Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 28
Jakob H. Magnússon, matreiðslumaður og eigandi Hornsins, segir þaðhafa verið meiri viðhöfn að fara út að borða þegar hann var að byrja ímatreiðslugeiranum en það er nokkurn tímann í dag. „Það þótti svo
fínt og flott að fólk klæddi sig upp en nú getur maður ákveðið að
skella sér bara út að borða á virku kvöldi og úr nógu er að velja,“ segir
Jakob.
Hornið var opnað árið 1979 og var fyrsti staður sinnar tegundar í
Reykjavík en á þessum árum voru grillstaðir áberandi líkt og Askur og
Sælkerinn og fínni staðir t.a.m. Naustið og Grillið. Jakob, sem er lærður
matreiðslumaður á Hótel Sögu og því með klassískan bakgrunn, hafði
unnið á ítölskum stað í Danmörku og flutti heim með nýjar hugmyndir í
farteskinu. „Margt sem við gerðum hér var nýtt og þótti spennandi t.d. að
það voru engir básar á staðnum heldur var rýmið opið og gluggarnir stór-
ir og opnir sem var nú reyndar dálítið ströggl að fá leyfi fyrir meira að
segja því það þótti sjást heldur mikið hér inn án gardína og hvaðeina. Á
þessum tíma voru líka engir fjölskyldustaðir þar sem þjónustað var á
borðin og það þótti því nýtt og öðruvísi. Svo fannst fólki spennandi að sjá
bakarann baka pitsurnar fyrir framan gestina. Hvað hráefnið varðar not-
aði ég að mestu leyti það sem maður fékk en pepperóní fékkst t.d. ekki
og það þurfti ég því að láta kjötiðnaðarmann búa til fyrir mig og flytja
sjálfur inn kaffibaunirnar í kaffivélina sem ég hafði flutt heim með mér. Í
dag er úrvalið mun fjölbreyttara, sérstaklega hvað varðar grænmeti og
salöt,“ segir Jakob.
Hann játar því að geta orðið kallast klassískur frumkvöðull og segir
skemmtilegt að hafa átt sinn þátt í að breyta veitingahúsasögu borg-
arinnar. Hornið er í dag fjölskyldurekinn veitingastaður en dóttir Jakobs
lærði matreiðslu hjá pabba sínum og er í dag matreiðslumeistari og sér
um rekstur eldhússins og sonur hans er aðstoðarframkvæmdastjóri. Því
lítur ekki út fyrir annað en Hornið muni áfram eiga sinn samastað í veit-
ingahúsaflóru borgarinnar líkt og það hefur gert í ríflega 30 ár, í hjarta
miðborgarinnar.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
VEITINGAHÚSIÐ Í HJARTA BORGARINNAR
Góður matur
í fallegu
umhverfi
VEITINGAHÚSIÐ HORNIÐ ER Á EINUM BESTA STAÐ Í
REYKJAVÍK, HLUTI AF OG UMKRINGT GAMLA BÆNUM, OG
REKIÐ AF SÖMU FJÖLSKYLDUNNI Í 35 ÁR.
Gestir veitingastaðarins sjá þegar pizzan er gerð en það er mikil
listasýning að verða vitni að matarástinni í eldhúsinu.
Matur
og drykkir
Grillum rétt um helgina
Morgunblaðið/Kristinn
Morgunblaðið/Ómar
*Verslunarmannahelgin er án nokkurs vafastærsta ferðamannahelgi ársins. Grillin eruað jafnaði tekin fram og ljúffengir réttir rennaniður um kverkar landsmanna. Gott er aðhafa það í huga að gegnsteikja þarf fuglakjötog svínakjöt. Hiti í miðju þarf að ná a.m.k.75°C til að koma í veg fyrir hugsanlega mat-
arsýkingu. Þá skal varast að borða brenndan
mat, bæði er hann vondur og óhollur.
3 góðir bitar af útvötnuðum salt-
fiski grillaðir og kryddaðir með
salti og pipar. Við notum ítalskt
sjávarréttakrydd.
JÓGÚRTMYNTUSÓSAN
1 dós jógúrt,
1 tsk. hunang,
salt og pipar
mynta eftir smekk
Allt sett í matvinnsluvél og smakkað
til. Má líka gera þetta án matvinnsluvélar,
þá þarf bara að skera myntuna smátt og
hræra öllu saman.
GRÆNMETISRISOTTO
Það á að byrja á því að gera soð með 1
lítra af vatni og 1 tening grænmetiskrafti.
Svissa smátt skorinn lauk í öðrum potti
og setja svo risottoið út í, soðið er svo
sett út á grjónin smátt og smátt í pott-
inum og þetta látið sjóða í soðinu. Svo er
grænmeti steikt á pönnu, 1 dós hakkaður
tómatur og 1 maukaður hvítlaukur sett
út í og því næst soðna risottoið. þetta er
svo borið fram heitt með fiskinum.
Gott að bera fram með góðu salati.
Saltfiskur
Ólöf ásamt föður sínum Jakobi en bæði eru þau
meistarakokkar og matreiða heimsklassa rétti.
Veitingastaðurinn Hornið býður upp á gott andrúmsloft í opnu rými þar sem gestir geta slakað á yfir góðum mat í hjarta
miðborgarinnar. Hornið hefur verið rekið á sama stað í borginni í 35 ár og er alls ekki á förum.
PANNA COTTA
½ l rjómi
½ l Mjólk
1 dós bláberjaskyr (eða venjulegt
hrært með berjapúrru)
8 msk. flórsykur
4 tsk. flórsykur
10 stór matarlímsblöð
Mjólk, rjómi vanilla og flórsykur sett í pott og hitað að
suðu, matarlímið linað upp í köldu vatni á meðan. Svo er
matarlíminu bætt út í rjómablönduna og látið kólna örlítið.
Skyrið sett í skál og hrært aðeins upp í því og svo mjólk-
urblöndunni blandað varlega saman við.
Sett í form og inn í kæli og látið stífna.