Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Side 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Side 15
Á miðvikudaginn hefst fjöl-skylduhátíðin Sumar áSelfossi og stendur hún fram á sunnudag. Hátíðin hefur verið haldin síðan 1995 en útfærð á mismunandi hátt og hefur farið stækkandi í umsvifum síðan 2003. Stærsti viðburður hátíðarinnar er morgunverður sem haldinn er á laugardagsmorgni og er sá allra stærsti sem sögur fara af. Hátíð- arhaldarar bjóða öllum sem hafa áhuga á að koma í morgunmat sér að kostnaðarlausu. Guðnabak- arí mun bjóða upp á rúnnstykki og fleira góðgæti. Í fyrra mættu um 4.000 manns en nú er talið að hátt í 5.000 manns muni mæta og gæða sér á kræsingunum. „Hátíð- in Sumar á Selfossi snerist fyrst og fremst um það að fyrirtæki bæjarins buðu íbúum í morgun- mat. Síðan var annarri hátíð, Sléttusöngnum, slegið saman við og síðan hefur hátíðin verið að stækka í umsvifum. Við erum alltaf að reyna að gera meira og betra,“ segir Guðjón Bjarni Hálf- dánarson, einn hátíðarhaldara. Á hátíðinni er ýmislegt um að vera og ber þar að nefna Froðu- fjör þar sem slökkvilið Árnessýslu sprautar froðu niður um 4 metra brekku og myndast þar froðupoll- ur fyrir neðan sem krakkarnir geta leikið sér í. „Ef mamma og pabbi eru til þá geta þau sleppt barninu í sér og skellt sér í brekkuna,“ segir Guðjón kátur. Brúarhlaupið er eitt stærsta 21 km hlaup á landinu. Þangað mæta helstu hlauparar landsins til að keppa við að slá eigin met í 21 km hlaupum. „Við höfum skor- að á Kára Stein Karlsson að koma hingað og keppa,“ segir Guðjón. „Hann er nú í rauninni tengdasonur Selfoss, þar sem hann nældi sér í eina Selfoss- snót,“ segir hann og hlær. Einnig verður Sléttusöngurinn á sínum stað þar sem Ingó úr Veðurguðunum leiðir sönginn. Þá verður flugeldasýning og einnig verða tónleikar öll kvöld og al- gengt er að hljómsveitir sem eru að stíga sín fyrstu skref troði upp á hátíðinni. Helgi Björns og Reiðmenn vindanna halda uppi fjörinu og spila á föstudagskvöld- inu. „Þar sem hátíðin er einungis stutt frá Reykjavík er kjörið fyrir fjölskyldur í Reykjavík og ná- grenni að nýta daginn og taka sér bíltúr á Selfoss til að upplifa frábæra dagskrá,“ segir Guðjón að lokum. STANSLAUST STUÐ Á SELFOSSI Stærsti morgun- verður landsins FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIN SUM- AR Á SELFOSSI VERÐUR HALDIN MEÐ POMPI OG PRAKT DAGANA 6.-10. ÁGÚST NK. ÞAR GETUR ÖLL FJÖLSKYLDAN FUNDIÐ SÉR EITTHVAÐ VIÐ HÆFI SEM OG GÆTT SÉR Á GÓÐUM MORGUNVERÐI. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Nokkur börn taka lagið uppi á sviði.Ingó úr Veðurguðunum stýrir Sléttusöngnum. Margir leggja leið sína í morgunverðinn á hátíðinni Sumar á Selfossi. *Mörgæsir hafa sko ávallt gottplan á prjónunum Mörgæsirnar úr Madagascar 3.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Um verslunarmannahelgina má finna ótal hátíðir og samkomur sérstaklega ætlaðar fjölskyldum um allt land. Má þar nefna Sæludaga í Vatnaskógi, Edrúhátíð SÁÁ að Laugalandi í Holtum, Neistaflug í Neskaupstað, Síldarævintýrið á Siglufirði og fleiri. Hátíðir víða um land Signý Kolbeinsdóttir, hönnuður og teiknari, er annar eigandi fyrirtæk- isins og vörumerkisins Tulipop þar sem hún og Helga Árnadóttir skapa skemmtilegar og ævintýralegar vörur fyrir börn. Hún á tvö börn ásamt manni sínum, Heimi Snorra- syni, og ætlar fjölskyldan að skella sér á Ísafjörð um verslunarmanna- helgina. Þátturinn sem allir geta horft á? Attenborough, Svampur Sveinsson og nýju Cosmos-þættirnir! Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? Pitsa, pasta og sushi. Skemmtilegast að gera saman? Fara í bíó sam- an, á kaffihús, í sund, fjallgöngur, göngutúra og ferðast. Borðið þið morgunmat saman? Já, alltaf. Eig- inlega bara uppáhalds- maturinn minn, ristað brauð og kaffi. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægra- styttingar? Það er mjög misjafnt og fer algjörlega eftir veðri. Ef það er gott þá erum við bara úti að leika en ef það er vont þá horfum við stundum á bíómynd, stundum er bakað og við höldum kaffiboð, stundum spilað, stundum teiknað og föndrað. Reynum að hanga sem minnst í tölv- unni, því þá verða allir geðveikir í skapinu. Ætlið þið að gera eitthvað um versl- unarmannahelgina? Við fjölskyldan erum að fara til Ísafjarðar um verslunarmanna- helgina en ætlum að gista í húsi á Súðavík þar sem einn flottasti leikvöllur landsins er í bakgarðinum. Á Ísafirði verður nóg að gera, mýrarboltinn náttúrlega og svo er okkur boðið í risapartí. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Signý Kol- beinsdóttir Útivera og gæðastundir umfram tölvuna Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700 • Barnalæsing • Mikil einangrun • CE vottuð framleiðsla • Sérsmíði eftir málum • Glerjað að innan • Áratuga ending • Næturöndun VELDU VIÐHALDSFRÍTT PVC gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.