Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Síða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Síða 33
Hitaeiningarnar sem við látum ofan í okk- ur eru mörgum ráð- gáta. Þó að viðmið um hitaeiningar í hverjum 100 grömm- um fylgi oft upplýs- ingum um vörur er samt sem áður aldrei hægt að vera fullviss um það hversu margar hitaeiningar eru í matnum okkar. Fyrir utan það að oft nennum við hrein- lega ekki að telja allar hitaeiningar saman og á það sérstaklega við þegar upplýsingar eru takmark- aðar eða ekki hreinlega ekki fyrir hendi. Á þessu vandamáli virðist nú vera komin lausn í það minnsta fyrir þær vörur sem við hitum upp í örbylgjuofninum. Vísindamenn hjá GE Global Research eru að hanna örbylgjuofn sem mælir þær kaloríur sem settar eru inn í ofninn til upphitunar. „Hingað til hefur hvert tækið á fætur öðru komið á markað sem segir okkur til með nokkuð nákvæmum hætti hversu mörgum hitaeiningum við brennum yfir daginn. Hins vegar hefur skort verulega á tækni sem segir okkur til um það hversu margar kalóríur við setjum ofan í okkar,“ segir Matt Webster, líffræðingur hjá GE og einn af hugmyndasmiðum ka- loríumælisins í örbylgjuofna. Verkefnið er unnið í samvinnu við tölvu- og verkfræðideild Baylor háskóla en þar hefur verið unnið að skanna sem mælir fituinnihald, vatnsmagn og þyngd. „Við vonum að í nálægri framtíð verði hægt að mæla allan mat með þessari tækni. Þá verða upplýsingar um hitaein- ingamagn í matnum okkar jafn að- gengilegar og brennslan er í dag.“ ÞEGAR TÆKNIN OG HEILSA TAKA SAMAN Hitaeiningaofninn Örbylgjuofn sem segir til um hitaeiningar er fagn- aðarefni hjá sumum en aðrir bölva eflaust tækninni. Geimferðarstofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur sleg- ið enn eitt metið en að þessu sinni er það Mars Rover rannsóknarflakkarinn sem á í hlut. Hinn tíu ára gamli flakkari sem nefnist Opportunity hefur keyrt yfir 40 km á plánetunni rauðu, Mars. Þar með hefur flakkarinn frægi slegið met sovéska flakkarans Lunokhod 2. Opportunity lenti á Mars árið 2004 og segir John Callas, yfirmaður rannsóknarsviðs NASA fyrir Mars, að rannsóknarflakkarinn hafi ekki bara keyrt lengra en nokkurt annað mannlegt farartæki á annarri plán- etu heldur hafi einnig verið ómetanlegur í öllum rannsóknum stofnunarinnar á plánetunni. „Þó að Opportunity hafi á seinni árum ekki fengið jafn mikla athygli og systurtæki þess Curiosity hefur það engu að síður verið okkur mikilvægt í öllum rannsóknum og mun verða það áfram.“ Vísindamenn hjá NASA stefna nú að því að keyra rannsóknarflakkarann enn lengra og koma aksturs- mælinum upp í að minnsta kosti maraþon vegalengd en Opportunity stefnir á Maraþon dal þar sem vís- indamenn telja að sé að finna leirkenndan jarðveg sem vert er að rannsaka til að gefa okkur betri skilning á plánetunni. GEIMRANNSÓKNIR NASA Opportunity slær met fyrri NASA Met sovéska flakkarans Lunokhod 2 hefur nú verið slegið af bandaríska rannsóknarflakkaranum Opportunity. 3.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 * Einhvers staðarer eitthvað stór-kostlegt sem býður þess að vera uppgötvað.“ Carl Sagan Ódýrt: Husqvarna E-10 saumavél Einföld saumavél m/ 21 saum- um. Stillanleg sporlengd og sporbreidd. 4 þrepa kerfi f. hnappagöt. 5 fætur fylgja. Overlockspor, blindfaldur, teygjuspor ofl. Verð: 34.995 Dýrt: Elna -845 2. 3. 4 þráða. Saumaráðgjaf. 3mm, 6mm og þrefaldur þekju- saumur. Sjálfvirkur mis- munaflutningur. Sjálfvirk spor- lengd. Stillanleg skurðbreidd. Stiglaus fargstilling. Skjár sem sýnir saumagerðir. 18 inn- byggðar saumgerðir. Verð: 159.995 ÓDÝRT, MIÐLUNGS, DÝRT Saumavélar Miðlungs: Elna 340E-X saumavél 25 sporgerðir. Auðvelt að auka sporlengdina, stillingar frá 0-4 mm. Sporbreidd er auðveldlega stillanleg frá 0-5 mm. Nál stillanleg frá miðju og aukahlutageymsla. Auðvelt að minnka saumborð ef þörf krefur. Innbyggð spóluvinda og áfastur tvinnahnífur. Sjálfvirkur hnappagata- fótur. 5 gerðir saumfóta fylgja. Verð: 59.995 Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður BBC greindi frá því í vikunni að stjórnvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að sjálfvirkir bílar verða leyfðir á opinberum vegum í janúar næstkom- andi. Yfirlýsingin mun því hleypa bílstjóra- lausum bílum á götur í Bretlandi á minna en sex mánuðum. Sjálfvirkir bílar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.