Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Síða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Síða 31
3 búnt ferskur grænn aspas 2 msk. ólífuolía salt og svartur pipar 80 g rifinn parmesanostur safi úr hálfri sítrónu nokkrar sneiðar af fínt skorinni serrano-skinku, helst eftir 18 mánaða verkun Það er sniðugt að kaupa kjötið í sælkerabúð og láta skera það fyrir sig. Aspas-stönglarnir eru snyrtir og baðaðir upp úr ólífuolíu og salti og pipar. Parmesanostur rifinn yfir. Aspasinn er bakaður í ofni við 180°C í u.þ.b. 10 mín. Aspasinn er lagður á fallegan disk og sítrónusafi kreistur yfir. Að lokum eru serranosneiðarnar settar í miðjuna. Aspas með serrano-skinku 250 g útvatnaður saltfiskur 3 tómatar 1 laukur 1 græn paprika 10 svartar ólífur 2 msk. ólífuolía 1 msk. edik salt svartur pipar Ólífuolía, edik og smá salt og pipar hrært saman. Saltfiskurinn er skorinn í ræmur. Tómatar og paprika fræhreinsuð og skorin smátt. Laukurinn saxaður eins smátt og hægt er. Öllu er þá hrært varlega saman og olíu- leginum bætt við. Svörtum ólífum dreift yfir. Esqueixada-saltfiskréttur 3.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 fyrir 6 6 litlar pavlovur 200 g hvítt súkkulaði frá Milka 2 pelar rjómi 3 ástaraldin Takið fram sex glös. Leggið litla pavlovu á botninn í hvert glas. Stífþeytið rjómann. Bræðið súkku- laðið yfir vatnsbaði, bætið örlitlum rjóma út í súkkulaðið og hrærið þar til það verður kekkjalaust, bætið rjóma út í eftir þörfum. Þegar súkkulaðið er orðið fljótandi og mjúkt er því þá blandað varlega saman við þeytta rjómann. Blöndunni er þá hellt í glösin og þau sett í kæli. Þennan rétt er fínt að útbúa daginn áður. Rétt áður en eft- irrétturinn er borinn fram er hálft ást- araldin kreist yfir hvert glas. Hvítsúkkulaðimús Morgunblaðið/Eggert „Við erum búin að vera í þessum matar- klúbbi í um 20 ár.“ Fahad Jabali, Vala Hrönn Viggósdóttir, Guðbjörg Káradóttir, Elísabet Linda Þórðardóttir, Auður Ýr Elísabetar- dóttir, Valgarð Már Jakobsson, Darri Valgarðsson, Sonja Björk Grant og Snorri Valgarðsson gæddu sér á tapas. Önd Sjávarsalt og pipar timían og rósmarín 2 skornir laukar snittubrauð ferskur mozzarella-ostur Öndin er nudduð með sjávarsalti og pipar, sett í eldfast mót ásamt kryddjurtum og lauk og bökuð við 200°C í 15 mínútur. Hitinn er svo lækkaður í u.þ.b. 140°C, álpappír settur yfir og öndin bökuð þar til hún er mauksoðin, þetta gæti tekið 2-4 tíma. Þá er allt kjöt tekið af beinunum og sett í skál ásamt lauk og and- arfitu. Þá er allt hrært saman með gaffli þangað til áferðin líkist grófri kæfu. Þessi massi er þá settur á snittu- brauð, kúfuð matskeið á hverja sneið, og að lokum er mozzarella- osturinn rifinn yfir. Tapas með önd Snittubrauð, skorið í þunnar sneiðar 200 g rjómaostur 3 msk. flórsykur 1 msk. vanillusykur 200 g grísk jógúrt eða stíf- þeyttur rjómi berjasulta Rjómaostur og flórsykur þeytt saman og síðan er annaðhvort rjóma eða jógúrt blandað saman við. Ein kúfuð matskeið er þá sett á hverja snittu og sulturönd ofan á. Tapas-ostakaka

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.