Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.8. 2014
Á
göngu minni í átt frá
bílnum að Borgar-
leikhúsinu sé ég ljós-
myndara Morgun-
blaðsins og Ágústu
Evu Erlendsdóttur við það að hefja
myndatöku. Ágústu Evu þótti lítið
mál að setja sig í stellingar fyrir
myndatökuna enda lætur hún sér
fátt fyrir brjósti brenna og frjáls-
legt fas hennar skein í gegn fyrir
framan myndavélina. Skemmti-
legur og uppátækjasamur karakter
hér á ferð, eins og flestum er
kunnugt.
Ágústa Eva bregður sér í gervi
Línu langsokks eftir Astrid Lind-
gren í Borgarleikhúsinu í leikstjórn
Ágústu Skúladóttur og þýðingu
Þórarins Eldjárns. Leikritið verður
frumsýnt um miðjan september.
Eftir myndatökuna bregðum við
okkur í matsalinn í Borgarleikhús-
inu. Leikkonan knáa hefur ekki
fengið sér munnbita síðan árla
morguns og er svöng. Áður en við
hefjum spjall fær hún sér úr hlað-
borði Borgarleikhússins, sem er til
fyrirmyndar, og segir Ágústa Eva
að þar sé einnig ávallt eitthvað fyr-
ir grænmetisætur.
Eiga margt sameiginlegt
Spurð út í barnæsku sína segir
Ágústa Eva að þær Lína eigi
margt sameiginlegt en viðurkennir
þó að hafa lítið sem ekkert vitað
um tilvist Línu á yngri árum. „Ég
fór lítið í leikhús og las ekki mikið
af bókum heldur var ég meira að
leika mér og sulla í drullupoll-
unum. Ég þekkti Línu því mjög lít-
ið og kannski ein af fáum börnum
sem þekktu hana lítið,“ segir
Ágústa Eva, sem áttaði sig á því
þegar hún las um Línu langsokk
fyrir hlutverk sitt hversu líkar þær
væru í raun og veru. „Það kom
virkilega á óvart hvað hún minnir
mig mikið á sjálfa mig. Til dæmis
var ég í Mjölni tveimur dögum áð-
ur en ég las handritið. Mér fannst
gólfið þar eitthvað svo rykugt og
ætlaði mér aðeins að skúra það.
Ég fann ekki moppu og fór því
bara á fjóra fætur með tuskur að
vopni. Það er nokkuð sem Lína
myndi gera,“ segir Ágústa og hlær.
„En ég fékk líka fremur frjálslegt
uppeldi eins og Lína fékk. Pabbi
hennar Línu var ekki að sníða
henni þröngan stakk heldur ól
hana þannig upp að hún ætti að
vita að hún gæti allt. Það er mjög
mikilvægt að vita að maður getur
gert allt sem maður vill með réttu
hugarfari. Sjálf er ég líka komin af
fólki sem tekur lífið ekkert rosa-
lega hátíðlega og er ekki að skil-
greina sig neitt. Mér finnst slíkar
merkingar svo leiðinlegar: Ertu
hlynnt/ur þessum isma eða hinum?
Ertu með þessu eða á móti hinu?
Ertu búin/n að lesa þetta eða hitt?
Fólk á bara að fá að vera einhvern
veginn, alveg eins og það vill vera.“
Er Lína góð fyrirmynd?
„Lína er góð fyrirmynd fyrir
alla. Hún finnur hvert einasta
tækifæri til að gera lífið skemmti-
legra fyrir sig og aðra. Lína reynir
að breyta öllum neikvæðum og
leiðinlegum aðstæðum í skemmti-
legar og jákvæðar aðstæður. Hún
lifir ekki fyrir sjálfa sig heldur fyr-
ir aðra. Sönn hamingja felst meðal
annars í því að lifa fyrir aðra. Gott
dæmi um hvað Lína gerir allt fyrir
fólkið sem henni þykir vænt um er
til dæmis í enda leikritsins þegar
Lína er um það bil að fá að hitta
föður sinn, sjóræningjann, sem hún
hefur lengi beðið eftir að sjá. Vinir
hennar Anna og Tommi eru afar
leið á þeim tímapunkti svo hún
ákveður að bíða með að hitta
pabba sinn og verður um kyrrt hjá
vinum sínum.“
Amman í Grjótaþorpinu
Óhætt er að segja að Lína lang-
sokkur hafi lagt ákveðinn grunn
fyrir aðrar sterkar kvenpersónur í
barnasögum á sínum tíma. Þrátt
fyrir það eru ekki mörg leikrit sem
hafa kvenhetjur í aðalhlutverki.
„Lína langsokkur er ákveðinn
brautryðjandi. Það eru ekki mörg
leikrit með kvenkyns fyrirmyndir
fyrir stelpur að elta. En stelpur
þurfa ekki aðallega kvenkyns fyr-
irmyndir. Við eigum öll að taka
okkur fyrirmyndir alls staðar að úr
lífinu. Helsta fyrirmyndin mín í líf-
inu er bróðir minn, Finnbogi Þór.
Hann er einu ári yngri en ég og
við höfum alla tíð verið mjög náin
og góðir vinir. Ólumst upp bara
svolítið eins og tvíburar,“ segir
Ágústa Eva sem á fleiri fyrir-
myndir úr fjölskyldunni. „Amma
mín var í Kvennalistanum á sínum
tíma, Laufey Jakobsdóttir. Hún
kom fram í sjónvarpinu og sagði
allt sem henni datt í hug. Hún var
kjaftfor og mikið hörkutól.“ Laufey
var fræg baráttukona, gjarnan
kölluð bjargvætturinn Laufey eða
amman í Grjótaþorpinu. „Hún var
ofboðslega góð kona. Þegar vand-
inn með Hallærisplanið var hérna á
sjöunda, áttunda og níunda ára-
tugnum voru unglingar þar á fyll-
eríi og margir drápust áfengis-
dauða eða voru beittir ofbeldi.
Þetta var í kringum 1980 og hún
bjó í Grjótaþorpinu í Reykjavík.
Amma fór þangað á nóttunni, sótti
unglinga sem lágu eins og hráviði
um göturnar og tók með sér heim.
Hún leyfði þeim að sofa úr sér og
gaf þeim súpu. Hún var kölluð
amman í Grjótaþorpinu. Ég hugsa
að amma hafi þarna verið að stíga
út úr norminu.“
Hugsaði aldrei
um framtíðina
Aðspurð hvort leiklistin hafi alltaf
legið fyrir svarar Ágústa Eva því
neitandi. „Ég ætlaði aldrei að
verða neitt sérstakt. Ég hugsaði
aldrei um framtíðina þegar ég var
barn eða hvað ég ætlaði að verða.
Ég hef alltaf lifað í núinu og gert
það sem mig langar þá stundina.
Það getur verið kostur og það get-
ur líka verið ókostur. En ég held
samt að það sé mjög gott að lifa í
núinu. Óttaleysið tel ég vera það
sem fleytir manni lengst í lífinu.
Einkennismerki Línu er meðal
annars það að hún er aldrei hrædd,
enda er ekkert að óttast. Enginn á
að vera hræddur við að tjá sig eða
koma til dyranna eins og hann er
klæddur. Ekki vera að hengja sig á
hitt og þetta og halda að ham-
ingjan felist í að verða eitthvað
ákveðið eða að verða einhver sem
maður er búinn að ákveða fyr-
irfram. Við þurfum að finna út
„Ég var
bara eins
og hor“
ÁGÚSTA EVA ERLENDSDÓTTIR VERÐUR LÍNA LANG-
SOKKUR Á NÝJU LEIKÁRI BORGARLEIKHÚSSINS.
HÚN SEGIR AÐ LÍNA SÉ GÓÐ FYRIRMYND FYRIR
ALLA ÞVÍ HÚN ER ÓHRÆDD VIÐ AÐ VERA
HÚN SJÁLF. ÁGÚSTA EVA ÆTLAÐI SÉR ALDREI
AÐ VERÐA LEIKKONA ENDA HUGSAR HÚN EKKI
UM FRAMTÍÐINA HELDUR LIFIR Í NÚINU.
Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is
Svipmynd