Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Síða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.8. 2014 HEIMURINN síns, Bush, Bill Clinton Gyðingahatur í Evrópu hefur stigmagnast undanfarin ár og fyrrverandi forseti gyðinga- ráðsins í Þýskalandi, Char- lotte Knobloch, segir að gyð- ingar hafi ekki verið í jafnmikilli hættu síðan árið 1945. „Þetta ástand er það versta og mest ógnvekjandi síðan árið 1945. Síminn hjá okkur stoppar ekki, tölvu- pósthólfin eru yfirfull. Við fáum stöðugt yfir okkur hat- ursorðræðu og móðganir,“ hefur Die Zeit eftir Knobloch. Í kjölfar þess að eldsprengju var kastað í bænahús í Wup- pertal á þriðjudagskvöld hvatti hún jafnframt gyðinga í Þýska- landi til þess að grípa til ráð- stafana svo þeir þekktust ekki á almannafæri – hættan á árás væri of mikil. Fleiri árásir voru gerðar í vikunni á byggingar í eigu gyðinga í Evrópu. Ótti við gyðingahatur íFrakklandi hefur náðþeim hæðum að í fyrra fluttust fleiri gyðingar búferlum til Ísraels frá Frakklandi en Bandaríkjunum, jafnvel þótt gyð- ingar séu tíu sinnum fleiri í síð- arnefnda landinu. Þá hefur jafn- framt aukist verulega að gyðingafjölskyldur flytjist til London frá Frakkandi og í St. John’s Wood-bænahúsinu í norður- hluta London kemur nú reglulega saman 120 manna hópur franskra gyðinga. Niðurstöður nýlegrar Evrópukönnunar leiddu í ljós að 52% gyðinga í Frakklandi töldu gyðingahatur vera „mjög stórt vandamál“ þar í landi. Til sam- anburðar var talan í Bretlandi einungis 11%. Óttinn á rætur að rekja til nokkurra ólíkra þátta og hefur magnast upp að undanförnu í kjölfar árása og ofbeldisverka sem beinast að gyðingum, ekki síst eft- ir að átök brutust út að nýju á Gaza-svæðinu. Hinn 24. maí síð- astliðinn voru fjórir, þar af tveir ísraelskir ferðamenn, skotnir til bana á Gyðingasafninu í Brussel. Árásarmaðurinn, Mehdi Nemmo- uche, er fransk-alsírskur og hafði varið heilu ári í að berjast meðal íslamista í Sýrlandi. Þegar hann var handtekinn í Marseille fundust í fórum hans byssur sem hafði verið vafið inn í rúmföt merkt skæruliðasamtökunum ISIS. Bak- grunnur hans er ekki ólíkur Mohamed Merah sem í mars 2012 myrti þrjá hermenn í Suður- Frakklandi áður en hann skaut rabbína og þrjú börn til bana í gyðingaskóla. Sjö milljónir múslima búa í Frakklandi og óttast er að fleiri og fleiri róttækir vígamenn snúi heim eftir að hafa barist í Mið- Austurlöndum. Við þetta bætist stórsigur Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi í kosningum til Evr- ópuþings í maí og hin umdeilda quenelle-kveðja uppistandarans Dieudonne M’bala M’bala sem vís- ar til gyðingahaturs og hefur valdið miklu fjaðrafoki. Skynsamlegt að fara „Ég tel að gyð- ingar sem yfirgefa Frakkland séu að taka mjög skynsamlega ákvörðun og ég myndi gera slíkt hið sama væri ég í þeirra sporum,“ sagði prófessor Robert Wistrich, yf- irmaður fræðaseturs um and- semítisma hjá hebreska háskól- anum í Jerúsalem, í viðtali við Daily Mail. Hatrið er þó ekki bundið við Frakkland. Sendiherra Ísraels í Þýskalandi, Yakov Ha- das-Handelsman, lét nýlega hafa eftir sér að gyðingar væru „hund- eltir á götum Berlínar eins og ár- ið væri 1938“. Ofsóknir aukast Í Frakklandi er þriðja stærsta gyðingasamfélag heims á eftir Ísr- ael og Bandaríkjunum. Talið er að um 600.000 gyðingar búi í Frakk- landi. Þrátt fyrir að þeir séu inn- an við eitt prósent af heildar- íbúafjölda Frakklands voru gyðingar fórnarlömb þriðja hvers kynþáttaglæps sem tilkynntur var í landinu árið 2013. Slíkir glæpir fólust meðal annars í því að reynt var að stinga ungan skóladreng í París og í öðru tilviki sat hópur manna með hnúajárn fyrir tveim- ur drengjum sem voru á leið frá bænahúsi. Nýlega var kennara í gyðingaskóla misþyrmt af þremur mönnum sem festu hann svo við jörðina og teiknuðu hakakross á bringu hans. Þá réðust sex menn af afrískum uppruna með Tazer- byssu á ungling af gyðingaættum í París. Veggjakrot þar sem hvatt er til gyðingahaturs hefur jafn- framt færst í aukana. 3.374 gyðingar fluttu frá Frakk- landi til Ísraels árið 2013, tvöfalt fleiri en árið á undan. Tölur þessa árs benda til þess að þessi tala verði aftur búin að tvöfaldast fyrir árslok 2014. David Tibi, tann- læknir í París, segir í samtali við Daily Mail að í sínum augum hafi mælirinn fyllst þegar hópur fólks veittist að börnum hans þar sem þau voru á göngu heim úr skóla og kallaði að þeim ókvæðisorð. „Ég hef búið allt mitt líf í Frakk- landi og það hefur verið dásam- legt líf. Okkur hefur gengið vel hér og börnin læra í góðum skól- um. En sannleikurinn er sá að við erum algjörlega komin með nóg.“ Gyðingar flýja hatrið í Frakklandi FRANSKIR GYÐINGAR STREYMA NÚ TIL ÍSRAELS VEGNA ÓTTA VIÐ OFSÓKNIR OG HÓTANIR Í HEIMALANDI SÍNU. 52% GYÐINGA Í FRAKKLANDI TELJA GYÐINGAHATUR VERA „MJÖG ALVARLEGT VANDAMÁL“ ÞAR Í LANDI. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is Gyðingaofsóknir hafa aukist til muna í Frakklandi og fleiri gyðingar flytja nú til Ísraels frá Frakklandi en Bandaríkjunum. AFP EKKI VERRA SÍÐAN 1945 * Þrátt fyrir að gyðingar séu innan við eitt prósent afheildaríbúafjölda Frakklands beindist þriðji hver kyn-þáttaglæpur í landinu að þeim árið 2013. AlþjóðamálHALLDÓR ARMAND ÁSGEIRSSON haa@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.