Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 15
Á miðvikudaginn hefst fjöl-skylduhátíðin Sumar áSelfossi og stendur hún fram á sunnudag. Hátíðin hefur verið haldin síðan 1995 en útfærð á mismunandi hátt og hefur farið stækkandi í umsvifum síðan 2003. Stærsti viðburður hátíðarinnar er morgunverður sem haldinn er á laugardagsmorgni og er sá allra stærsti sem sögur fara af. Hátíð- arhaldarar bjóða öllum sem hafa áhuga á að koma í morgunmat sér að kostnaðarlausu. Guðnabak- arí mun bjóða upp á rúnnstykki og fleira góðgæti. Í fyrra mættu um 4.000 manns en nú er talið að hátt í 5.000 manns muni mæta og gæða sér á kræsingunum. „Hátíð- in Sumar á Selfossi snerist fyrst og fremst um það að fyrirtæki bæjarins buðu íbúum í morgun- mat. Síðan var annarri hátíð, Sléttusöngnum, slegið saman við og síðan hefur hátíðin verið að stækka í umsvifum. Við erum alltaf að reyna að gera meira og betra,“ segir Guðjón Bjarni Hálf- dánarson, einn hátíðarhaldara. Á hátíðinni er ýmislegt um að vera og ber þar að nefna Froðu- fjör þar sem slökkvilið Árnessýslu sprautar froðu niður um 4 metra brekku og myndast þar froðupoll- ur fyrir neðan sem krakkarnir geta leikið sér í. „Ef mamma og pabbi eru til þá geta þau sleppt barninu í sér og skellt sér í brekkuna,“ segir Guðjón kátur. Brúarhlaupið er eitt stærsta 21 km hlaup á landinu. Þangað mæta helstu hlauparar landsins til að keppa við að slá eigin met í 21 km hlaupum. „Við höfum skor- að á Kára Stein Karlsson að koma hingað og keppa,“ segir Guðjón. „Hann er nú í rauninni tengdasonur Selfoss, þar sem hann nældi sér í eina Selfoss- snót,“ segir hann og hlær. Einnig verður Sléttusöngurinn á sínum stað þar sem Ingó úr Veðurguðunum leiðir sönginn. Þá verður flugeldasýning og einnig verða tónleikar öll kvöld og al- gengt er að hljómsveitir sem eru að stíga sín fyrstu skref troði upp á hátíðinni. Helgi Björns og Reiðmenn vindanna halda uppi fjörinu og spila á föstudagskvöld- inu. „Þar sem hátíðin er einungis stutt frá Reykjavík er kjörið fyrir fjölskyldur í Reykjavík og ná- grenni að nýta daginn og taka sér bíltúr á Selfoss til að upplifa frábæra dagskrá,“ segir Guðjón að lokum. STANSLAUST STUÐ Á SELFOSSI Stærsti morgun- verður landsins FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIN SUM- AR Á SELFOSSI VERÐUR HALDIN MEÐ POMPI OG PRAKT DAGANA 6.-10. ÁGÚST NK. ÞAR GETUR ÖLL FJÖLSKYLDAN FUNDIÐ SÉR EITTHVAÐ VIÐ HÆFI SEM OG GÆTT SÉR Á GÓÐUM MORGUNVERÐI. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Nokkur börn taka lagið uppi á sviði.Ingó úr Veðurguðunum stýrir Sléttusöngnum. Margir leggja leið sína í morgunverðinn á hátíðinni Sumar á Selfossi. *Mörgæsir hafa sko ávallt gottplan á prjónunum Mörgæsirnar úr Madagascar 3.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Um verslunarmannahelgina má finna ótal hátíðir og samkomur sérstaklega ætlaðar fjölskyldum um allt land. Má þar nefna Sæludaga í Vatnaskógi, Edrúhátíð SÁÁ að Laugalandi í Holtum, Neistaflug í Neskaupstað, Síldarævintýrið á Siglufirði og fleiri. Hátíðir víða um land Signý Kolbeinsdóttir, hönnuður og teiknari, er annar eigandi fyrirtæk- isins og vörumerkisins Tulipop þar sem hún og Helga Árnadóttir skapa skemmtilegar og ævintýralegar vörur fyrir börn. Hún á tvö börn ásamt manni sínum, Heimi Snorra- syni, og ætlar fjölskyldan að skella sér á Ísafjörð um verslunarmanna- helgina. Þátturinn sem allir geta horft á? Attenborough, Svampur Sveinsson og nýju Cosmos-þættirnir! Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? Pitsa, pasta og sushi. Skemmtilegast að gera saman? Fara í bíó sam- an, á kaffihús, í sund, fjallgöngur, göngutúra og ferðast. Borðið þið morgunmat saman? Já, alltaf. Eig- inlega bara uppáhalds- maturinn minn, ristað brauð og kaffi. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægra- styttingar? Það er mjög misjafnt og fer algjörlega eftir veðri. Ef það er gott þá erum við bara úti að leika en ef það er vont þá horfum við stundum á bíómynd, stundum er bakað og við höldum kaffiboð, stundum spilað, stundum teiknað og föndrað. Reynum að hanga sem minnst í tölv- unni, því þá verða allir geðveikir í skapinu. Ætlið þið að gera eitthvað um versl- unarmannahelgina? Við fjölskyldan erum að fara til Ísafjarðar um verslunarmanna- helgina en ætlum að gista í húsi á Súðavík þar sem einn flottasti leikvöllur landsins er í bakgarðinum. Á Ísafirði verður nóg að gera, mýrarboltinn náttúrlega og svo er okkur boðið í risapartí. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Signý Kol- beinsdóttir Útivera og gæðastundir umfram tölvuna Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700 • Barnalæsing • Mikil einangrun • CE vottuð framleiðsla • Sérsmíði eftir málum • Glerjað að innan • Áratuga ending • Næturöndun VELDU VIÐHALDSFRÍTT PVC gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.