Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 31
3 búnt ferskur grænn aspas 2 msk. ólífuolía salt og svartur pipar 80 g rifinn parmesanostur safi úr hálfri sítrónu nokkrar sneiðar af fínt skorinni serrano-skinku, helst eftir 18 mánaða verkun Það er sniðugt að kaupa kjötið í sælkerabúð og láta skera það fyrir sig. Aspas-stönglarnir eru snyrtir og baðaðir upp úr ólífuolíu og salti og pipar. Parmesanostur rifinn yfir. Aspasinn er bakaður í ofni við 180°C í u.þ.b. 10 mín. Aspasinn er lagður á fallegan disk og sítrónusafi kreistur yfir. Að lokum eru serranosneiðarnar settar í miðjuna. Aspas með serrano-skinku 250 g útvatnaður saltfiskur 3 tómatar 1 laukur 1 græn paprika 10 svartar ólífur 2 msk. ólífuolía 1 msk. edik salt svartur pipar Ólífuolía, edik og smá salt og pipar hrært saman. Saltfiskurinn er skorinn í ræmur. Tómatar og paprika fræhreinsuð og skorin smátt. Laukurinn saxaður eins smátt og hægt er. Öllu er þá hrært varlega saman og olíu- leginum bætt við. Svörtum ólífum dreift yfir. Esqueixada-saltfiskréttur 3.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 fyrir 6 6 litlar pavlovur 200 g hvítt súkkulaði frá Milka 2 pelar rjómi 3 ástaraldin Takið fram sex glös. Leggið litla pavlovu á botninn í hvert glas. Stífþeytið rjómann. Bræðið súkku- laðið yfir vatnsbaði, bætið örlitlum rjóma út í súkkulaðið og hrærið þar til það verður kekkjalaust, bætið rjóma út í eftir þörfum. Þegar súkkulaðið er orðið fljótandi og mjúkt er því þá blandað varlega saman við þeytta rjómann. Blöndunni er þá hellt í glösin og þau sett í kæli. Þennan rétt er fínt að útbúa daginn áður. Rétt áður en eft- irrétturinn er borinn fram er hálft ást- araldin kreist yfir hvert glas. Hvítsúkkulaðimús Morgunblaðið/Eggert „Við erum búin að vera í þessum matar- klúbbi í um 20 ár.“ Fahad Jabali, Vala Hrönn Viggósdóttir, Guðbjörg Káradóttir, Elísabet Linda Þórðardóttir, Auður Ýr Elísabetar- dóttir, Valgarð Már Jakobsson, Darri Valgarðsson, Sonja Björk Grant og Snorri Valgarðsson gæddu sér á tapas. Önd Sjávarsalt og pipar timían og rósmarín 2 skornir laukar snittubrauð ferskur mozzarella-ostur Öndin er nudduð með sjávarsalti og pipar, sett í eldfast mót ásamt kryddjurtum og lauk og bökuð við 200°C í 15 mínútur. Hitinn er svo lækkaður í u.þ.b. 140°C, álpappír settur yfir og öndin bökuð þar til hún er mauksoðin, þetta gæti tekið 2-4 tíma. Þá er allt kjöt tekið af beinunum og sett í skál ásamt lauk og and- arfitu. Þá er allt hrært saman með gaffli þangað til áferðin líkist grófri kæfu. Þessi massi er þá settur á snittu- brauð, kúfuð matskeið á hverja sneið, og að lokum er mozzarella- osturinn rifinn yfir. Tapas með önd Snittubrauð, skorið í þunnar sneiðar 200 g rjómaostur 3 msk. flórsykur 1 msk. vanillusykur 200 g grísk jógúrt eða stíf- þeyttur rjómi berjasulta Rjómaostur og flórsykur þeytt saman og síðan er annaðhvort rjóma eða jógúrt blandað saman við. Ein kúfuð matskeið er þá sett á hverja snittu og sulturönd ofan á. Tapas-ostakaka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.