Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.8. 2014 S tjórnmálamenn nútímans hafa marg- vísleg hjálpartæki til að skyggnast inn í skoðanir kjósenda á árunum á milli kosninga. Og sumir hafa haldið að þar eigi menn að vera sífellt á gægjum. Hóf er þó gott í því sem öðru. Skoðanakönnun á gönguför Einhvern tíma var efnislega haft eftir Bjarna Bene- diktssyni, forsætisráðherra, að hann teldi gagnlegt að fara fótgangandi spottann frá Stjórnarráðinu nið- ur á þing af fleiri ástæðum en þeim að hreyfa sig að- eins og viðra. Hann taldi sig geta orðið fróðari um viðhorf almennings til ríkisstjórnar og flokks síns með því að skynja þar viðmót fólksins í sinn garð. Þá var gamli bærinn enn miðstöð verslunar og stjórnsýslu og fjöldi manna átti leið í bankana sem stóðu í röðum í Austurstræti, eins og Laddi gerði fyr- ir sitt leyti ógleymanlegt og til að „fara í pósthólfið sitt,“ aðra snúninga eða á kaffihús, sem ekki voru annars staðar. Fyrirferðarmikill stjórnmálamaður þurfti því að ætla sér mun lengri tíma en svo sem fimm mínútur, sem vegalengdin útheimti, til að taka púlsinn á almenningi í hjarta bæjarins. Morgunblaðið var þá í Aðalstræti og áhugasamir háskólakrakkar fengu margir vinnu með náminu á blaðinu, þá sem nú. Fyrir rúmum 40 árum var bréf- ritari í „stjórnmáladeildinni,“ sem þá var til, skrifandi þingfréttir og Staksteina og undraðist iðulega stöð- ugan straum þingmanna, viðskiptajöfra, útgerðar- forkólfa, listamanna og skálda til ritstjóranna Matt- híasar, Eykons og Styrmis. Það komu raunar fleiri en þessir sem við, „Morgunblaðseggin“, könnuðumst við, áskrifendur, greinarhöfundar og útigangsmenn sem fengu kaffisopa og stundum eyri fyrir öðru sem brýnna var. Þess á milli gekk síminn og blaðamenn voru á þön- um inn og út af skrifstofum ritstjóranna. Sennilega hafa þremenningarnir farið nærri um það, hvernig „lessið stóð“ í þjóðfélaginu á hverjum tíma, án skoð- anakannana. Og þegar Bjarni formaður hafði borið viðmótið á horninu, þar sem Óli blaðasali stóð, saman við það sem stóð upp úr mönnum á þeirri brautarstöð sem ritstjórn Morgunblaðsins var, hefur myndin vís- ast verið orðin bærilega klár. Mikil sveifla Þekkt er að þegar pendúllinn tekur að hreyfast vill hann einatt sveiflast langt yfir miðjuna. Og það hefur hann svo sannarlega gert í tilviki skoðanakannana og hvers kyns rannsókna sem þeim tengjast. Skoðana- kannanir birtast nú á fárra vikna fresti og í hvert skipti láta sumir fjölmiðar eins og þær feli í sér stór- fréttir. Stjórnmálamenn, nær og fjær, eru sumir furðu uppnæmir yfir þeim og jafnvel á köflum ein- kennilega ístöðulausir. Hér á landi hafa alvöru stjórn- málamenn jafnvel blásið til neyðarfunda og rætt í fullri alvöru um að hlaupa frá stefnumálum (og það kannski orðið ofan á) vegna þess að borist hafa fréttir af væntanlegri skoðanakönnun, jafnvel frá aðilum sem enga burði hafa til að gera slíkar kannanir! Satt best að segja væri heppilegast að þess háttar stjórn- málamenn sneru sér að öðru, því það færi betur með þá og þó einkum umbjóðendur þeirra. – Þeir sem ekki þola hitann ættu að koma sér út úr eldhúsinu – mun Harry S. Truman, sem var ekki einn af veifisköt- unum, hafa orðað það. Hafi menn trú á því sem þeir eru að gera, hafa lofað að koma í kring og hafa fengið umboð til, þá segja tilfallandi skoðanakannanir litla sögu. Ógleymanlegt dæmi Eftir að Ríkisútvarpið og allar helstu málpípur úr há- skólasamfélagi, Seðlabanka og atvinnulífi höfðu ásamt Jóhönnu og Steingrími J. flutt hræðsluáróður um að Ísland yrði efnahagslega úr sögunni ef það kyngdi ekki Icesave-samningi lét „RÚV“ gera skyndikönnun. Og viti menn, hinn yfirgengilegi einliti hræðsluáróður hafði borið árangur. En sá árangur stóð aðeins í 48 klukkustundir, þá tók hann að hjaðna þótt áróðrinum væri haldið áfram. Allir vita hvernig fór. Vinstristjórnin, „RÚV,“ „fræðasamfélagið,“ SÍ, ASÍ og SA: 2%. Þjóðin: 98%. Það er ekki til umræðu hér nú að þessir sjálfumglöðu aðilar virðast ekki hafa margt lært af þessari einstæðu hrakför sinni. Það sem er til athugunar er skoðanakönnunin sem gerð var. Hún var framkvæmd af aðilum sem kunna til verka. Ekkert bendir til að hún hafi ekki sýnt rétta afstöðu úrtaksins (og þar með þjóðarinnar) á þessari stundu. En hún gaf enga vísbendingu um hver sú af- staða yrði nokkrum vikum síðar, þegar þjóðarat- kvæðagreiðsla færi fram. „RÚV“ lét gera könnunina eftir að hinn hlutlausi miðill hafði hamast við að skapa rétt andrúmsloft, ásamt þeim sem hjálpuðu til. Þann- ig er hægt að „búa til könnun“ sem er „rétt“ á til- teknu augnabliki og nota könnunina til að halda áfram áróðrinum sem skapaði hana. Grunsemdir eru uppi um að óforskömmuð stjórnmálaöfl hafi víða not- að slík meðul. En ekkert þekkt dæmi annað er um að Brautarstöð í eim- reiðarlausu landi og hversu hátt lyftist hatturinn *Skoðanakannanir birtast nú áfárra vikna fresti og í hvertskipti láta sumir fjölmiðlar eins og þær feli í sér stórfréttir. Stjórnmála- menn, nær og fjær, eru sumir furðu uppnæmir yfir þeim og jafnvel á köflum einkennilega ístöðulausir. Reykjavíkurbréf 01.08.14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.