Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Page 18
Græn svæði innan borgarmarka veita fólki tækifæri til
að flýja ærandi hávaða og steypu stórborga.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
H
vaða borgir heims eru best
til þess fallnar að stuðla að
almennu heilbrigði íbúa
sinna? Til eru ýmsir listar
yfir slíkar borgir á ólíkum miðlum
netsins. En hvað gerir borg heilsu-
samlega? Ýmsir þættir koma til skoð-
unar á borð við gæði heilbrigðisþjón-
ustu, umfang og skipulag almennings-
samganga og aðgengi að grænum
svæðum innan borgarmarka. Hér er
að finna fimm borgir sem eiga það
sameiginlegt að birtast iðulega á list-
um yfir heilnæmustu borgirnar enda
hafa yfirvöld þar lagt áherslu á að
reka borgirnar með það fyrir augum
að tryggja heilbrigði íbúanna.
FIMM BORGIR ÞAR SEM ÍBÚAR NJÓTA MIKILLA LÍFSGÆÐA
Höfuðborgir
heilsunnar
STÓRBORGIR ERU EKKI FYRSTU STAÐIRNIR SEM KOMA UPP Í HUG-
ANN ÞEGAR HUGSAÐ ER UM HEILNÆMT LOFT OG LYKILINN AÐ
LÖNGU LÍFI. BORGARYFIRVÖLD VÍÐA UM HEIM LEGGJA ÞÓ RÍKA
ÁHERSLU Á HEILBRIGÐI ÍBÚA OG HÉR ER AÐ FINNA FIMM BORGIR
SEM ÞEKKTAR ERU FYRIR LÍFVÆNLEGT UMHVERFI.
Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is
* Gæði heilbrigðis-þjónustu,menntakerfi og um-
fang og skipulag al-
menningssamganga
hafa áhrif á mat á
lífsgæðum íbúa borga.
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.8. 2014
Ferðalög og flakk
Borgir Vestur-Evrópu eru iðulega ofarlega á
listum yfir lífsgæði íbúa heims og hafa þar
ítrekað betur en borgir í Norður- og Suður-
Ameríku. Í Skandinavíu er hins vegar að finna
mestu lífsgæði Evrópu hvað heilbrigði varðar
og því þarf ekki að koma á óvart að sjá Kaup-
mannahöfn víða á listum. Höfuðborg Dan-
merkur er afar vinsæll áfangastaður Íslend-
inga og trónir á toppi margra lista yfir
heilbrigði borga. Rík hjólreiðamenning borg-
arinnar hefur þar mikil áhrif auk þess sem
Danir hafa minnkað útstreymi gróðurhúsa-
lofttegunda umtalsvert undanfarinn áratug.
Útstreymið hefur dregist saman um 20% frá
árinu 2005 og er það hluti af markmiði borg-
aryfirvalda um að verða fyrsta borg heims
sem nær jafnvægi í kolefnisútblæstri, það er
að segja skilur ekki eftir sig nein kolefn-
isfótspor í umhverfinu. Ætlunin er að ná
þessu markmiði fyrir árið 2025. Um helm-
ingur íbúa Kaupmannahafnar hjólar í vinnuna
dag hvern og um 400 kílómetrar af
hjólastígum liggja um borgina. Hjól-
reiðastígurinn um
Dronning Louise-brú
sem tengir Nør-re-
bro við miðbæinn
er fjölfarnasta hjóla-
leið í heimi og þar
fara um 36.000 hjól-
reiðamenn á hverjum
einasta degi.
Jafnvægi í kolefnisútblæstri 2025
Furstadæmið á frönsku Rivíerunni er aðeins tveir ferkílómetrar að stærð og er
þéttbýlasta ríki heims. Hvergi á hnettinum mælist langlífi jafnmikið eða rétt tæp-
lega 90 ár. Þess ber þó að geta að íbúar Mónakó eru aðeins rétt tæplega 40 þús-
und og úrtakið því öllu smærra en í stærri samfélögum. Þar eru jafn-
framt flestir milljóna- og milljarðamæringar heims miðað við höfða-
tölu. Þau miklu auðæfi sem íbúar Mónakó búa yfir gera
þeim kleift að eiga fyrir heilbrigðisþjónustu á heims-
mælikvarða. Heilbrigðiskerfi Mónakó er í þrettánda sæti
Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þar hefur jafnframt ver-
ið gripið til margvíslegra úrræða í þágu umhverfisins,
meðal annars er stefnt að því lágmarka útstreymi
gróðurhúsalofttegunda á ráðstefnum sem haldnar eru
í Mónakó í stórum stíl. Þá keyra opinberir starfsmenn
í auknum mæli um á rafmagnsbílum og græn svæði
eru víða.
Langlífir milljónamæringar