Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 19
Í bænum Assisi í Úmbríu-héraði á Ítalíu hefur verið boðið upp á kyrrð-
arvökur á aldargömlu sveitabýli frá árinu 1986. Hugleiðslur eru stundaðar
kvölds og morgna og kennslan fer fram á ensku. Þá eru „andlegar göngu-
ferðir“ vinsælar um hinn heilaga bæ Assisi. Hver gestur hefur sitt sér-
herbergi og hefur aðgang að eldhúsaðstöðu til þess að útbúa mat. Hver
kyrrðarvaka er 1–3 vikur að lengd. Dagskráin er ekki stíf í Assisi og frá
hádegi til klukkan sjö er þátttakendum frjálst að gera sem þá lystir.
ASSISI-HVÍLDARSETRIÐ, ÍTALÍU
5
Í Suður-Devon í Englandi er
að finna höfuðstöðvar Gaia-
house, hugleiðslu- og kyrrð-
arseturs þar sem lögð er
áhersla á búddíska iðkun.
Lestarferðalag frá London til
Suður-Devon tekur rúma
þrjá klukkutíma. Margir Ís-
lendingar hafa lagt leið sína til
Gaia-house til að taka þátt í
kyrrðarvöku. Virtir og reynd-
ir Dharma-kennarar leiða
starfið þar og líkt og tíðkast í
flestum búddískum sam-
félögum er lögð áhersla á að
allir eigi að geta lagt stund á
iðkunina óháð efnahag.
Kennslan er ókeypis og kenn-
ararnir lifa á frjálsum fram-
lögum. Boðið er upp á marg-
vísleg námskeið og vökur allt
árið um kring. Hægt er að
kynna sér starfsemina nánar á
vefsíðunni gaiahouse.co.uk
GAIA-HOUSE, ENGLAND
6
3.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
Á fyrsta degi hvers mánaðar hefst 10 daga kyrrðarvaka í skógarklaustrinu í
Wat Suan Mokkh. Rúmlega 1.000 manns heimsækja klaustrið ár hvert og
þiggja þar leiðsögn í hugleiðslu. Skráningargjald er í kringum 10.000 kr. og
allt er innifalið í því verði, enginn viðbótarkostnaður bætist við. Byrjendur
jafnt sem lengra komnir eru velkomnir. Aðstæður eru lausar við allan
íburð, rúmdýnur eru úr stráum og höfuð er hvílt á viðarkodda í anda
stofnanda klaustursins, Ajahns Buddhadasa, sem sagði að fólk ætti að til-
einka sér einfaldan lífsstíl en stefna hátt. Vaknað er klukkan 4 á morgnana.
Vökurnar eru ætlaðar þeim sem þrá að finna frið og upplifa samkennd og
vilja jafnframt öðlast hæfileikann til að nálgast neikvæðar hugsanir á nýjan
og heilbrigðan hátt.
WAT SUAN MOKKH, TAÍLANDI
4
HÁDEGISMATUR
Í FYRIRTÆKI OG
STOFNANIR
VINSÆLT - HEILSUBAKKAR
Heilsubakkar eru réttir sem samanstanda af léttu fæði
Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar 555-1810, 565-1810 · Fax: 565-2367 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Við sendum
hádegismat í bökkum
og kantínum til fyrirtækja
og stofnana alla daga ársins!
Boðið er upp á sjö valrétti á virkum dögum:
Tvo aðalrétti, þrjá aukarétti, heilsurétt og ávaxtabakka.
Aðalréttirnir eru breytilegir frá degi til dags.
Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is
Fjölbreyttur matseðill
og valréttir alla daga
SKÚTAN