Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 42
Viðtal 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.8. 2014 Í desember í fyrra tóku Helga Guð- mundsdóttir og kærasti hennar Helgi Guðnason þá ákvörðun að segja upp leigusamningnum sínum og fara á vit ævintýranna út í hinn stóra heim. Án þess að þau vissu nákvæmlega hvert ferðinni væri heitið leitaði hugurinn til Evrópu. „Hugmyndin var að fara eitthvert út til að vinna og safna peningum. Það hafði lengi blundað í okkur að fara til útlanda til að vinna og upplifa eitthvað nýtt og vera bara tvö ein saman,“ segir Helga og kærastinn hennar, Helgi, kinkar kolli og tekur undir með henni. „Okkur Helgu langaði að fara eitthvert bara tvö og upplifa eitthvað nýtt saman. Við vildum líka geta safnað upp smá sparnaði í leiðinni og vonuðumst því til að geta fengið einhverja vinnu úti og það tókst svo sannarlega í þessari ferð,“ segir Helgi. Ævintýraþráin leiddi þau á endanum til Alta í Norður-Noregi, en bærinn er svo norðarlega að álíka langt er til Svalbarða og Óslóar frá honum. Bærinn er engu að síður skemmtilegur smábær í stórbrotnu umhverfi Norður-Noregs. „Frá Reykjavík til Alta þurftum við að taka þrjár flugvélar á einum degi og við vorum því uppgefin þegar komið var á leiðarenda en bærinn er fínn og gaman að hafa komið þangað,“ segir Helga. Án vinnu og húsnæðis í Alta „Þótt förinni væri heitið til Noregs vorum við hvorki komin með vinnu né þak yfir höfuðið. Við áttum bókaðar tvær nætur á hóteli í bænum og það var allt og sumt. Ég verð að viðurkenna að þegar við vorum kom- in á hótelherbergið, höfðum enga vinnu, þekktum engan og vissum ekkert hvar við fyndum húsaskjól þegar hótelgistingunni lyki hugsuðum við bæði um hvað við værum nú að gera og hvort við ættum ekki bara að fara heim,“ segir Helga og tekur Helgi heils hugar undir með henni. „Það eina sem við höfðum var símanúmer hjá Íslendingi sem bjó á svæðinu, en við fengum númerið hjá manni sem er með móður Helga í kór. Þetta reyndist svo vera skyldmenni Helga sem býr í Lakselv, sem er í grennd við Alta, og hann kom okkur í samband við norskan mann að nafni Björne, sem er skipstjóri selveiðiskips- ins Havsel sem er gert út frá bænum. Björne réði okkur í vinnu við að gera upp selveiðiskipið og sinna ýmsum störfum sem tengdust útgerðinni.“ Helgi og Helga áttu eftir að vinna fyrir Björne í fjóra mánuði og gistu í skipinu með- an þau gerðu það klárt til veiða. „Við tókum að okkur öll störf við skipið, hvort sem það var að sækja mat fyrir aðra starfsmenn, mála það eða koma fyrir tækjabúnaði. Við höfðum enga reynslu af vinnu sem þessari en vorum dugleg og Björne var ánægður með okkur,“ segir Helgi, sem hafði síðar á orði við Björne hvort ekki væri mögulegt að koma með á selveiðarnar síðar um vorið, en þær fara fram við strendur Grænlands og eru mikið ævintýri. „Hann tók vel í það og bauð mér að gerast áhafnarmeðlimur og koma með sér á veiðarnar. Hugmyndin var þá að Helga myndi fara heim til Íslands meðan ég væri á veiðum en Björne bauð svo Helgu nokkrum dögum síðar að koma með.“ Sjálf segir Helga að Björne hafi alltaf ætlað sér að bjóða þeim báðum að koma með sér á veiðarnar. „Björne gat verið dálítið óskipu- lagður og þegar hann bauð mér var hann búinn að kaupa á mig allan búnað, þó að það hafi síðan dregist hjá honum að bjóða mér að koma með. Við vorum bæði mjög dugleg og hann kunni að meta það,“ segir Helga. Hún er nokkuð örugglega fyrsta íslenska konan til að fara á selveiðar sem þessar og aðeins önnur konan sem gerist áhafn- armeðlimur hjá Björne, en hann hefur stundað selveiðar í áratugi. Í upphafi átti Helga að vera messagutti en hún segist hafa verið fljót að forða sér úr eldhúsinu og farið að vinna úti með körlunum, sér til mikillar ánægu. „Ég var fljót að tileinka mér vinnu- brögðin enda engin ástæða til að gefa neitt eftir og láta karlmennina eina um veiðarnar og verkunina.“ Fyrsti sólarhringurinn erfiðastur Ferðin var allt annað en auðveld og segja bæði Helga og Helgi að þau beri meiri virð- ingu fyrir íslenskum sjómönnum eftir að hafa farið á selveiðar með Björne skipstjóra á Havsel. „Við sigldum frá Noregi til Græn- lands í upphafi apríl og komum ekki aftur til Noregs fyrr en 18. maí. Þetta var því nokkuð löng ferð við erfiðar aðstæður. Veiðarnar fara fram á 66. til 72. breiddargráðu og veðr- ið gat verið allavega. Upphaf ferðarinnar var þó erfiðast, en strax gerði nokkuð slæmt veð- ur fyrir utan strendur Noregs. Þá vorum við í fyrsta og eina skiptið örlítið hrædd, enda aldrei lent í svona aðstæðum áður. Hins veg- Ævintýri við strendur Grænlands PARIÐ HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR OG HELGI GUÐNA- SON LAGÐI LAND UNDIR FÓT OG FÓR TIL NORÐUR- NOREGS TIL AÐ LEITA UPPI ÆVINTÝRI OG TÆKIFÆRI TIL AÐ AFLA SÉR ÖRLÍTILS SPARIFJÁR EF GÓÐ VINNA GÆF- IST. ÞAÐ TÓKST HELDUR BETUR OG VARÐ FERÐIN AÐ MIKLU ÆVINTÝRI OG GAF VEL Í AÐRA HÖND. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.