Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Blaðsíða 16
Í Sheffield búa um 551.800 manns en þrátt fyrir mikinn fólksfjölda er borgin talin ein öruggasta borg Englands. Borgin er ein sú alla græn- asta í Evrópu en hún inniheldur um 170 skóglendi, 78 almennings- garða og ótal tré, eða um rúma tvo milljarða. Sheffield er meðal ann- ars þekkt fyrir að vera við Peak District-þjóðgarðinn, sem þykir einstaklega fallegur, og því er náttúran ávallt skammt undan. Ekki er nóg með að borgin sé stútfull af fallegri náttúru heldur hefur hún að geyma fjörugt næturlíf og gott úrval verslana. Þeir sem eru til- búnir að eyða dágóðri summu í verslunum þegar þeir ferðast erlendis ættu að leggja leið sína í Meadowhall-verslunarmiðstöðina en hún er ní- unda stærsta verslunarmiðstöð Bretlands og iðar ávallt af lífi. Miðbær Sheffield er einnig fjörlegur og fallegur og setur ráðhúsið glæsilegan svip á bæinn. Ferðamenn sem heimsækja Sheffield hafa því úr mörgu að velja, hvort sem þeir hafa áhuga á útivist, slökun, skemmtanalífi, tónlist eða arkitekt- úr svo eitthvað sé nefnt. Og þeir sem vilja stunda hreyfingu meðan á heimsókninni til Sheffield stendur þurfa ekki að leita langt yfir skammt því Sheffield er kunn fyrir að vera afar hæðótt og því fylgir því að rölta um borgina ákveðin líkamsrækt. Manchester-flugvöllur er tilvalið fyrsta stopp fyrir þá Íslendinga sem hyggjast heimsækja Sheffield en lestin gengur þar á milli og tekur ferðin rúma klukkustund. FJÖLBREYTILEIKINN ÁBERANDI Grænasta borg Englands ÞEGAR FÖRINNI ER HEITIÐ TIL ENGLANDS VERÐUR LONDON EÐA MANCHESTER GJARNAN FYRIR VALINU HJÁ ÍSLENDINGUM. ÞÆR BORGIR ERU AFAR SKEMMTILEGAR OG LÍFLEGAR EN SHEFFIELD, ÞRIÐJA FJÖLMENNASTA BORG ENGLANDS, ER ALLS EKKI SÍÐRI. Guðný Hrönn gudnyhronn@mbl.is Keppendur Tour de France-hjólreiðakeppninnar hjóluðu í gegnum Sheffield í júlí. AFP Sheffield er gjarnan kölluð grænasta borg Englands þar sem gróður og falleg tré eru áberandi þar. Ráðhúsið í miðbæ Sheffield er einstaklega glæsilegt. Byggingin var reist seint á nítjándu öld. Ferðalög og flakk Aukin umferð um Leifsstöð *Samkvæmt talningum Ferðamálastofu hefur ut-anlandsferðum Íslendinga fjölgað töluvert frásíðasta ári. Um 39 þúsund Íslendingar fóru utaní júlí síðastliðnum, um 6.200 fleiri en í júlí í fyrra.Það er óhætt að segja að umferð um Leifsstöðhafi aukist töluvert á þessu eina ári því um144.500 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júlí síðastliðnum samkvæmt talningum Ferða- málastofu eða um 21.000 fleiri en í júlí í fyrra. Í ágúst er Edinborg undirlögð sviðslistahátíðinni The Fringe, og mannmergðin á götunum minnir á einhvers konar mánaðarlanga menningarnótt. Kabarett, dans- og leiksýningar og það sem ég er spenntastur fyrir – uppistand. Flest uppistandið sem ég fór á í byrjun var frekar óspennandi, þreyttir karlrembu- og kúkabrandarar voru ekki alveg það sem ég var að leita eftir. Það var ekki fyrr en ég fór á nem- endakeppni í uppistandi að ég sá eitthvað ferskt. Eini gallinn var að mér finnst skoski hreimurinn svo erfiður að um leið og ég fattaði brandarann og byrjaði að hlæja að honum var restin af salnum löngu búin með sinn hlátur. Þetta var orðið svo slæmt að einu sinni kom kynnirinn fram, benti út í sal og spurði hver það væri sem væri að horfa á þetta á plúsnum. Hann var að sjálfsögðu að benda beint á mig. Þegar næsti keppandi steig á svið var salurinn svo meðvitaður um þetta að í hvert skipti sem ég hló á eftir öllum hlógu allir aftur. Sá keppandi fékk því tvöfaldan hlát- ur og endaði auðvitað á því að vinna keppnina og fékk 2.500 punda verðlaun. Kveðja, Jón Ben. Við Tóta við kastalann. Hér er ég nýkominn á Royal Mile. 2.500 punda hláturinn Grillað í Meadows, besta almenn- ingsgarðinum. PÓSTKORT F RÁ EDINBOR G
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.