Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 33
Hitaeiningarnar sem við látum ofan í okk- ur eru mörgum ráð- gáta. Þó að viðmið um hitaeiningar í hverjum 100 grömm- um fylgi oft upplýs- ingum um vörur er samt sem áður aldrei hægt að vera fullviss um það hversu margar hitaeiningar eru í matnum okkar. Fyrir utan það að oft nennum við hrein- lega ekki að telja allar hitaeiningar saman og á það sérstaklega við þegar upplýsingar eru takmark- aðar eða ekki hreinlega ekki fyrir hendi. Á þessu vandamáli virðist nú vera komin lausn í það minnsta fyrir þær vörur sem við hitum upp í örbylgjuofninum. Vísindamenn hjá GE Global Research eru að hanna örbylgjuofn sem mælir þær kaloríur sem settar eru inn í ofninn til upphitunar. „Hingað til hefur hvert tækið á fætur öðru komið á markað sem segir okkur til með nokkuð nákvæmum hætti hversu mörgum hitaeiningum við brennum yfir daginn. Hins vegar hefur skort verulega á tækni sem segir okkur til um það hversu margar kalóríur við setjum ofan í okkar,“ segir Matt Webster, líffræðingur hjá GE og einn af hugmyndasmiðum ka- loríumælisins í örbylgjuofna. Verkefnið er unnið í samvinnu við tölvu- og verkfræðideild Baylor háskóla en þar hefur verið unnið að skanna sem mælir fituinnihald, vatnsmagn og þyngd. „Við vonum að í nálægri framtíð verði hægt að mæla allan mat með þessari tækni. Þá verða upplýsingar um hitaein- ingamagn í matnum okkar jafn að- gengilegar og brennslan er í dag.“ ÞEGAR TÆKNIN OG HEILSA TAKA SAMAN Hitaeiningaofninn Örbylgjuofn sem segir til um hitaeiningar er fagn- aðarefni hjá sumum en aðrir bölva eflaust tækninni. Geimferðarstofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur sleg- ið enn eitt metið en að þessu sinni er það Mars Rover rannsóknarflakkarinn sem á í hlut. Hinn tíu ára gamli flakkari sem nefnist Opportunity hefur keyrt yfir 40 km á plánetunni rauðu, Mars. Þar með hefur flakkarinn frægi slegið met sovéska flakkarans Lunokhod 2. Opportunity lenti á Mars árið 2004 og segir John Callas, yfirmaður rannsóknarsviðs NASA fyrir Mars, að rannsóknarflakkarinn hafi ekki bara keyrt lengra en nokkurt annað mannlegt farartæki á annarri plán- etu heldur hafi einnig verið ómetanlegur í öllum rannsóknum stofnunarinnar á plánetunni. „Þó að Opportunity hafi á seinni árum ekki fengið jafn mikla athygli og systurtæki þess Curiosity hefur það engu að síður verið okkur mikilvægt í öllum rannsóknum og mun verða það áfram.“ Vísindamenn hjá NASA stefna nú að því að keyra rannsóknarflakkarann enn lengra og koma aksturs- mælinum upp í að minnsta kosti maraþon vegalengd en Opportunity stefnir á Maraþon dal þar sem vís- indamenn telja að sé að finna leirkenndan jarðveg sem vert er að rannsaka til að gefa okkur betri skilning á plánetunni. GEIMRANNSÓKNIR NASA Opportunity slær met fyrri NASA Met sovéska flakkarans Lunokhod 2 hefur nú verið slegið af bandaríska rannsóknarflakkaranum Opportunity. 3.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 * Einhvers staðarer eitthvað stór-kostlegt sem býður þess að vera uppgötvað.“ Carl Sagan Ódýrt: Husqvarna E-10 saumavél Einföld saumavél m/ 21 saum- um. Stillanleg sporlengd og sporbreidd. 4 þrepa kerfi f. hnappagöt. 5 fætur fylgja. Overlockspor, blindfaldur, teygjuspor ofl. Verð: 34.995 Dýrt: Elna -845 2. 3. 4 þráða. Saumaráðgjaf. 3mm, 6mm og þrefaldur þekju- saumur. Sjálfvirkur mis- munaflutningur. Sjálfvirk spor- lengd. Stillanleg skurðbreidd. Stiglaus fargstilling. Skjár sem sýnir saumagerðir. 18 inn- byggðar saumgerðir. Verð: 159.995 ÓDÝRT, MIÐLUNGS, DÝRT Saumavélar Miðlungs: Elna 340E-X saumavél 25 sporgerðir. Auðvelt að auka sporlengdina, stillingar frá 0-4 mm. Sporbreidd er auðveldlega stillanleg frá 0-5 mm. Nál stillanleg frá miðju og aukahlutageymsla. Auðvelt að minnka saumborð ef þörf krefur. Innbyggð spóluvinda og áfastur tvinnahnífur. Sjálfvirkur hnappagata- fótur. 5 gerðir saumfóta fylgja. Verð: 59.995 Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður BBC greindi frá því í vikunni að stjórnvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að sjálfvirkir bílar verða leyfðir á opinberum vegum í janúar næstkom- andi. Yfirlýsingin mun því hleypa bílstjóra- lausum bílum á götur í Bretlandi á minna en sex mánuðum. Sjálfvirkir bílar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.