Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.8. 2014 Sunnudaginn 3. ágúst fara tónleikarnir Stretched Present, eða Teygt nú, fram í Kaldalóni í Hörpu. Flytjendur verða Flute- Machine, flautudúó sem samanstendur af flautuleikurunum Kirsi Ojala og Kirstine Lin- demann, Hungry Dragon en það dúó skipa Ásthildur Ákadóttir píanóleikari og Kirstine Lindemann flautuleikari. Auk þeirra koma fram Noora Nenonen dansari og Ilkka Heinonen, sem leikur á líru með boga. Flute- Machine er flautudúó sem vinnur með nú- tímatónlist og spuna fyrir blokkflautur og norrænar þjóðlagaflautur. Hungry Dragon leikur nútímatónlist en tekur mið af gjörn- ingalist og spuna svo nýjar víddir koma í ljós. Tónleikarnir byrja kl. 14. TÓNLEIKAR Í KALDALÓNI TEYGT NÚ Áhugaverðra tónleika er að vænta í Hörpu. Tríóið sem leikur á lokahelgi Sumartónleika við Mývatn er nýkomið úr tónleikaferð erlendis. Nú er komið að lokahelgi Sumartónleika við Mývatn. Tónleikar verða haldnir laugardaginn 2. ágúst kl. 21 í Reykjahlíðarkirkju og sunnu- daginn 3. ágúst kl. 21 í Skútustaðakirkju. Kl. 14 á sunnudeginum verður helgistund með tónlist í kirkjunni í Dimmuborgum. Prestur verður sr. Þorgrímur Daníelsson en tónlist- armenn helgarinnar eru Guðrún S. Birgis- dóttir og Martial Nardeau flautuleikarar og Selma Guðmundsdóttir, píanó- og orgelleik- ari. Tríóið er nýkomið úr tónleikaferð í Kína og Frakklandi en á efnisskrá eru stærri verk og glæsilegri í bland við hugljúf lög, íslensk þjóðlög og sönglög Sigfúsar Halldórssonar. SUMARTÓNLEIKAR VIÐ MÝVATN LOKAHELGI Sunnudaginn 3. ágúst verða tveir viðburðir í tengslum við sumarsýn- ingu myndlistarmið- stöðvar Austurlands, Skaftfells, en sýningin ber yfirskriftina RÓ RÓ. Við- burðirnir fara fram í bak- garði Skaftfells og í ná- munda við miðstöðina. Kl. 15 verða fluttir gjörningar. Raftónlistarmaðurinn Auxpan (Elvar Már Kjartansson) flytur eigið efni. Daníel Karl Björnsson flytur gjörninginn „Fjallræða“ sem inniheldur meðal annars blöðrur og gúmme- laði. Gunnhildur Hauksdóttir endurflytur gjörninginn „Manntal“ en gjörningurinn hef- ur verið endurbættur frá síðasta flutningi. Kl. 16 verður haldin Fjallkonuhátíð en garðveisla Fjallkonunnar er vettvangur fyrir hvers konar innlegg og uppákomur þar sem öllum gefst færi á að deila því sem þeim liggur á hjarta. RÓ RÓ Í SKAFTFELLI FJALLKONUHÁTÍÐ Gunnhildur Hauksdóttir. „Jú, ætli þetta séu ekki svolítil tímamót,“ segir listamaðurinn Gísli Kristjánsson en hann fagnar níræðisafmæli sínu um helgina með opnun listsýningar á skúlptúrum sínum sem unnir eru úr gleri og járni. Ekki er hún þó með hefðbundnu sniði, því sýningin er fyrst og fremst á rafrænu formi. Einnig verður gefin verður út bók af þessu tilefni sem geyma mun ljósmyndir af verkum Gísla en aftast í bókinni verða QR-kóðar sem skanna má með snjallsímum. Sá sem skoðar er þá leiddur inn á heimasíðu Gísla, www.eldmodur.is, og getur virt fyrir sér hvert verk fyrir sig frá öllum sjónarhornum, því verkunum má snúa á heimasíðunni. Mik- OPNAR RAFRÆNA LISTSÝNINGU Gripinn af löngun til listar Morgunblaðið/Kristinn LISTAMAÐURINN OG VÉLFRÆÐING- URINN GÍSLI KRISTJÁNSSON OPNAR SÝNINGU UM HELGINA. HONUM ER Í MUN AÐ FÓLK HAFI ÁNÆGJU AF VERKUM HANS. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is Gísli Kristjánsson, listamaður og vélfræð- ingur, ásamt verkinu „Vírunum í gegnum glerið“. Málverkið er einnig eftir hann. Menning Hann gerir stærstu og dýrustu lista-verkin, en er alltaf umdeildur þóttgagnrýnendur séu farnir að segja hann vera manninn sem mótað hafi myndlist liðinna áratuga öðrum fremur. Fyrir rúmum mánuði opnaði í The Whitney Museum of American Art í New York, síðasta sýningin í hinni frægu byggingu safnsins sem Marcel Breuer teiknaði og stendur við Madison Avenue, áður en það flytur í rúmbetri sali neðar á Manhattan. Þetta er yfirlitssýning á verkum Jeffs Koons; á myndverkum sem þessi 59 ára Bandaríkjamaður hefur haldið áfram að ögra með og um leið gleðja safnara sem greitt hafa fyrir þau hærri upphæðir en þekkst hefur. Áður en sýningin var opnuð var hamrað á því að þetta væri viðameiri yfirlitssýning en sett hefði verið upp í Whitney-safninu á verkum nokkurs annars; verkin væru stærri og þyngri en áður hefði þekkst þar – verk- fræðingar þurftu að leysa vandamálin sem tengdust því að koma þeim inn í bygginguna, og svo var það verðmætið. Þessi gljáfægði veruleiki kostar sitt. En spennan var mikil og þegar dyrnar voru opnaðar þótti sumum nóg um, talað var um yfirborð og spurt um listræna dýpt, en gagnrýnendur hafa engu að síður verið jákvæðir. Þeir eru farnir að viðurkenna að Koons tróni efstur á píramída myndlistarmanna vestanhafs, og vegna fleiri þátta en verðmiðans eins. Jeff Koons nam myndlist í Baltimore en flutti 21 árs gamall til New York, þar sem hann starfaði fyrst í MoMA-safninu við að þjónusta gesti og síðar á Wall Street við að selja vörur á markaði. Samhliða var hann að koma undir sig fótum sem listamaður og nýtti sér reynsluna af markaðsstörfum. Verk Koons vöktu athygli strax upp úr 1980 en þá var hann farinn að vinna með al- geng tæki og leikföng á gagnrýninn hátt, í anda pop-listarinnar. Kitsið eða listlíkið kom þá strax inn í sköpun Koons og hann hlaut heimsfrægð um 1990 þegar hann kvæntist klámleikkonunni Ilana Staller, eða „La Cicci- olina“ og notaði samfarir þeirra í fjölda lista- verka; ljósmyndir, málverk sem skúlptúra svo mörgum þótti nóg um. Á liðnum árum hefur Koons sífellt gengið lengra í fram- leiðslu metnaðarfullra og afar dýrra verka, sem mörg eru gerð í þremur eintökum af 120 starfsmönnum í vinnustofu hans í New York og safnarar mega iðulega bíða eftir ár- um saman. Og greiða hundruð milljóna fyrir. 6,7 milljarðar voru greiddir fyrir skúlptúr úr VIÐAMIKIL YFIRLITSSÝNING Á VERKUM JEFFS KOONS Í NEW YORK VEKUR ATHYGLI OG UMTAL Gljáfægð og rándýr ÞAU ERU STÆRST, ÞYNGST OG DÝRUST, EN GAGNRÝNENDUR VIÐURKENNA AÐ MYNDVERK JEFF KOONS BÚI LÍKA YFIR DÝPT. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í forgrunni er skúlptúrinn „Sea Walrus (Trash- cans)“ en málverkið „Elvis“ í baksýn. „Hulk“ kallast skúlptúr í mannsstærð sem jafn- framt er pípuorgel sem unnt er að leika á. Sýningargestir virða fyrir sér einn skúlptúra Koons sem eru fyrir utan safnbygginguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.