinnar, það er skamm- arlegt að ekki skuli ekki vera búið að taka það mál upp fyrir löngu. Mér finnst líka ríkja of mikil refsihyggja í réttarkerfinu, sér- staklega þegar verið er að refsa fólki fyrir að vera alkóhólistar. Í síðustu viku birti Kvennablaðið grein eftir konu sem situr í kvennafangelsinu í Kópavogi. Hennar glæpur var sá að fara inn í verslanir og drekka úr kardimommudropaglösum. Þetta er flokkað sem auðgunarbrot og hún dæmd í eins árs fangelsi. Getum við litið á þetta sem glæp? Það er fullt af fólki í fangelsi sem þarf aðstoð en ekki refsingu. Sumarið 2000 vann ég sem fangavörður og fékk innsýn í mjög forpokaðan og undarlegan hugsunarhátt. Á Litla-Hrauni var þá algengt viðhorf, sérstaklega meðal yfirmanna, að það væru bara til tvær tegundir af fólki: fólk og fangar. Allur ytri aðbún- aður var í lagi en lítið var unnið með fólk og nánast ekkert gert til að koma því út í samfélagið í betra ástandi. Ég held að þetta hafi skánað og að nú sé meiri áhersla lögð á betrun, en samt engan veginn nógu mikið.“ Heftandi að þurfa blessun hópsins Þú ert alveg óhrædd við að segja skoðanir þínar. Hefurðu alltaf verið þannig? „Ég var alltaf fremur opinn og frakkur krakki og átti auð- velt með að tjá mig. Ég hef lík- lega verið átta ára þegar ég fékk fyrst ákúrur fyrir þess- háttar framhleypni. Það var í barnaskóla og við krakkarnir áttum að telja upp allt það sem Guð hefði skapað. Ég taldi upp eitthvað og skrifaði að Guð hlyti líka að hafa skapað vond dýr – í merkingunni sníkjudýr – og sjúkdóma. Kennarinn kallaði þetta hortugheit en það varð nú ekkert alvarlegra en það. Ég hef aldrei lent í sérstökum vandræðum fyrir að hafa skoð- anir sem víkja frá norminu. Hvað er það versta sem getur gerst ef þú segir skoðun þína? Jú, einhver getur rekið þessa skoðun ofan í þig – en um leið ertu búin að fá réttar upplýs- ingar og getur myndað þér nýja skoðun og haft rétt fyrir þér. Eða þá að einhver verður reiður við þig og hvað með það? Er þá búið að rústa lífi þínu? Á það að þykja gott að fólk sé ekki reitt við þig og haldi að þú haf- ir allt önnur viðhorf en þú hef- ur? Mér finnst fólk alltof hrætt við að segja skoðanir sínar. Yf- irleitt hefur það ekki vondar af- leiðingar að hafa skoðun og segja hana. Og þegar ég tala um skoðanir í þessu sambandi er ég auðvitað ekki að réttlæta hótanir, ærumeiðingar og lygar. Ég á við að þegar einhver sem tekið er mark á segir tóma þvælu og jafnvel eitthvað sem getur verið skaðlegt, þá er ekk- ert hættulegt að benda á það, ekki heldur þótt það sé einhver sem manni líkar vel við. Það er kannski að einhverju leyti þægi- legt að vera í ákveðnu liði en það hlýtur að vera heftandi að þurfa blessun hópsins til að þora að tjá sig og ég held líka að hjarðhugsun geri samfélaginu meira illt en gott.“ „Vondum skoðunum á að svara með rökum en ekki pólitískum ofsóknum,“ segir Eva Hauksdóttir. Morgunblaðið/Árni Sæberg * Það sem fer mest fyrir brjóstið á mérer yfirvaldshyggjan sem gegnsýrirfemínistahreyfinguna. Hugmyndin er sú að það eigi að berjast fyrir réttindum kvenna og betri heimi fyrir konur með því að taka fram fyrir hendurnar á fólki. Stóra systir á að ákveða hvað okkur sé fyrir bestu.“ 3.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Síðumúla 33 Sy ru sson Hönnunar hús Klassísk og falleg íslensk hönnun Syrusson - alltaf með lausnina Fannar60 Delux Verð frá ISK 199.200,- Mikið úrval áklæða og leðurs Fannar60 Verð frá ISK 98.500,- Mikið úrval áklæða og leðurs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.