Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 35
3.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Í vikunni birtu breskir fjölmiðlar myndir úr afmælisboði Cherie Blair, eiginkonu Tony Blair forsætisráðherra Breta sem fagnaði sextugsafmælinu sínu. Veislan var haldin á sveitasetri Blair-hjónanna í Buckhinghams- hire. Auðvitað var okkar kona, Dorrit Moussa- ieff á meðal gesta, með blásið stórt hár (pínu krullað í endana), í vínrauðum ermalausum kjól með tvær síðar perlufestar. Þessar partí- myndir rifjuðu það upp fyrir mér hvað okkar kona hefur lífgað mikið upp á íslenskt samfélag. Og svona í leiðinni þá má alveg minnast á það hvað hún hefur lagt ríkulega hönd á plóg með sínum per- sónulegu sam- böndum og notað þau til að koma Ís- lendingum á framfæri er- lendis. Og þá er ég ekki að tala um sam- bönd við einhver „wannebe“ heldur við þá sem hafa raunveruleg völd úti í hinum stóra heimi. Ég veit um svo ótal- mörg dæmi þar sem okkar kona hefur hreinlega reddað málunum … Þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í blaða- mennsku fékk ég það verkefni að fylgja forsetahjónunum eftir þegar Mette-Marit og Hákon komu í op- inbera heimsókn til Íslands. Ég var alveg á nálum fyrir þetta verk- efni og fannst þetta nú aldeilis upphefð. Ég man meira að segja í hverju ég var þegar ég fór í þenn- an leiðangur (svört dragt plús hvít skyrta) því ekki ætlaði ég að verða sjálfri mér eða fjölmiðlinum til skammar. Það sem kom á óvart var hvað þetta var allt afslappað og hressilegt þrátt fyrir stífleika nokkurra starfsmanna forseta- embættisins. Það var nú aldeilis stuð og stemning á Þingvöllum, á Nesjavöllum og í Reykholti, ef mig misminnir ekki, því okkar kona sá algerlega um það. Síðan þá hafa ævintýrin sem tengjast okkar konu verið óendanleg. Það væri hægt að skrifa heilu bókaflokkana um Dorrit og þess vegna er ég hálfpartinn farin að kvíða því þegar herra Ólafur Ragnar lætur af störfum. Hún hef- ur nefnilega veitt okkur, sem spáum pínulítið í klæðnaði, svo mikinn innblástur. Ég er nú kannski ekki að mæla með því að kvenpeningurinn fari að kópera stíl okkar konu í einu og öllu en það er vel hægt að fá góðar hug- myndir á því að skoða fataval hennar. Okkar kona gerir til dæmis mikið út á mittislínuna og skartar oft fal- legum beltum sem setja svip sinn á heildarmyndina. Þær sem eru grannar í mittið ættu að nota þetta trix því það gerir svo mikið fyrir heildarmyndina. Með því að setja belti í mittið sýn- umst við líka ör- lítið rýrari en við erum í raun og veru … (stundum þarf það). Svo er hún mikið í þröngum buxum við peysur, í drögtum og mjög oft í lagskiptum fatnaði. Oft er hún líka dálítið djörf í litavali og litasamsetningum. Og svo má náttúrlega ekki gleyma skartinu en okkar kona á ansi veglegt safn sem hún notar grimmt. Svo á hún Chanel-töskur, Chanel-dragtir, grábrúna Birkin tösku frá Hermés og ég veit ekki hvað og hvað. Það er alveg hægt að telja þetta fínerí upp því ég veit allt um peninga og stíl … Stílinn er nefnilega ekki hægt að kaupa þótt þú eigir allt heimsins fé. martamaria@mbl.is Svana Friðriksdóttir, Dorrit Moussaieff og undirrituð. Okkar kona Í síðu satínpilsi og peysu og með nóg af skarti. Dorrit og Ólafur á Grímunni. Hún í peysu með íslensku lopapeysu- munstri án þess að vera beint í lopapeysu. Skeifunni 8 | Kringlunni | sími 588 0640 | casa.is BOURGIE borðlampar BOURGIE Hönnun: Ferruccio Laviani Svartur 49.000,- Glær 49.000,- Hlý r og not aleg ur Laugavegi 25, 101 Reykjavík. Sími 552-7499 Hafnarstræti 99-101, 600 Akureyri. Sími 461-3006 www.ullarkistan.is Gæða ullarfatnaður á alla fjölskylduna frábært verð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.