Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 23
Á undanförnum árum hefur orð-
ið bylting í hreyfingu almennings
í formi upplýsinga sem við höfum
um hreyfinguna. Það þótti mikil
tækni þegar skrefamælar koma
fram á sviðið og margir nýttu sér
þá tækni til að halda utan um
hreyfingu sína. Með tilkomu
snjallsímans hefur orðið bylting á
sviði upplýsingaöflunar fyrir al-
menning. Í dag er hægt að halda
utan um nærri því alla hreyfingu
og fá nákvæmar upplýsingar um
fjölda hitaeininga sem líkaminn
brennir, vegalengdir, hækkun
og fleira.
Allt er þetta orðið að-
gengilegt fyrir þá sem
nýta sér snjallsímann og
enn bætist í hópinn
tæki sem hjálpa okk-
ur að mæla eigin
hreyfingu en það
eru snjall-
armböndin sem
sýna alla hreyfingu yf-
ir daginn og greina jafn vel svefn
fólks. Upplýsingarnar eru svo að-
gengilegar í símanum eða næstu
tölvu og fólk getur metið árang-
ur sinn og markmið. Tæknin
vinnur þó ekki vinnuna fyrir okk-
ur og enn þurfum við að fara út
að hreyfa okkur sjálf. Þetta er þó
frábær hvatning að sjá árangur
og vita hvað virkar og virkar
ekki fyrir okkur með hjálp tækn-
innar.
Heilsan í appi
3.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
Thelma Björg Björnsdóttir er 18 ára Grafarvogsbúi í
Reykjavík og stundar nám í Fjölbrautaskóla Breið-
holts og stefnir ótrauð á að útskrifast þaðan. Thelma
ein efnilegasta sundkona landsins en hún hefur æft
og keppt í sundi fyrir Íþróttafélaga fatlaðra í Reykja-
vík frá því að hún var sjö ára gömul. Hún hefur einn-
ig keppt fyrir Íslands hönd en hún hefur verið í
landsliði Íþróttasambands fatlaðra í sundi síðan 2010
og keppt á fjölda móta eins og heimsmeistaramóti í
sundi, Norðurlandamóti og öðrum mótum á erlendri
grund. Það sem af er þessu ári hefur hún slegið
hvorki meira né minna en 29 Íslandsmet og á ferl-
inum hefur hún slegið 172 met og geri aðrir betur. Í
fyrra var svo Thelma kjörin íþróttakona ársins úr
röðum fatlaðra og því spennandi að fylgjast með
Thelmu á næstu árum sem stefnir enn hærra á sund-
ferlinum sem er rétt að hefjast. Það má því fastlega
búast við því að hún eigi eftir að slá fleiri Íslandsmet
og hugsanlega Evrópumet, heims og Ólympíumet í
framtíðinni.
Gælunafn: Tenna, Tella.
Íþróttagrein: Sund.
Hversu oft æfir þú á viku? Sundið tekur sinn tíma
og ég æfi yfirleitt 6 til 7 sinnum í viku og svo bætast
við þrekæfingar tvisvar sinnum í viku og ofan á það
fer ég tvisvar til sjúkraþjálfara og öll þessi
hreyfing þykir bara eðlileg fyrir sundfólk
sem vill vera í fremstu röð í sinni grein.
Hver er lykillinn að góðum árangri? Það
er mjög mikilvægt að setja sér háleit en
raunhæf markmið ásamt því að hafa góðan
sjálfsaga. Þá er mikilvægt að mæta á
hverja æfingu því árangurinn kemur
hvorki af sjálfu sér né strax en hann
kemur ef við stundum reglulega hreyf-
ingu.
Hvernig er best að koma sér af
stað? Mér hefur alltaf fundist best
að vera jákvæð og hugsa með mér
að æfingin sé skemmtileg. Það
endist enginn í leiðinlegri æfingu
og allra síst ef fólk er að koma
sér af stað kannski eftir margra
ára hlé.
Hvað ráðleggurðu fólki sem vill
hreyfa sig meira? Ég ráðlegg
fólki bara að byrja á því að fara
út og hreyfa sig og ekki fresta
því til morguns sem það getur
gert í dag.
Hvernig heldurðu þér í
formi þegar þú ferð í
frí? Þegar ég fer í frí þá
tek ég það bara rólega
og hvílist og slaka á í
heita pottinum. Yfirleitt fer ég í frí svona tvær til
þrjár vikur yfir sumarið og þá nýt ég þess að vera í
fríinu.
Ertu almennt meðvituð um mataræðið? Já, ég
borða hollan mat og orkugefandi. Sund krefst mik-
illar orku og líkaminn þarf að nærast. Ég haga mínu
mataræði eftir ráðleggingum og í samvinnu við þjálf-
ara minn.
Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Byrja dag-
inn á góðum hafragraut og banana enda morgunmat-
urinn ein mikilvægasta máltíð dagsins. Yfir daginn
passa ég mig svo á því að borða reglulega og þá holl-
an og góðan mat.
Hvaða óhollusta freistar þín? Snakk og nammi á ég
erfitt með að standast.
Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mataræðið?
Reyna að borða meira hollan mat eins og grænmeti
og ávexti og ef ég get ráðlagt fólki eitthvað þá er það
nákvæmlega það, meira af ávöxtum og grænmeti.
Hvaða gildi hefur hreyfing fyrir þig? Hreyfing hefur
gríðarlega mikil áhrif á líf mitt því án hreyfingar
missi ég liðleikann en hún er gefur mér líka svo
margt annað. Hún gefur mér vinskap og félagsskap
við annað fólk og tækifæri til að bæta mig í keppni
við sjálfan mig og aðra.
Hvað eru algeng mistök hjá fólki við æf-
ingar? Mistök sem margir gera er að of-
reyna sig og trúa því að árangurinn
komi strax. Árangurinn
kemur, því geta allir
treyst og trúað á en til
þess þarf tíma og aga og
síðast en ekki síst þolinmæði.
Hverjar eru fyrirmyndir
þínar? Kristin Rós Há-
konardóttir, margfaldur
heimsmeistari og ólympíu-
meistari í sundi fatlaðra, er
fyrirmynd en ég lít einnig
upp til foreldra minna sem
hafa stutt mig og styrkt
alla tíð eins og bróðir
minn hann Emil
Steinar Björnsson en
hann er minn stærsti
stuðningsmaður og
aðdáandi.
KEMPA VIKUNNAR THELMA BJÖRG BJÖRNSDÓTTIR
Þolinmóð og öguð sundkona
Til að forðast hvíta sykurinn og draga úr löngun í eitthvað óhollt
milli mála er gott ráð að skera niður ávexti og hafa við höndina
þegar hungrið kallar. Harðfiskurinn er einnig tilvalið millimál en
hann er fullur af próteini og frekar hitaeiningalítill.
Ávextir og harðfiskur í millimál*Ef þú ætlar þér ekki allaleið, til hvers að hefja förina yfir höfuð?
Joe Namath
Tapashúsið | Ægisgarður 2, 101 Reykjavík | info@tapashusið.is
NÝR OG SPENNANDI
MATSEÐILL
TAPASHÚSID BORDPANTANIR
Í SÍMA 512-8181
Sumarið hefur verið vætusamt á Suð-
urlandi á undanförnum vikum. Þó að
höfuðborgarbúar hafi bölvað sólar-
leysinu og rigningarsumrinu er ým-
islegt jákvætt við veðurfarið. Berja-
sprettan ætti, að öllu jöfnu, að vera
betri í ár og fyrr á ferðinni. Kræki-
berin eru víða farin að láta sjá sig og
má sjá einstaka sem eru þegar byrj-
aðir að tína berin sér til ánægju og í
sultuna eða út á skyrið eða í heilsu-
drykkinn. Þau eru auðug af vítam-
ínum, steinefnum, trefjaefnum og
öðrum hollustuefnum. Sérstaklega
eru þau rík af C-vítamíni og talsvert
er af E-vítamíni í aðalbláberjum og
bláberjum. Bæði þessi vítamín eru
andoxunarefni en þau hindra myndun
skaðlegra sindurefna í frumum lík-
amans.
Öll fjölskyldan getur notið þess að fara saman að tína ber þegar þau eru
orðin nógu þroskuð. Berin eru full af vítamínum og því holl fyrir kroppinn.
Morgunblaðið/Ómar
Berjasumar
STYTTIST Í BERJAVERTÍÐINA