Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.8. 2014 HEIMURINN síns, Bush, Bill Clinton Gyðingahatur í Evrópu hefur stigmagnast undanfarin ár og fyrrverandi forseti gyðinga- ráðsins í Þýskalandi, Char- lotte Knobloch, segir að gyð- ingar hafi ekki verið í jafnmikilli hættu síðan árið 1945. „Þetta ástand er það versta og mest ógnvekjandi síðan árið 1945. Síminn hjá okkur stoppar ekki, tölvu- pósthólfin eru yfirfull. Við fáum stöðugt yfir okkur hat- ursorðræðu og móðganir,“ hefur Die Zeit eftir Knobloch. Í kjölfar þess að eldsprengju var kastað í bænahús í Wup- pertal á þriðjudagskvöld hvatti hún jafnframt gyðinga í Þýska- landi til þess að grípa til ráð- stafana svo þeir þekktust ekki á almannafæri – hættan á árás væri of mikil. Fleiri árásir voru gerðar í vikunni á byggingar í eigu gyðinga í Evrópu. Ótti við gyðingahatur íFrakklandi hefur náðþeim hæðum að í fyrra fluttust fleiri gyðingar búferlum til Ísraels frá Frakklandi en Bandaríkjunum, jafnvel þótt gyð- ingar séu tíu sinnum fleiri í síð- arnefnda landinu. Þá hefur jafn- framt aukist verulega að gyðingafjölskyldur flytjist til London frá Frakkandi og í St. John’s Wood-bænahúsinu í norður- hluta London kemur nú reglulega saman 120 manna hópur franskra gyðinga. Niðurstöður nýlegrar Evrópukönnunar leiddu í ljós að 52% gyðinga í Frakklandi töldu gyðingahatur vera „mjög stórt vandamál“ þar í landi. Til sam- anburðar var talan í Bretlandi einungis 11%. Óttinn á rætur að rekja til nokkurra ólíkra þátta og hefur magnast upp að undanförnu í kjölfar árása og ofbeldisverka sem beinast að gyðingum, ekki síst eft- ir að átök brutust út að nýju á Gaza-svæðinu. Hinn 24. maí síð- astliðinn voru fjórir, þar af tveir ísraelskir ferðamenn, skotnir til bana á Gyðingasafninu í Brussel. Árásarmaðurinn, Mehdi Nemmo- uche, er fransk-alsírskur og hafði varið heilu ári í að berjast meðal íslamista í Sýrlandi. Þegar hann var handtekinn í Marseille fundust í fórum hans byssur sem hafði verið vafið inn í rúmföt merkt skæruliðasamtökunum ISIS. Bak- grunnur hans er ekki ólíkur Mohamed Merah sem í mars 2012 myrti þrjá hermenn í Suður- Frakklandi áður en hann skaut rabbína og þrjú börn til bana í gyðingaskóla. Sjö milljónir múslima búa í Frakklandi og óttast er að fleiri og fleiri róttækir vígamenn snúi heim eftir að hafa barist í Mið- Austurlöndum. Við þetta bætist stórsigur Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi í kosningum til Evr- ópuþings í maí og hin umdeilda quenelle-kveðja uppistandarans Dieudonne M’bala M’bala sem vís- ar til gyðingahaturs og hefur valdið miklu fjaðrafoki. Skynsamlegt að fara „Ég tel að gyð- ingar sem yfirgefa Frakkland séu að taka mjög skynsamlega ákvörðun og ég myndi gera slíkt hið sama væri ég í þeirra sporum,“ sagði prófessor Robert Wistrich, yf- irmaður fræðaseturs um and- semítisma hjá hebreska háskól- anum í Jerúsalem, í viðtali við Daily Mail. Hatrið er þó ekki bundið við Frakkland. Sendiherra Ísraels í Þýskalandi, Yakov Ha- das-Handelsman, lét nýlega hafa eftir sér að gyðingar væru „hund- eltir á götum Berlínar eins og ár- ið væri 1938“. Ofsóknir aukast Í Frakklandi er þriðja stærsta gyðingasamfélag heims á eftir Ísr- ael og Bandaríkjunum. Talið er að um 600.000 gyðingar búi í Frakk- landi. Þrátt fyrir að þeir séu inn- an við eitt prósent af heildar- íbúafjölda Frakklands voru gyðingar fórnarlömb þriðja hvers kynþáttaglæps sem tilkynntur var í landinu árið 2013. Slíkir glæpir fólust meðal annars í því að reynt var að stinga ungan skóladreng í París og í öðru tilviki sat hópur manna með hnúajárn fyrir tveim- ur drengjum sem voru á leið frá bænahúsi. Nýlega var kennara í gyðingaskóla misþyrmt af þremur mönnum sem festu hann svo við jörðina og teiknuðu hakakross á bringu hans. Þá réðust sex menn af afrískum uppruna með Tazer- byssu á ungling af gyðingaættum í París. Veggjakrot þar sem hvatt er til gyðingahaturs hefur jafn- framt færst í aukana. 3.374 gyðingar fluttu frá Frakk- landi til Ísraels árið 2013, tvöfalt fleiri en árið á undan. Tölur þessa árs benda til þess að þessi tala verði aftur búin að tvöfaldast fyrir árslok 2014. David Tibi, tann- læknir í París, segir í samtali við Daily Mail að í sínum augum hafi mælirinn fyllst þegar hópur fólks veittist að börnum hans þar sem þau voru á göngu heim úr skóla og kallaði að þeim ókvæðisorð. „Ég hef búið allt mitt líf í Frakk- landi og það hefur verið dásam- legt líf. Okkur hefur gengið vel hér og börnin læra í góðum skól- um. En sannleikurinn er sá að við erum algjörlega komin með nóg.“ Gyðingar flýja hatrið í Frakklandi FRANSKIR GYÐINGAR STREYMA NÚ TIL ÍSRAELS VEGNA ÓTTA VIÐ OFSÓKNIR OG HÓTANIR Í HEIMALANDI SÍNU. 52% GYÐINGA Í FRAKKLANDI TELJA GYÐINGAHATUR VERA „MJÖG ALVARLEGT VANDAMÁL“ ÞAR Í LANDI. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is Gyðingaofsóknir hafa aukist til muna í Frakklandi og fleiri gyðingar flytja nú til Ísraels frá Frakklandi en Bandaríkjunum. AFP EKKI VERRA SÍÐAN 1945 * Þrátt fyrir að gyðingar séu innan við eitt prósent afheildaríbúafjölda Frakklands beindist þriðji hver kyn-þáttaglæpur í landinu að þeim árið 2013. AlþjóðamálHALLDÓR ARMAND ÁSGEIRSSON haa@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.